Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hélt upp á fertugsafmælið sitt á laugardaginn og það með pompi og prakt í hátíðarsal í Hörpunni.
Einn besti vinur Auðuns er stórsöngvarinn Sverrir Bergmann sem flutti lagið My Way eftir Frank Sinatra ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni.
Kristín Eva Geirsdóttir unnusta Sverris birtir upptöku af flutningnum á Facebook-síðu sinni og má sjá hana hér að neðan.