Eitt vinsælasta glæpahlaðvarpið fjallar um morðið á Birnu Brjánsdóttur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 11:25 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Morðið á Birnu Brjánsdóttur er tekið fyrir í nýjasta þætti hins vinsæla glæpahlaðvarps Crime Junkie, þar sem tekin eru fyrir morðmál, mannshvörf og sögur um raðmorðingja. Hlaðvarpið er það þriðja vinsælasta í Bandaríkjunum og annað vinsælasta á lista yfir hlaðvörp sem fjalla um glæpi. Farið er ítarlega í mál Birnu í þættinum og vísa þær að mestu í greinar sem birtar voru um málið hjá Iceland Magazine, íslenskri fréttaveitu sem birtir fréttir á ensku, og Iceland Monitor, fréttaveitu mbl.is á ensku. Á vef Iceland Magazine fjalla þrjár af sex vinsælustu fréttanna um morðið á Birnu. „Það sem kom fyrir Birnu þetta kvöld var glórulaust, hörmulegt og handahófskennt og það hefði getið gerst við hvert og eitt okkar. Svo, hafið það í huga að hugsa um hvert annað vegna þess að „við erum Birna“,“ segir Ashley Flowers, þáttastjórnandi Crime Junkie í lok þáttarins. Þá lýsir hún því hvernig íslenskt samfélag breyttist í kjölfarið og að fjöldi Íslendinga hafi deilt setningunni „Ég er Birna“ á samfélagsmiðlum. Ashley Flowers og Brit Prawat, sem eru þáttastjórnendur Crime Junkie, fara yfir málsatvik og sérstaklega ferðir Birnu í miðbænum aðfaranótt laugardagsins 14. janúar 2017. Þær velta því sérstaklega fyrir sér hvers vegna vinir Birnu hafi skilið við hana niðri í bæ þar sem hún endaði ein í lok kvölds. Þá taka þær fram að miðað við þær upplýsingar sem þær hafi fundið sé það ekki óvenjulegt, eða að minnsta kosti hafi ekki verið áhyggjuefni og tala um það hve öruggt Ísland sé. Birna Brjánsdóttir. Þær segja íslenskt samfélag hafa verið á hliðinni vegna málsins og að samfélagið hafi sameinast í leitinni að Birnu. Laugardaginn 14. janúar skrifaði móðir Birnu færslu á Facebook þar sem hún lýsti eftir dóttur sinni og dregur Ashley það fram að innan nokkurra klukkustunda hafi þúsundir verið búnir að deila færslunni. Þá fjalla þær um myndbandið sem lögregla birti í kjölfar hvarfsins sem tekið var úr öryggismyndavélum á Laugavegi. „Hún virðist vita hvar hún er, hún virðist allavega ekki vera týnd. Á þriðju myndklippunni virðist hún vera komin úr miðbænum því hún er alein á götunni. Það er smá skrítið, því gatan virðist alveg yfirgefin. Þetta er skrítið, gatan er vel lýst en alveg mannlaus,“ segir Brit. Þær halda áfram að rekja málsatvik og fjalla sérstaklega um það hvernig rannsóknin leiddi til þess að sjónum var beint að Polar Nanoq, grænlensks togara, og skipverjunum Thomas Møller Olsen og Nikolaj Olsen. Þær lýsa sérstaklega yfir aðdáun sinni á skipstjóra togarans sem sneri skipinu við þegar hann komst að því að lögreglan á Íslandi vildi ná tali á áhafnarmeðlimum skipsins. „Ég held svo mikið með skipstjóranum akkúrat núna,“ segir Brit þegar Ashley segir henni að hann hafi ákveðið að slökkva á nettengingunni til að koma í veg fyrir að áhafnarmeðlimir gætu lesið í fréttum hvers vegna hann hafi ákveðið að snúa skipinu við. Umfangsmesta leitaraðgerð sögunnar Tilkynnt var um hvarf Birnu þann 14. janúar 2017 en skipulögð leit hófst þann 16. janúar. Í millitíðinni höfðu fjölskylda og vinir Birnu ásamt sjálfboðaliðum hafið leit. Leitin að Birnu stóð yfir í viku og laugardaginn áður en hún fannst fór fram umfangsmesta leit sem björgunarsveitirnar hafa farið í; hátt í 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt í aðgerðum. Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Almenningur tók virkan þátt í leitinni og var það til dæmis almennur borgari sem fann skó Birnu við höfnina í Hafnarfirði tveimur dögum eftir að hún hvarf. Sá fundur reyndist afar mikilvægur fyrir rannsókn málsins. Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu og hefur hann verið fluttur úr landi og til Danmerkur eftir að leyfi fyrir flutningunum fékkst frá dönskum yfirvöldum. Thomas er vistaður í stærsta fangelsi Danmerkur, Vestre í Kaupmannahöfn. Ekki liggur fyrir hvort hann muni afplána refsingu sína alfarið í Vestre. Ökuskírteinið og úlpa Thomasar lykilsönnunargögn Thomas var með rauðan Kia Rio-bíl á leigur þegar Birna hvarf og var á ferð í miðbænum með öðrum skipverja aðfaranótt 14. janúar. Viðurkenndi Thomas í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa tekið Birnu upp í bílinn í miðbænum þá um nóttina en bar að önnur stúlka hafi einnig komið upp í bílinn. Lögreglan lýsti eftir Kia Rio-bifreiðinni mánudaginn 16. Janúar og fannst hún daginn eftir í Kópavogi. Hald var lagt á bílinn og hann rannsakaður ítarlega í kjölfarið en í honum fannst mikið af blóði sem reyndist vera úr Birnu. Meðal annarra gagna málsins er ökuskírteini Birnu um borð í Polar Nanoq, skipinu sem Thomas var skipverji í, með fingrafari Thomas. Þá fannst blóð úr Birnu á úlpu hans auk þess sem þekjufrumur Thomas og Birnu fundust á reimum úr skóm hennar. Lögreglu grunaði fljótlega að Birnu hefði verið ráðinn bani þar sem Thomas og hinn skipverjinn sem einnig var úrskurðaður í gæsluvarðhald í upphafi voru settir í varðhald grunaðir um manndráp. Thomas var hins vegar einn ákærður fyrir morðið. Hægt er að hlusta á þátt Crime Junkie hér að neðan. Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Morðið á Birnu Brjánsdóttur er tekið fyrir í nýjasta þætti hins vinsæla glæpahlaðvarps Crime Junkie, þar sem tekin eru fyrir morðmál, mannshvörf og sögur um raðmorðingja. Hlaðvarpið er það þriðja vinsælasta í Bandaríkjunum og annað vinsælasta á lista yfir hlaðvörp sem fjalla um glæpi. Farið er ítarlega í mál Birnu í þættinum og vísa þær að mestu í greinar sem birtar voru um málið hjá Iceland Magazine, íslenskri fréttaveitu sem birtir fréttir á ensku, og Iceland Monitor, fréttaveitu mbl.is á ensku. Á vef Iceland Magazine fjalla þrjár af sex vinsælustu fréttanna um morðið á Birnu. „Það sem kom fyrir Birnu þetta kvöld var glórulaust, hörmulegt og handahófskennt og það hefði getið gerst við hvert og eitt okkar. Svo, hafið það í huga að hugsa um hvert annað vegna þess að „við erum Birna“,“ segir Ashley Flowers, þáttastjórnandi Crime Junkie í lok þáttarins. Þá lýsir hún því hvernig íslenskt samfélag breyttist í kjölfarið og að fjöldi Íslendinga hafi deilt setningunni „Ég er Birna“ á samfélagsmiðlum. Ashley Flowers og Brit Prawat, sem eru þáttastjórnendur Crime Junkie, fara yfir málsatvik og sérstaklega ferðir Birnu í miðbænum aðfaranótt laugardagsins 14. janúar 2017. Þær velta því sérstaklega fyrir sér hvers vegna vinir Birnu hafi skilið við hana niðri í bæ þar sem hún endaði ein í lok kvölds. Þá taka þær fram að miðað við þær upplýsingar sem þær hafi fundið sé það ekki óvenjulegt, eða að minnsta kosti hafi ekki verið áhyggjuefni og tala um það hve öruggt Ísland sé. Birna Brjánsdóttir. Þær segja íslenskt samfélag hafa verið á hliðinni vegna málsins og að samfélagið hafi sameinast í leitinni að Birnu. Laugardaginn 14. janúar skrifaði móðir Birnu færslu á Facebook þar sem hún lýsti eftir dóttur sinni og dregur Ashley það fram að innan nokkurra klukkustunda hafi þúsundir verið búnir að deila færslunni. Þá fjalla þær um myndbandið sem lögregla birti í kjölfar hvarfsins sem tekið var úr öryggismyndavélum á Laugavegi. „Hún virðist vita hvar hún er, hún virðist allavega ekki vera týnd. Á þriðju myndklippunni virðist hún vera komin úr miðbænum því hún er alein á götunni. Það er smá skrítið, því gatan virðist alveg yfirgefin. Þetta er skrítið, gatan er vel lýst en alveg mannlaus,“ segir Brit. Þær halda áfram að rekja málsatvik og fjalla sérstaklega um það hvernig rannsóknin leiddi til þess að sjónum var beint að Polar Nanoq, grænlensks togara, og skipverjunum Thomas Møller Olsen og Nikolaj Olsen. Þær lýsa sérstaklega yfir aðdáun sinni á skipstjóra togarans sem sneri skipinu við þegar hann komst að því að lögreglan á Íslandi vildi ná tali á áhafnarmeðlimum skipsins. „Ég held svo mikið með skipstjóranum akkúrat núna,“ segir Brit þegar Ashley segir henni að hann hafi ákveðið að slökkva á nettengingunni til að koma í veg fyrir að áhafnarmeðlimir gætu lesið í fréttum hvers vegna hann hafi ákveðið að snúa skipinu við. Umfangsmesta leitaraðgerð sögunnar Tilkynnt var um hvarf Birnu þann 14. janúar 2017 en skipulögð leit hófst þann 16. janúar. Í millitíðinni höfðu fjölskylda og vinir Birnu ásamt sjálfboðaliðum hafið leit. Leitin að Birnu stóð yfir í viku og laugardaginn áður en hún fannst fór fram umfangsmesta leit sem björgunarsveitirnar hafa farið í; hátt í 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt í aðgerðum. Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Almenningur tók virkan þátt í leitinni og var það til dæmis almennur borgari sem fann skó Birnu við höfnina í Hafnarfirði tveimur dögum eftir að hún hvarf. Sá fundur reyndist afar mikilvægur fyrir rannsókn málsins. Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu og hefur hann verið fluttur úr landi og til Danmerkur eftir að leyfi fyrir flutningunum fékkst frá dönskum yfirvöldum. Thomas er vistaður í stærsta fangelsi Danmerkur, Vestre í Kaupmannahöfn. Ekki liggur fyrir hvort hann muni afplána refsingu sína alfarið í Vestre. Ökuskírteinið og úlpa Thomasar lykilsönnunargögn Thomas var með rauðan Kia Rio-bíl á leigur þegar Birna hvarf og var á ferð í miðbænum með öðrum skipverja aðfaranótt 14. janúar. Viðurkenndi Thomas í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa tekið Birnu upp í bílinn í miðbænum þá um nóttina en bar að önnur stúlka hafi einnig komið upp í bílinn. Lögreglan lýsti eftir Kia Rio-bifreiðinni mánudaginn 16. Janúar og fannst hún daginn eftir í Kópavogi. Hald var lagt á bílinn og hann rannsakaður ítarlega í kjölfarið en í honum fannst mikið af blóði sem reyndist vera úr Birnu. Meðal annarra gagna málsins er ökuskírteini Birnu um borð í Polar Nanoq, skipinu sem Thomas var skipverji í, með fingrafari Thomas. Þá fannst blóð úr Birnu á úlpu hans auk þess sem þekjufrumur Thomas og Birnu fundust á reimum úr skóm hennar. Lögreglu grunaði fljótlega að Birnu hefði verið ráðinn bani þar sem Thomas og hinn skipverjinn sem einnig var úrskurðaður í gæsluvarðhald í upphafi voru settir í varðhald grunaðir um manndráp. Thomas var hins vegar einn ákærður fyrir morðið. Hægt er að hlusta á þátt Crime Junkie hér að neðan.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira