Axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2020 13:31 ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt. Ólíðandi sé að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust. Getty ASÍ hefur skorað á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ þar sem brugðist er við skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sem kynnt var á föstudaginn og tekur á aðstoðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar segir að algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verði fyrir séu vegna vangreiddra launa og brota á reglum um hvíldartíma og frídaga. ASÍ segir að niðurstöður skýrslunnar séu í fullu samræmi við fyrri skýrslur um sama efni og við reynslu stéttarfélaga og Vinnustaðaeftirlits ASÍ. „Eins og fram kemur í skýrslunni fjölgaði erlendu starfsfólki í ferðaþjónustu mikið í tengslum við hraðan vöxt ferðaþjónustunnar. Dæmi eru um að fólk vinni full störf og jafnvel meira fyrir lítil eða engin laun og að sjálfboðaliðastörf séu notuð sem yfirvarp. Nokkuð algengt er að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði. Leiguupphæð er gjarnan yfir markaðsverði á viðkomandi svæði en hvorki stéttarfélög né aðrir eftirlitsaðilar hafa heimildir til að fylgja því eftir að húsnæði sé viðunandi. Ráðningarsambandið er oft ótryggt og mikill misbrestur á gerð ráðningarsamninga og útgáfu launaseðla. Þá eru fjölmörg dæmi um að fólk þori ekki að hafa samband við stéttarfélög af ótta við brottrekstur eða vegna slæmrar reynslu af stéttarfélögum í heimalandi. ASÍ skorar á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila,“ segir í tilkynningunni. María Lóa Friðjónsdóttir.ASÍ Loforð Lífskjarasamninganna ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt. Ólíðandi sé að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust. „Þá þarf að tryggja heimildir Vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna og opinberra eftirlitsaðila, þ. á m. slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits, til að hafa eftirlit með húsnæði sem atvinnurekendur útvega starfsfólki,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Maríu Lóu Friðjónsdóttur, verkefnastjóra Vinnustaðaeftirlits ASÍ, að verkalýðshreyfingin hafi ítrekað verið sökuð um að ljúga og fara offari þegar greint sé frá aðbúnaði og kjörum erlends starfsfólks. „Skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála er mikilvægt innlegg því hún sýnir svart á hvítu það sem fyrri úttektir og reynsla stéttarfélaganna hafa bent til, það er að réttur erlends launafólks í ferðaþjónustu er víða fyrir borð borinn. Þetta er fullkomlega í samræmi við þann veruleika sem við í Vinnustaðaeftirliti ASÍ höfum orðið vitni að og kallað eftir aðgerðum gegn,“ segir María Lóa. Vinnumarkaður Kjaramál Innflytjendamál Tengdar fréttir Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins, að sögn doktors í mannfræði. Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. 5. júlí 2020 19:31 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
ASÍ hefur skorað á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ þar sem brugðist er við skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sem kynnt var á föstudaginn og tekur á aðstoðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar segir að algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verði fyrir séu vegna vangreiddra launa og brota á reglum um hvíldartíma og frídaga. ASÍ segir að niðurstöður skýrslunnar séu í fullu samræmi við fyrri skýrslur um sama efni og við reynslu stéttarfélaga og Vinnustaðaeftirlits ASÍ. „Eins og fram kemur í skýrslunni fjölgaði erlendu starfsfólki í ferðaþjónustu mikið í tengslum við hraðan vöxt ferðaþjónustunnar. Dæmi eru um að fólk vinni full störf og jafnvel meira fyrir lítil eða engin laun og að sjálfboðaliðastörf séu notuð sem yfirvarp. Nokkuð algengt er að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði. Leiguupphæð er gjarnan yfir markaðsverði á viðkomandi svæði en hvorki stéttarfélög né aðrir eftirlitsaðilar hafa heimildir til að fylgja því eftir að húsnæði sé viðunandi. Ráðningarsambandið er oft ótryggt og mikill misbrestur á gerð ráðningarsamninga og útgáfu launaseðla. Þá eru fjölmörg dæmi um að fólk þori ekki að hafa samband við stéttarfélög af ótta við brottrekstur eða vegna slæmrar reynslu af stéttarfélögum í heimalandi. ASÍ skorar á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila,“ segir í tilkynningunni. María Lóa Friðjónsdóttir.ASÍ Loforð Lífskjarasamninganna ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt. Ólíðandi sé að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust. „Þá þarf að tryggja heimildir Vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna og opinberra eftirlitsaðila, þ. á m. slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits, til að hafa eftirlit með húsnæði sem atvinnurekendur útvega starfsfólki,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Maríu Lóu Friðjónsdóttur, verkefnastjóra Vinnustaðaeftirlits ASÍ, að verkalýðshreyfingin hafi ítrekað verið sökuð um að ljúga og fara offari þegar greint sé frá aðbúnaði og kjörum erlends starfsfólks. „Skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála er mikilvægt innlegg því hún sýnir svart á hvítu það sem fyrri úttektir og reynsla stéttarfélaganna hafa bent til, það er að réttur erlends launafólks í ferðaþjónustu er víða fyrir borð borinn. Þetta er fullkomlega í samræmi við þann veruleika sem við í Vinnustaðaeftirliti ASÍ höfum orðið vitni að og kallað eftir aðgerðum gegn,“ segir María Lóa.
Vinnumarkaður Kjaramál Innflytjendamál Tengdar fréttir Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins, að sögn doktors í mannfræði. Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. 5. júlí 2020 19:31 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins, að sögn doktors í mannfræði. Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. 5. júlí 2020 19:31