Auddi fagnaði fertugsafmælinu með pompi og prakt Andri Eysteinsson skrifar 5. júlí 2020 16:42 Auðunn fagnaði fertugu á toppi Hörpunnar. IG/AudunnBlondal Leikarinn, skemmtikrafturinn og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með sínum nánustu í fjölmennu teiti sem haldið var í Hörpunni í gærkvöldi. Aðstæður til veisluhalda voru til fyrirmyndar enda veður með besta móti. Auðunn sem stýrir útvarpsþættinum FM95Blö á FM957 og leikur í væntanlegum þáttum Stöðvar 2, Júrógarðinum, fékk til sín einvalalið íslenskra tónlistarmanna til þess að halda uppi stuðinu í Hörpunni. Auðunn eignaðist nýlega sitt fyrsta barn með kærustu sinni, fyrirsætunni Rakeli Þormarsdóttur. Auðunn hafði orð á því í Instagram-story að skipulagning afmælisveislunnar hafi reynt meira á samband sitt heldur en frumburðurinn, enda var öllu tjaldað til og veislan hin glæsilegasta. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jul 4, 2020 at 1:25pm PDT Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon, sem starfaði með Audda eins og frægt er í Strákunum og 70 Mínútum söng afmælissönginn fyrir Auðunn áður en hin eina sanna Ragnhildur Gísladóttir steig á svið ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni. Halldór hélt áfram að spila undir þegar æskufélagi Auðuns frá Sauðárkróki, Sverrir Bergmann, steig á svið. Þá heiðruðu hafnfirsku tónlistarbræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir gesti með nærveru sinni. Þegar leikar virðast hafa tekið að æsast í afmælisveislunni steig Auðunn sjálfur á svið ásamt hinum hluta eins þekktasta tvíeykis Íslands, Sveppa. View this post on Instagram A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Jul 4, 2020 at 3:15pm PDT Þá léku Herra Hnetusmjör og Aron Can fyrir dansi og þeim til halds og trausts var plötusnúðurinn Egill Spegill. Flestir hefðu eflaust talið að hér væri upptalningu lokið á þeim tónlistarmönnum sem spiluðu í afmælisveislunni en svo er alls ekki því Ingó Veðurguð og Páll Óskar voru einnig í þeim hópi. Mikill fjöldi gesta var samankominn í Hörpunni og deildu þeir myndum frá herlegheitunum með myllumerkinu #Auddi40. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem deilt var. View this post on Instagram A post shared by Pálína María Gunnlaugsdóttir (@palina23) on Jul 4, 2020 at 3:28pm PDT View this post on Instagram A post shared by Ingólfur Þórarinsson (@ingo_vedurgud) on Jul 3, 2020 at 11:44am PDT View this post on Instagram A post shared by Unnur Agnes (@unnuragnes) on Jul 4, 2020 at 2:20pm PDT View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on Jul 4, 2020 at 4:26pm PDT View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Margrét Gísladóttir (@johannagisla) on Jul 5, 2020 at 5:07am PDT View this post on Instagram A post shared by Mikael Nikulásson (@kingmikebrown) on Jul 4, 2020 at 3:58pm PDT Tímamót FM95BLÖ Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Leikarinn, skemmtikrafturinn og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með sínum nánustu í fjölmennu teiti sem haldið var í Hörpunni í gærkvöldi. Aðstæður til veisluhalda voru til fyrirmyndar enda veður með besta móti. Auðunn sem stýrir útvarpsþættinum FM95Blö á FM957 og leikur í væntanlegum þáttum Stöðvar 2, Júrógarðinum, fékk til sín einvalalið íslenskra tónlistarmanna til þess að halda uppi stuðinu í Hörpunni. Auðunn eignaðist nýlega sitt fyrsta barn með kærustu sinni, fyrirsætunni Rakeli Þormarsdóttur. Auðunn hafði orð á því í Instagram-story að skipulagning afmælisveislunnar hafi reynt meira á samband sitt heldur en frumburðurinn, enda var öllu tjaldað til og veislan hin glæsilegasta. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jul 4, 2020 at 1:25pm PDT Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon, sem starfaði með Audda eins og frægt er í Strákunum og 70 Mínútum söng afmælissönginn fyrir Auðunn áður en hin eina sanna Ragnhildur Gísladóttir steig á svið ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni. Halldór hélt áfram að spila undir þegar æskufélagi Auðuns frá Sauðárkróki, Sverrir Bergmann, steig á svið. Þá heiðruðu hafnfirsku tónlistarbræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir gesti með nærveru sinni. Þegar leikar virðast hafa tekið að æsast í afmælisveislunni steig Auðunn sjálfur á svið ásamt hinum hluta eins þekktasta tvíeykis Íslands, Sveppa. View this post on Instagram A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Jul 4, 2020 at 3:15pm PDT Þá léku Herra Hnetusmjör og Aron Can fyrir dansi og þeim til halds og trausts var plötusnúðurinn Egill Spegill. Flestir hefðu eflaust talið að hér væri upptalningu lokið á þeim tónlistarmönnum sem spiluðu í afmælisveislunni en svo er alls ekki því Ingó Veðurguð og Páll Óskar voru einnig í þeim hópi. Mikill fjöldi gesta var samankominn í Hörpunni og deildu þeir myndum frá herlegheitunum með myllumerkinu #Auddi40. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem deilt var. View this post on Instagram A post shared by Pálína María Gunnlaugsdóttir (@palina23) on Jul 4, 2020 at 3:28pm PDT View this post on Instagram A post shared by Ingólfur Þórarinsson (@ingo_vedurgud) on Jul 3, 2020 at 11:44am PDT View this post on Instagram A post shared by Unnur Agnes (@unnuragnes) on Jul 4, 2020 at 2:20pm PDT View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on Jul 4, 2020 at 4:26pm PDT View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Margrét Gísladóttir (@johannagisla) on Jul 5, 2020 at 5:07am PDT View this post on Instagram A post shared by Mikael Nikulásson (@kingmikebrown) on Jul 4, 2020 at 3:58pm PDT
Tímamót FM95BLÖ Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira