Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 19:43 Viðbragðsaðilar huga að slösuðum mótmælenda eftir að ökumaður ók inn í hóp þeirra á hraðbraut við Seattle á aðfaranótt laugardags. AP/James Anderson Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. Atvikið átti sér stað á I-5 hraðbrautinni við Seattle á aðfaranótt laugardags. Þar hafði hópur safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og var hluta hraðbrautarinnar lokað vegna þess. Ökumaður hvítrar Jagúarbifreiðar ók bíl sínum fram hjá bifreiðum ríkislögreglunnar sem lokuðu veginum og keyrði inn í hóp mótmælendanna. Summer Taylor, 24 ára gömul, lést af sárum sem hún hlaut þegar bílnum var ekið á hana í gærkvöldi. Diaz Love, 32 ára, slasaðist einnig alvarlega og er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Ökuamður bifreiðarinnar, Dawit Kelete, flúði vettvangi en einn mótmælendanna elti hann á bíl og náði að stöðva för hans áður en lögreglumenn bar að sem handtóku Kelete. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi sakaður um líkamsárás með ökutæki. Samkvæmt dómskjölum var þungt yfir honum þegar hann var handtekinn og er hann sagður hafa spurt um líðan mótmælendanna. Hvorki liggur fyrir hvað Kelete gekk til né hvernig hann komst á hraðbrautina sem ríkislögreglan hafði lokað meira en klukkustund áður en hann ók inn í hópinn. Lögregluna grunar að Kelete hafi ekið gegn akstursstefnu upp frárein áður en hann ók fram hjá vegartálmum sem lokuðu hraðbrautinni. Umfangsmikil mótmæli hafa geisað í Seattle eftir dráp lögreglumanna á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í Minneapolis í maí. Mótmælendur hafa meðal annars lokað hraðbrautinni nítján daga í röð. Ríkislögreglan í Washington segir að mótmæli þar verði nú bönnuð og að mótmælendur sem safnast þar saman verði handteknir. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. Atvikið átti sér stað á I-5 hraðbrautinni við Seattle á aðfaranótt laugardags. Þar hafði hópur safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og var hluta hraðbrautarinnar lokað vegna þess. Ökumaður hvítrar Jagúarbifreiðar ók bíl sínum fram hjá bifreiðum ríkislögreglunnar sem lokuðu veginum og keyrði inn í hóp mótmælendanna. Summer Taylor, 24 ára gömul, lést af sárum sem hún hlaut þegar bílnum var ekið á hana í gærkvöldi. Diaz Love, 32 ára, slasaðist einnig alvarlega og er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Ökuamður bifreiðarinnar, Dawit Kelete, flúði vettvangi en einn mótmælendanna elti hann á bíl og náði að stöðva för hans áður en lögreglumenn bar að sem handtóku Kelete. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi sakaður um líkamsárás með ökutæki. Samkvæmt dómskjölum var þungt yfir honum þegar hann var handtekinn og er hann sagður hafa spurt um líðan mótmælendanna. Hvorki liggur fyrir hvað Kelete gekk til né hvernig hann komst á hraðbrautina sem ríkislögreglan hafði lokað meira en klukkustund áður en hann ók inn í hópinn. Lögregluna grunar að Kelete hafi ekið gegn akstursstefnu upp frárein áður en hann ók fram hjá vegartálmum sem lokuðu hraðbrautinni. Umfangsmikil mótmæli hafa geisað í Seattle eftir dráp lögreglumanna á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í Minneapolis í maí. Mótmælendur hafa meðal annars lokað hraðbrautinni nítján daga í röð. Ríkislögreglan í Washington segir að mótmæli þar verði nú bönnuð og að mótmælendur sem safnast þar saman verði handteknir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira