Alfons Sampsted lék allan leikinn í 5-0 sigri Bodö/Glimt á SK Brann í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þeir eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir.
Staðan var 4-0 í hálfelik fyrir Bodö en Kasper Junker gerði fyrstu tvö mörk leiksins og þeir Philip Zinckernagel og Ulrik Saltnes bættu síðan við mörkum fyrir hálfleik. Junker fullkomnaði síðan þrennu sína á 54. mínútu þegar hann skoraði fimmta mark Bodö og urðu lokatölur eins og áður segir 5-0.
Alfons hefur leikið alla leiki Bodö/Glimt sem hafa farið á kostum og eru búnir að vinna alla sex leiki sína í deildinni og eru með markatöluna 24:6.
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Aab í dönsku úrvalsdeildinni. Bröndby eru í 4. sæti þegar einn leikur er eftir af mótinu.