Vondaufur um að fundahöld skili nokkru Stefán Ó. Jónsson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. júlí 2020 16:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, á hluthafafundi 22. maí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki góð staða því að báðir aðilar eru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná þessum samningum, sem báðir skrifuðu undir. Þannig að við verðum að meta stöðuna upp á nýtt,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group eftir að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands kolfelldu nýjan kjarasamning við flugfélagið. Ríkissáttasemjari hefur boðað deilendur á fund í Karphúsinu á föstudag til að miðla málum en Bogi segist ekki vita hvaða tilgangi það þjónar. „Því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ segir Bogi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar beri með sér að félagsmenn hafi þótt Icelandair ganga of langt í hagræðingarkröfum sínum. „Ég myndi halda að það væri öllum heilla ef félagið myndi bakka með sínar kröfur. Við getum þá skrifað undir nýjan samning sem vonandi yrði samþykktur,“ segir Guðlaug. Bogi segir að forsvarsmenn Icelandair hafi lagt áherslu á að tryggja samkeppnishæfni félagsins - „og það er það sem við gerðum í þessum samningi sem skrifað var undir. Á sama tíma stóðum við vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja. Við komumst því miður ekki lengra þannig að við þurfum bara að fara mjög vel yfir stöðuna núna.“ Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins sé einmitt að semja við flugstéttir félagsins Aðspurður hvort Icelandair muni nú manna flugvélar sínar með aðstoð erlendra starfsmannaleiga segir Bogi að það hafi aldrei verið stefnan. Icelandair starfi eftir leikreglum íslensk vinnumarkaðar og flugfélagið ætli sér áfram að vera í íslensku vinnuumhverfi. „Það er algjörlega okkar stefna.“ Guðlaug segist jafnframt neita að trúa því að „jafn stórt félag og Icelandair“ ætli sér að brjóta reglur á íslenskum vinnumarkaði. „Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum, við ætlum að gera það og ég vona að þeir [Icelandair] geri það líka.“ Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þetta er ekki góð staða því að báðir aðilar eru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná þessum samningum, sem báðir skrifuðu undir. Þannig að við verðum að meta stöðuna upp á nýtt,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group eftir að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands kolfelldu nýjan kjarasamning við flugfélagið. Ríkissáttasemjari hefur boðað deilendur á fund í Karphúsinu á föstudag til að miðla málum en Bogi segist ekki vita hvaða tilgangi það þjónar. „Því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ segir Bogi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar beri með sér að félagsmenn hafi þótt Icelandair ganga of langt í hagræðingarkröfum sínum. „Ég myndi halda að það væri öllum heilla ef félagið myndi bakka með sínar kröfur. Við getum þá skrifað undir nýjan samning sem vonandi yrði samþykktur,“ segir Guðlaug. Bogi segir að forsvarsmenn Icelandair hafi lagt áherslu á að tryggja samkeppnishæfni félagsins - „og það er það sem við gerðum í þessum samningi sem skrifað var undir. Á sama tíma stóðum við vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja. Við komumst því miður ekki lengra þannig að við þurfum bara að fara mjög vel yfir stöðuna núna.“ Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins sé einmitt að semja við flugstéttir félagsins Aðspurður hvort Icelandair muni nú manna flugvélar sínar með aðstoð erlendra starfsmannaleiga segir Bogi að það hafi aldrei verið stefnan. Icelandair starfi eftir leikreglum íslensk vinnumarkaðar og flugfélagið ætli sér áfram að vera í íslensku vinnuumhverfi. „Það er algjörlega okkar stefna.“ Guðlaug segist jafnframt neita að trúa því að „jafn stórt félag og Icelandair“ ætli sér að brjóta reglur á íslenskum vinnumarkaði. „Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum, við ætlum að gera það og ég vona að þeir [Icelandair] geri það líka.“
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36