Xi óskar Guðna til hamingju Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 07:17 Xi Jinping, forseti Kína, sést hér vinka. Nordicphotos/AFP Xi Jinping, forseti Kína, óskar íslenskum starfsbróður sínum til hamingju með endurkjörið, en Guðni Th. Jóhannesson hlaut yfirburðakosningu um liðna helgi. Í bréfi sínu til Guðna segir Xi að samband Íslands og Kína hafi styrkst á hinum ýmsu sviðum á undanförnum árum, þökk sé samhentu átaki beggja ríkja. Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafi þau þannig „passað upp á hvort annað,“ eins og Xi orðar það í bréfi sínu sem ríkisfjölmiðillinn Xinhua birtir. Guðni ritaði Xi til að mynda bréf fyrir hönd Íslendinga í apríl þar sem hann sendi kínversku þjóðinni samúðar- og stuðningskveðjur í baráttu þeirra við veiruna. Xi svaraði bréfi Guðna, þakkaði honum fyrir kveðjuna og vonaðist til þess að alþjóðasamfélagið gæti tekið höndum saman svo að ráða megi niðurlögum farsóttarinnar. Formlegt stjórnmálasamband Kína og Íslands fagnar 50 ára afmæli á næsta ári og segir Xi að hann sé tilbúinn að vinna með Guðna svo að tvíhliða samband ríkjanna styrkist enn frekar. Xi hefur verið forseti Kína frá árinu 2012 og hefur sankað að sér valdheimildum í stjórnartíð sinni. Hann er nú talinn einn áhrifamesti leiðtogi alþýðulýðveldisins frá upphafi, til að mynda hefur nafn hans og hugmyndafræði verið færð inn í stjórnarskrá landsins sem er sagður heiður sem aðeins Maó Zedong hafði hlotnast fram að stjórnartíð Xi. Kínverski kommúnistaflokkurinn felldi úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins árið 2018 sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi mun því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilsu til. Sem kunnugt er var Guðni endurkjörinn um liðna helgi með rúmlega 92 prósentum greiddra atkvæða. Kína Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, óskar íslenskum starfsbróður sínum til hamingju með endurkjörið, en Guðni Th. Jóhannesson hlaut yfirburðakosningu um liðna helgi. Í bréfi sínu til Guðna segir Xi að samband Íslands og Kína hafi styrkst á hinum ýmsu sviðum á undanförnum árum, þökk sé samhentu átaki beggja ríkja. Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafi þau þannig „passað upp á hvort annað,“ eins og Xi orðar það í bréfi sínu sem ríkisfjölmiðillinn Xinhua birtir. Guðni ritaði Xi til að mynda bréf fyrir hönd Íslendinga í apríl þar sem hann sendi kínversku þjóðinni samúðar- og stuðningskveðjur í baráttu þeirra við veiruna. Xi svaraði bréfi Guðna, þakkaði honum fyrir kveðjuna og vonaðist til þess að alþjóðasamfélagið gæti tekið höndum saman svo að ráða megi niðurlögum farsóttarinnar. Formlegt stjórnmálasamband Kína og Íslands fagnar 50 ára afmæli á næsta ári og segir Xi að hann sé tilbúinn að vinna með Guðna svo að tvíhliða samband ríkjanna styrkist enn frekar. Xi hefur verið forseti Kína frá árinu 2012 og hefur sankað að sér valdheimildum í stjórnartíð sinni. Hann er nú talinn einn áhrifamesti leiðtogi alþýðulýðveldisins frá upphafi, til að mynda hefur nafn hans og hugmyndafræði verið færð inn í stjórnarskrá landsins sem er sagður heiður sem aðeins Maó Zedong hafði hlotnast fram að stjórnartíð Xi. Kínverski kommúnistaflokkurinn felldi úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins árið 2018 sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi mun því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilsu til. Sem kunnugt er var Guðni endurkjörinn um liðna helgi með rúmlega 92 prósentum greiddra atkvæða.
Kína Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16