Spurst hefur út að vel gangi á Íslandi Kristín Ólafsdóttir og Telma Tómasson skrifa 9. júlí 2020 13:28 Frá Seyðisfirði, þar sem Norræna leggst að bryggju. Vísir/vilhelm Farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma til landsins með Norrænu, en spurst hefur út að vel gangi á Íslandi að taka á móti ferðamönnum. Skimun um borð í skipinu í morgun gekk vel að sögn yfirlögregluþjóns. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hafði engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þurfti sýni úr tæplega 500 farþegum, en tólf manna teymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flaug til Færeyja í gær og skimaði um borð í ferjunni þegar skipið var komið 24 sjómílur frá landgrunni Íslands. Skimuninn gekk vel í morgun og var lokið áður en skipið lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Ferlið gangi sífellt betur. „Þetta er í þriðja sinn sem þetta er gert með þessum hætti um borð í skipinu og hefur gengið betur og betur og best núna og höldum bara áfram að læra vonandi og þróa þetta. Þannig að þetta tók mun skemmri tíma en síðast en gekk ágætlega þá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi og bætir við að samstarfið um verkefnið hafi gengið mjög vel. Hann segir að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og fylgi að því er virðist verklagi sem þeir fá upplýsingar um á kynningarblaði. Vel hefur gengið að skima fyrir kórónuveirunni um borð í Norrænu.Vísir/Jóhann K. Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line, tekur undir það með Kristjáni að skimanir gangi vel. „Prufurnar voru að mestu leyti búnar þegar skipið kom klukkan hálf níu í höfn. Þannig að það er bara kraftaverk að þetta gangi svona vel.“ Árið er fráleitt jafn gott og síðustu tvö, að sögn Lindu, en farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma með Norrænu til landsins og fyrirspurnum fjölgar. „Við vorum að fá 750 manns núna með skipinu, það er sirka sama tala í næstu viku, og svo bætist við það spyrst út að þetta gengur upp og fólk hefur það gott á Íslandi, og að Ísland sé opið. Þannig að við erum að sjá mikið af fyrirspurnum, miklu meira heldur en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Linda. Frá hvaða löndum koma farþegarnir helst? „Stærsti hlutinn er Þjóðverjar og auðvitað er töluvert af Frökkum og Hollendingum og Skandinövum. Þannig að þetta er svona blanda en langstærsti hlutinn Þjóðverjar.“ Seyðisfjörður Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30 Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma til landsins með Norrænu, en spurst hefur út að vel gangi á Íslandi að taka á móti ferðamönnum. Skimun um borð í skipinu í morgun gekk vel að sögn yfirlögregluþjóns. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hafði engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þurfti sýni úr tæplega 500 farþegum, en tólf manna teymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flaug til Færeyja í gær og skimaði um borð í ferjunni þegar skipið var komið 24 sjómílur frá landgrunni Íslands. Skimuninn gekk vel í morgun og var lokið áður en skipið lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Ferlið gangi sífellt betur. „Þetta er í þriðja sinn sem þetta er gert með þessum hætti um borð í skipinu og hefur gengið betur og betur og best núna og höldum bara áfram að læra vonandi og þróa þetta. Þannig að þetta tók mun skemmri tíma en síðast en gekk ágætlega þá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi og bætir við að samstarfið um verkefnið hafi gengið mjög vel. Hann segir að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og fylgi að því er virðist verklagi sem þeir fá upplýsingar um á kynningarblaði. Vel hefur gengið að skima fyrir kórónuveirunni um borð í Norrænu.Vísir/Jóhann K. Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line, tekur undir það með Kristjáni að skimanir gangi vel. „Prufurnar voru að mestu leyti búnar þegar skipið kom klukkan hálf níu í höfn. Þannig að það er bara kraftaverk að þetta gangi svona vel.“ Árið er fráleitt jafn gott og síðustu tvö, að sögn Lindu, en farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma með Norrænu til landsins og fyrirspurnum fjölgar. „Við vorum að fá 750 manns núna með skipinu, það er sirka sama tala í næstu viku, og svo bætist við það spyrst út að þetta gengur upp og fólk hefur það gott á Íslandi, og að Ísland sé opið. Þannig að við erum að sjá mikið af fyrirspurnum, miklu meira heldur en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Linda. Frá hvaða löndum koma farþegarnir helst? „Stærsti hlutinn er Þjóðverjar og auðvitað er töluvert af Frökkum og Hollendingum og Skandinövum. Þannig að þetta er svona blanda en langstærsti hlutinn Þjóðverjar.“
Seyðisfjörður Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30 Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05
Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30
Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25