Óvenju margar kvartanir vegna samkvæmishávaða í heimahúsi komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Alls voru átján slík mál bókuð frá því klukkan 17 í gær til 5 í nótt.
Svo virðist sem að höfuðborgarbúar hafi gert sér glaðan dag í gær en alls komu 100 mál inn á borð lögreglunnar, þar af átján þar sem kvartað var undan samkvæmishávaða, um fimmtungur allra mála.
Flestar kvartanir komu inn á borð lögreglu á Stöð 1 sem sinnir Austurbæ, Miðbænum, Vesturbæ og Seltjarnarnesi. Þarf fengu lögreglumenn alls fjórtán slíkar tilkynningar, flestar úr miðborginni eða hverfi 101.
Tvær slíkar tilkynngar bárust úr Hafnarfirði og þrjár komu inn á borð Stöðvar sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ.