„Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júlí 2020 11:00 Hjörvar og Kjartan í stuði í gær. vísir/s2s Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu, fylgi gífurleg stemning og mikill stöðugleiki en hann sé þó duglegur að hrista upp í hlutunum. Ágúst stýrði Gróttu til sigurs í fyrsta sinn í efstu deild er liðið vann 3-0 sigur á Fjölni í Grafarvogi í gær en allt annað hefur verið að sjá Seltirninga í síðustu tveimur umferðum. Þeir byrjuðu mótið brösuglega en náðu svo í sitt fyrsta stig í síðustu umferð og í gær var það fyrsti sigurinn. „Við verðum að muna það að liðin sem þeir mættu í fyrstu tveimur leikjunum voru Breiðablik og Valur. Tvö af bestu liðunum og þeir með einhvern sviðsskrekk á stóra sviðinu,“ sagði Hjörvar. „Nú eru þeir heldur betur komnir í gang og komnir með fjögur stig á töfluna. Það er með Gústa Gylfa [Ágúst Gylfason, þjáfari Gróttu] að það getur fylgt honum rosaleg stemning. Það hefur alltaf gert.“ „Hann átti mjög erfitt með að halda þessu Fjölnisliði uppi, ár eftir ár, og fór nálægt 40 stigum eitt árið. Svo er þetta „element“ í Ágústi að það er ómögulegt að lesa hann. Var hann ekki með Axel Frey á bekknum í dag? Þú gerir bara ráð fyrir honum í byrjunarliðið og þetta er ekta Gústi að hann hristir oft upp í liðunum sínum.“ Grótta hefur farið nýjar leiðir hvað varðar launamál en enginn leikmaður félagsins, að sögn forsvarsmanna Gróttu, fær greitt mánaðarlega frá félaginu. „Hann kemur inn í umhverfi sem við hefur ekki þekkst áður í íslenskum fótbolta hvað varðar alla umgjörð í kringum félagið. Ekki það að ég ætli að fara ræða einhver laun eða eitthvað slíkt en það er þannig að þeir eru ekki að borga neinum. Reyndar voru þeir að ná í Skota um daginn og það væri fyrsti útlendingurinn til að spila hérna án þess að taka neitt. Ef einhverjir geta það, þá eru það vinir mínir á Nesinu. Þeir eru góðir samningamenn.“ „Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu. Samningsfélagsleg ábyrgð að ná í erlendan leikmann og nota hann ekki - heldur senda hann í sóttkví. Það er jákvæðni með liðinu.“ Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Umræða um Gróttu Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu, fylgi gífurleg stemning og mikill stöðugleiki en hann sé þó duglegur að hrista upp í hlutunum. Ágúst stýrði Gróttu til sigurs í fyrsta sinn í efstu deild er liðið vann 3-0 sigur á Fjölni í Grafarvogi í gær en allt annað hefur verið að sjá Seltirninga í síðustu tveimur umferðum. Þeir byrjuðu mótið brösuglega en náðu svo í sitt fyrsta stig í síðustu umferð og í gær var það fyrsti sigurinn. „Við verðum að muna það að liðin sem þeir mættu í fyrstu tveimur leikjunum voru Breiðablik og Valur. Tvö af bestu liðunum og þeir með einhvern sviðsskrekk á stóra sviðinu,“ sagði Hjörvar. „Nú eru þeir heldur betur komnir í gang og komnir með fjögur stig á töfluna. Það er með Gústa Gylfa [Ágúst Gylfason, þjáfari Gróttu] að það getur fylgt honum rosaleg stemning. Það hefur alltaf gert.“ „Hann átti mjög erfitt með að halda þessu Fjölnisliði uppi, ár eftir ár, og fór nálægt 40 stigum eitt árið. Svo er þetta „element“ í Ágústi að það er ómögulegt að lesa hann. Var hann ekki með Axel Frey á bekknum í dag? Þú gerir bara ráð fyrir honum í byrjunarliðið og þetta er ekta Gústi að hann hristir oft upp í liðunum sínum.“ Grótta hefur farið nýjar leiðir hvað varðar launamál en enginn leikmaður félagsins, að sögn forsvarsmanna Gróttu, fær greitt mánaðarlega frá félaginu. „Hann kemur inn í umhverfi sem við hefur ekki þekkst áður í íslenskum fótbolta hvað varðar alla umgjörð í kringum félagið. Ekki það að ég ætli að fara ræða einhver laun eða eitthvað slíkt en það er þannig að þeir eru ekki að borga neinum. Reyndar voru þeir að ná í Skota um daginn og það væri fyrsti útlendingurinn til að spila hérna án þess að taka neitt. Ef einhverjir geta það, þá eru það vinir mínir á Nesinu. Þeir eru góðir samningamenn.“ „Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu. Samningsfélagsleg ábyrgð að ná í erlendan leikmann og nota hann ekki - heldur senda hann í sóttkví. Það er jákvæðni með liðinu.“ Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Umræða um Gróttu
Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14