Ef kerfið virkar ekki þarf að breyta kerfinu Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 3. júlí 2020 14:30 Kerfið á að vera hannað fyrir fólk en fólk er ekki til fyrir kerfið. Þetta skrifaði ég í lok maí í grein hér á Vísi vegna óska nokkurra foreldra um að fá að senda börn sín, sem þurfa sérúrræði, í Arnarskóla. Meirihlutinn í Reykjavík gerir sér grein fyrir því að þarfir barna með greiningar og hvers konar fötlun eru æði misjafnar. Því er það mikið ánægjuefni að borgarráð ákvað í gær að leyfa þeim börnum sem sótt höfðu um í Arnarskóla, og uppfylla skilyrði til að komast í skóla með sérúrræði, að komast þar að. Reykvískum börnum í Arnarskóla, sem er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri í Kópavogi, mun því fjölga um helming á komandi skólaári ef foreldrar þeirra óska enn eftir skólavist þar. Í borg eins og Reykjavík býr alls konar fólk, með alls konar þarfir og til þess þarf að taka tillit þegar við, sem störfum í stjórnmálum, tökum ákvarðanir. Meirihlutinn í Reykjavík fagnar fjölbreytileikanum og vill að hann blómstri, að allir fái að njóta sín á eigin forsendum. Kerfum er hægt að breyta ef þau þjóna ekki tilgangi sínum. Foreldrar fatlaðra og langveikra barna eiga ekki að þurfa að koma ítrekað fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifunum sínum þegar þau óska eftir þjónustu eða aðstoð sem þau telja henta sínum börnum best. Því er það líka mikið ánægjuefni að borgarráð samþykkti líka í gær að fyrir 1. desember eigi að leggja fram skýrari viðmið hvað varðar nemendur í sjálfstætt reknum sérúrræðum. Leikreglurnar hjá hinu opinbera eiga alltaf að vera skýrar og kerfin fyrir fötluð og langveik börn eiga að vera hönnuð með þarfir barnanna í huga og hvernig best er hægt að leyfa þeim að blómstra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kerfið á að vera hannað fyrir fólk en fólk er ekki til fyrir kerfið. Þetta skrifaði ég í lok maí í grein hér á Vísi vegna óska nokkurra foreldra um að fá að senda börn sín, sem þurfa sérúrræði, í Arnarskóla. Meirihlutinn í Reykjavík gerir sér grein fyrir því að þarfir barna með greiningar og hvers konar fötlun eru æði misjafnar. Því er það mikið ánægjuefni að borgarráð ákvað í gær að leyfa þeim börnum sem sótt höfðu um í Arnarskóla, og uppfylla skilyrði til að komast í skóla með sérúrræði, að komast þar að. Reykvískum börnum í Arnarskóla, sem er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri í Kópavogi, mun því fjölga um helming á komandi skólaári ef foreldrar þeirra óska enn eftir skólavist þar. Í borg eins og Reykjavík býr alls konar fólk, með alls konar þarfir og til þess þarf að taka tillit þegar við, sem störfum í stjórnmálum, tökum ákvarðanir. Meirihlutinn í Reykjavík fagnar fjölbreytileikanum og vill að hann blómstri, að allir fái að njóta sín á eigin forsendum. Kerfum er hægt að breyta ef þau þjóna ekki tilgangi sínum. Foreldrar fatlaðra og langveikra barna eiga ekki að þurfa að koma ítrekað fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifunum sínum þegar þau óska eftir þjónustu eða aðstoð sem þau telja henta sínum börnum best. Því er það líka mikið ánægjuefni að borgarráð samþykkti líka í gær að fyrir 1. desember eigi að leggja fram skýrari viðmið hvað varðar nemendur í sjálfstætt reknum sérúrræðum. Leikreglurnar hjá hinu opinbera eiga alltaf að vera skýrar og kerfin fyrir fötluð og langveik börn eiga að vera hönnuð með þarfir barnanna í huga og hvernig best er hægt að leyfa þeim að blómstra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar