Flugprófanir í þessari viku eitt stærsta skrefið í endurkomu 737 MAX-vélanna Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2020 22:54 Flugvélarnar Hvítserkur, Mývatn, Jökulsárlón og Látrabjarg. Þær eru allar af gerðinni Boeing 737 MAX. Visir/Vilhelm Gunnarsson. Flugprófanir sem hófust í gær á Boeing 737 MAX-þotunni eru sagðar eitt mikilvægasta skrefið í að fá vélina aftur viðurkennda til farþegaflugs. Framvindan næstu vikur getur haft mikla þýðingu fyrir Icelandair, sem er með sex MAX-vélar kyrrsettar og á tíu pantaðar til viðbótar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tilraunaflugmenn bandarísku flugmálastjórnarinnar sátu undir stýri þegar 737 MAX-þotan hóf sig til flugs frá Boeing-vellinum utan við Seattle í Washington-ríki. Flugsérfræðingur AP-fréttastofunnar, David Koenig, lýsti fluginu sem upphafinu að síðasta stóra áfanganum áður en Boeing fengi vottun bandarískra flugmálayfirvalda fyrir flughæfi vélarinnar. Hann telur að ef reynsluflugin gangi vel geti Maxinn verið komin með grænt ljós eftir tvo mánuði. MAX-vélin í fyrsta flugtaki reynsluflugsins á Boeing-vellinum í Washington-ríki í gær.AP/Komonews.com. Kyrrsetning MAX-vélanna fyrir fimmtán mánuðum, eftir tvö flugslys sem kostuðu alls 346 manns lífið í Eþíópíu og Indónesíu, hefur leitt til fjárhagshruns Boeing-fyrirtækisins, sakamálarannsóknar og skaðabótamála, sem ekki sér fyrir endann á. Flugfélög sem komin voru með MAX-vélar í rekstur lentu einnig í hremmingum og hafa þurft að sækja bætur til Boeing. Icelandair var búið að fá sex MAX-þotur afhentar og á tíu pantaðar til viðbótar. Viðræður um efndir þeirra samninga og um frekari bætur frá Boeing eru núna hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair fyrir væntanlegt hlutafjárútboð. Reynsluflugin núna eru talin munu standa í þrjá daga. Notuð er stysta gerðin, 737 MAX-7, og er sérstakur rannsóknarbúnaður um borð. Tilraunaflugmenn munu reyna þotuna til hins ítrasta, taka hana í bratt klifur og krappar beygjur en einnig framkvæma fjölda snertilendinga. Megintilgangurinn er þó að láta reyna á nýja uppfærslu MCAS-hugbúnaðarins, sem talinn er helsti orsakavaldar flugslysanna. Stysta gerð MAX-vélanna, 737 MAX-7, er notuð í tilraunafluginu.Mynd/Boeing. Boeing-fyrirtækið hefur sjálft staðið fyrir eigin flugprófunum á MAX, bæði í flughermi og raunverulegu flugi. Það að Boeing hefji núna vottunarflug með eftirlitsstofnun þykir benda til þess að félagið telji sig hafa fullvissu fyrir því að búið sé að leysa tæknileg vandamál flugvélarinnar, - það yrði enda mikil niðurlæging ef bandaríska flugmálastjórnin myndi á þessum tímapunkti gera fyrirtækið afturreka með vélina. Heppnist reynsluflugin yrði framhaldið það að sérfræðingar flugmálayfirvalda munu taka sér tíma, jafnvel nokkrar vikur, í að greina þau rannsóknargögn, sem koma úr flugprófununum. Næsta skref yrði líklega það að flugmálastjóri Bandaríkjanna, Steve Dickson, sem er fyrrverandi orustuflugmaður, fljúgi sjálfur vélinni, eins og hann hafði lofað að gera áður en hann myndi ábyrgjast vottun hennar, en hann á baki flugstjóraferil á Boeing-þotum, þar á meðal á 737. Lokaskrefið yrði svo að eftirlitsstofnanir samþykktu nýja þjálfunaráætlun flugmanna, sem flugmenn myndu síðan gangast undir áður en þeir færu að fljúga með farþega. Boeing 737 MAX komin á loft í fyrsta vottunarfluginu í Seattle í gær.AP/Komonews.com Þótt vottun fáist í Bandaríkjunum hafa flugmálayfirvöld í Evrópu og öðrum heimsálfum ákveðið að leggja sjálfstætt mat á flughæfi 737 MAX. Þau kynnu að krefjast viðbótarbreytinga áður en þau heimila endurkomu vélanna til sinna landa. Rætt var við þá Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, og Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóra, um Boeing og MAX í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. 29. júní 2020 21:06 Telur Icelandair ekki lifa af krísuna án ríkisaðstoðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn á að það takist að bjarga félaginu enda sé ekkert vit í öðru. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, telur það ekki gerast án ríkisaðstoðar. 