Elín Metta um föðurmissinn og fyrirmyndirnar í boltanum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 07:30 Elín Metta Jensen hefur verið einn mesti markaskorari Íslandsmótsins undanfarin ár. vísir/vilhelm Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins og Íslandsmeistara Vals, var í ítarlegu viðtali í nýjasta tímariti 66 norður sem ber nafnið NORÐUR. Framherjinn magnaði fer um víðan völl í viðtalinu en hún rifjar m.a. upp sínar fyrstu stundir af fótboltavellinum. Hún segist hafa byrjað fimm ára en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fimmtán ára, árið 2010. „Ég var um fimm ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta. Ég var farinn aðeins fyrr að mæta á völlinn með pabba en svona fyrsta minningin mín af því að spila fótbolta var fyrsti leikurinn minn,“ sagði Elín Metta í viðtalinu. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera inni á vellinum og var mikið að taka handahlaup og í algjöru rugli úti við hliðarlínuna. Þegar maður fór að verða aðeins eldri þá fann maður sér fyrirmyndir. Maður heldur alltaf að það séu einhverjir töfrar á bakvið fyrirmyndirnar en svo kemst maður að því að þú ert bara að helga þig að einhverju og leggja ógeðslega mikla vinnu í það. Þú kemst ekki neitt nema þú ert með markmið og drauma. Þú verður að stefna eitthvert.“ Það er ekki bara fótboltinn sem á hug Elínar Mettu heldur stundar hún einnig nám við læknisfræði í Háskóla Íslands. Hún var að klára sitt annað ár í læknisfræðinni og hefur lengi haft áhuga á því starfi. „Ég er að læra læknisfræði og ég man þegar ég var yngri að mig langaði að verða læknir. Mér fannst eins og mínir hæfileikar og forvitnin mín myndu nýtast í læknisfræðinni. Ég tók þessa ákvörðun á þeim tíma sem pabbi minn var mjög veikur af krabbameini,“ sagði Elín sem missti pabba sinn fyrir tæpum fjórum árum síðan. „Jólin 2016 lést pabbi. Það fékk bara mig til að hugsa um lífið mitt og hvað mér fyndist vera þess virði að eyða tímanum mínum í. Ég veit að hann hefði verið mjög ánægður með þessa ákvörðun mína. Það er alltaf hægt að snúa slæmu ástandi upp í gott og mér fannst ég gera það þarna, þó að þetta hafi verið mjög erfiður tími í mínu lífi. Þetta var ljósið sem leiddi mig áfram. Eitthvað markmið sem ég hafði.“ Framherjinn í baráttunni við Ingibjörgu Valgeirsdóttur í opnunarleik Pepsi Max-deildar kvenna. Þar var Elín Metta auðvitað á skotskónum.vísir/daníel Framherjinn unar sér vel í fótboltanum en hún segir að margbreytilegt veður hafi ekki áhrif á hana. Það sést líka á tölfræðinni hennar en hún hefur skorað 118 mörk í 165 leikjum í meistaraflokki. „Um leið og maður er kominn með eitthvað sem maður finnur bara: „Vá, mig langar að gera þetta“, það drífur mann svo mikið áfram í öllu harkinu. Það verður alltaf vont veður á æfingu á Íslandi í janúar. Það bara fylgir þessu. Ég man einhvern tímann þurftum við að moka snjóinn af vellinum og þetta var 1. maí. Þjálfarinn var bara: „Út að moka!“ „Veðrið hérna er eitthvað fáránlegt. Ég hef spilað í láréttum vindi og rigningu. Ég man einu sinni að við vorum að spila á frekar slæmum velli og voru farnir að myndast pollar. Maður reyndi að sparka boltanum áfram en hann stoppaði bara í næsta polli svo gæðin í fótboltanum voru ekki upp á sitt besta. Þetta var svo gaman og þetta var svo mikil barátta. Svo geggjuð stemning.“ Hún segir íslenska hugarfarið magnað en hún hefur spilað 84 leiki í íslenska treyjunni, þar af 49 með íslenska A-landsliðinu. „Við erum oft að fara á móti straumnum. Sumarið er alveg yndislegt og bjart allan sólarhringinn en veturnir eru dimmir, kaldir, þungir og erfiðir. Þetta eru svo miklar sveiflur. Ég held að það hafi klárlega áhrif á það hvernig við hugsum og viðhorfið til lífsins. Ef þú pælir í því þá liggjum við í dvala yfir vetrarmánuðina og svo á vorin er eins og vonin vakni aftur hjá manni. Maður hefur alltaf þessa von,“ sagði Elín Metta. watch on YouTube Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins og Íslandsmeistara Vals, var í ítarlegu viðtali í nýjasta tímariti 66 norður sem ber nafnið NORÐUR. Framherjinn magnaði fer um víðan völl í viðtalinu en hún rifjar m.a. upp sínar fyrstu stundir af fótboltavellinum. Hún segist hafa byrjað fimm ára en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fimmtán ára, árið 2010. „Ég var um fimm ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta. Ég var farinn aðeins fyrr að mæta á völlinn með pabba en svona fyrsta minningin mín af því að spila fótbolta var fyrsti leikurinn minn,“ sagði Elín Metta í viðtalinu. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera inni á vellinum og var mikið að taka handahlaup og í algjöru rugli úti við hliðarlínuna. Þegar maður fór að verða aðeins eldri þá fann maður sér fyrirmyndir. Maður heldur alltaf að það séu einhverjir töfrar á bakvið fyrirmyndirnar en svo kemst maður að því að þú ert bara að helga þig að einhverju og leggja ógeðslega mikla vinnu í það. Þú kemst ekki neitt nema þú ert með markmið og drauma. Þú verður að stefna eitthvert.“ Það er ekki bara fótboltinn sem á hug Elínar Mettu heldur stundar hún einnig nám við læknisfræði í Háskóla Íslands. Hún var að klára sitt annað ár í læknisfræðinni og hefur lengi haft áhuga á því starfi. „Ég er að læra læknisfræði og ég man þegar ég var yngri að mig langaði að verða læknir. Mér fannst eins og mínir hæfileikar og forvitnin mín myndu nýtast í læknisfræðinni. Ég tók þessa ákvörðun á þeim tíma sem pabbi minn var mjög veikur af krabbameini,“ sagði Elín sem missti pabba sinn fyrir tæpum fjórum árum síðan. „Jólin 2016 lést pabbi. Það fékk bara mig til að hugsa um lífið mitt og hvað mér fyndist vera þess virði að eyða tímanum mínum í. Ég veit að hann hefði verið mjög ánægður með þessa ákvörðun mína. Það er alltaf hægt að snúa slæmu ástandi upp í gott og mér fannst ég gera það þarna, þó að þetta hafi verið mjög erfiður tími í mínu lífi. Þetta var ljósið sem leiddi mig áfram. Eitthvað markmið sem ég hafði.“ Framherjinn í baráttunni við Ingibjörgu Valgeirsdóttur í opnunarleik Pepsi Max-deildar kvenna. Þar var Elín Metta auðvitað á skotskónum.vísir/daníel Framherjinn unar sér vel í fótboltanum en hún segir að margbreytilegt veður hafi ekki áhrif á hana. Það sést líka á tölfræðinni hennar en hún hefur skorað 118 mörk í 165 leikjum í meistaraflokki. „Um leið og maður er kominn með eitthvað sem maður finnur bara: „Vá, mig langar að gera þetta“, það drífur mann svo mikið áfram í öllu harkinu. Það verður alltaf vont veður á æfingu á Íslandi í janúar. Það bara fylgir þessu. Ég man einhvern tímann þurftum við að moka snjóinn af vellinum og þetta var 1. maí. Þjálfarinn var bara: „Út að moka!“ „Veðrið hérna er eitthvað fáránlegt. Ég hef spilað í láréttum vindi og rigningu. Ég man einu sinni að við vorum að spila á frekar slæmum velli og voru farnir að myndast pollar. Maður reyndi að sparka boltanum áfram en hann stoppaði bara í næsta polli svo gæðin í fótboltanum voru ekki upp á sitt besta. Þetta var svo gaman og þetta var svo mikil barátta. Svo geggjuð stemning.“ Hún segir íslenska hugarfarið magnað en hún hefur spilað 84 leiki í íslenska treyjunni, þar af 49 með íslenska A-landsliðinu. „Við erum oft að fara á móti straumnum. Sumarið er alveg yndislegt og bjart allan sólarhringinn en veturnir eru dimmir, kaldir, þungir og erfiðir. Þetta eru svo miklar sveiflur. Ég held að það hafi klárlega áhrif á það hvernig við hugsum og viðhorfið til lífsins. Ef þú pælir í því þá liggjum við í dvala yfir vetrarmánuðina og svo á vorin er eins og vonin vakni aftur hjá manni. Maður hefur alltaf þessa von,“ sagði Elín Metta. watch on YouTube
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Sjá meira