Birkir spilaði allan seinni hálfleik þegar Inter slátraði Brescia

Ísak Hallmundarson skrifar
Sanchez skoraði eitt og lagði upp tvö í kvöld.
Sanchez skoraði eitt og lagði upp tvö í kvöld. getty/Mattia Ozbot

Internazionale burstaði botnlið Brescia í ítölsku Seria-A deildinni í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Inter en Birkir Bjarnason kom inn á í hálfleik fyrir Brescia. 

Það voru tveir fyrrum leikmenn Manchester United sem skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Ashley Young skoraði fyrsta mark leiksins strax á 5. mínútu eftir stoðsendingu frá Alexis Sanchez og Sanchez skoraði síðan sjálfur úr vítaspyrnu á 20. mínútu. Danilo D'Ambrosio gerði þriðja mark Inter undir lok fyrri hálfleiks.

Inter hélt áfram að raða inn mörkum í síðari hálfleik. Roberto Gagliardini skoraði snemma eftir hálfleik og á 83. mínútu bætti Christian Eriksen við marki. Antonio Candreva innsiglaði loks sigurinn á 88. mínútu.

Brescia er á botni deildarinnar með 18 stig en Inter er í þriðja sæti með 64 stig, átta stigum á eftir toppliði Juventus. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira