Íþróttakappinn og heimsmetahafinn Usain Bolt og kærastan hans og frumkvöðullinn Kasi Bennett deildu í dag myndum af dóttur sinni sem hlaut nafnið Olympia Lightning Bolt. Þetta gerðu þau í tilefni afmælis Kasi og deildi Bolt fallegri kveðju til kærustu sinnar á Twitter og Instagram.
Olympia kom í heiminn þann 17. maí síðastliðinn og er hún frumburður parsins. „Við höfum hafið nýjan kafla með dóttur okkar Olympia Lightning Bolt,“ skrifaði kappinn í kveðjunni.
Olympia Lightning Bolt pic.twitter.com/Ovo5PzVQAt
— Usain St. Leo Bolt (@usainbolt) July 7, 2020
Kasi deildi einnig myndum af stúlkunni og yfirskrift einnar færslunnar á Instagram var: „Gjöfin mín… Olympia Lightning Bolt.“