29. júní 2020 22:34 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Flugprófanir sem hófust í gær á Boeing 737 MAX-þotunni eru sagðar eitt mikilvægasta skrefið í að fá vélina aftur viðurkennda til farþegaflugs. Framvindan næstu vikur getur haft mikla þýðingu fyrir Icelandair, sem er með sex MAX-vélar kyrrsettar og á tíu pantaðar til viðbótar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tilraunaflugmenn bandarísku flugmálastjórnarinnar sátu undir stýri þegar 737 MAX-þotan hóf sig til flugs frá Boeing-vellinum utan við Seattle í Washington-ríki. Flugsérfræðingur AP-fréttastofunnar, David Koenig, lýsti fluginu sem upphafinu að síðasta stóra áfanganum áður en Boeing fengi vottun bandarískra flugmálayfirvalda fyrir flughæfi vélarinnar. Hann telur að ef reynsluflugin gangi vel geti Maxinn verið komin með grænt ljós eftir tvo mánuði. MAX-vélin í fyrsta flugtaki reynsluflugsins á Boeing-vellinum í Washington-ríki í gær.AP/Komonews.com. Kyrrsetning MAX-vélanna fyrir fimmtán mánuðum, eftir tvö flugslys sem kostuðu alls 346 manns lífið í Eþíópíu og Indónesíu, hefur leitt til fjárhagshruns Boeing-fyrirtækisins, sakamálarannsóknar og skaðabótamála, sem ekki sér fyrir endann á. Flugfélög sem komin voru með MAX-vélar í rekstur lentu einnig í hremmingum og hafa þurft að sækja bætur til Boeing. Icelandair var búið að fá sex MAX-þotur afhentar og á tíu pantaðar til viðbótar. Viðræður um efndir þeirra samninga og um frekari bætur frá Boeing eru núna hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair fyrir væntanlegt hlutafjárútboð. Reynsluflugin núna eru talin munu standa í þrjá daga. Notuð er stysta gerðin, 737 MAX-7, og er sérstakur rannsóknarbúnaður um borð. Tilraunaflugmenn munu reyna þotuna til hins ítrasta, taka hana í bratt klifur og krappar beygjur en einnig framkvæma fjölda snertilendinga. Megintilgangurinn er þó að láta reyna á nýja uppfærslu MCAS-hugbúnaðarins, sem talinn er helsti orsakavaldar flugslysanna. Stysta gerð MAX-vélanna, 737 MAX-7, er notuð í tilraunafluginu.Mynd/Boeing. Boeing-fyrirtækið hefur sjálft staðið fyrir eigin flugprófunum á MAX, bæði í flughermi og raunverulegu flugi. Það að Boeing hefji núna vottunarflug með eftirlitsstofnun þykir benda til þess að félagið telji sig hafa fullvissu fyrir því að búið sé að leysa tæknileg vandamál flugvélarinnar, - það yrði enda mikil niðurlæging ef bandaríska flugmálastjórnin myndi á þessum tímapunkti gera fyrirtækið afturreka með vélina. Heppnist reynsluflugin yrði framhaldið það að sérfræðingar flugmálayfirvalda munu taka sér tíma, jafnvel nokkrar vikur, í að greina þau rannsóknargögn, sem koma úr flugprófununum. Næsta skref yrði líklega það að flugmálastjóri Bandaríkjanna, Steve Dickson, sem er fyrrverandi orustuflugmaður, fljúgi sjálfur vélinni, eins og hann hafði lofað að gera áður en hann myndi ábyrgjast vottun hennar, en hann á baki flugstjóraferil á Boeing-þotum, þar á meðal á 737. Lokaskrefið yrði svo að eftirlitsstofnanir samþykktu nýja þjálfunaráætlun flugmanna, sem flugmenn myndu síðan gangast undir áður en þeir færu að fljúga með farþega. Boeing 737 MAX komin á loft í fyrsta vottunarfluginu í Seattle í gær.AP/Komonews.com Þótt vottun fáist í Bandaríkjunum hafa flugmálayfirvöld í Evrópu og öðrum heimsálfum ákveðið að leggja sjálfstætt mat á flughæfi 737 MAX. Þau kynnu að krefjast viðbótarbreytinga áður en þau heimila endurkomu vélanna til sinna landa. Rætt var við þá Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, og Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóra, um Boeing og MAX í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. 29. júní 2020 21:06 Telur Icelandair ekki lifa af krísuna án ríkisaðstoðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn á að það takist að bjarga félaginu enda sé ekkert vit í öðru. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, telur það ekki gerast án ríkisaðstoðar. 29. júní 2020 22:34 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. 29. júní 2020 21:06
Telur Icelandair ekki lifa af krísuna án ríkisaðstoðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn á að það takist að bjarga félaginu enda sé ekkert vit í öðru. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, telur það ekki gerast án ríkisaðstoðar. 29. júní 2020 22:34