Einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl eftir vinnuslys í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag. Sá sem slasaðist fékk stálplötur ofan á annan fótinn á sér, að því er segir í dagbók lögreglu. Ekki er frekar greint frá líðan hins slasaða.
Þá var skjólveggur ekinn niður við heimahús í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan eitt. Á þriðja tímanum varð óhapp á rafmagnshlaupahjóli í Hlíðunum í Reykjavík en ekki þurfti að flytja neinn á slysadeild.
Tilkynnt var um innbrot í bifreið í miðbænum, annað innbrot í heimahúsi í vesturbæ og um þrjúleytið var tilkynnt um þjófnað í verslun í Smáralind.