Fótbrotið sem markar lok ferilsins: „Fórum báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2020 13:03 Helgi Valur Daníelsson fluttur fótbrotinn af velli í gær. vísir/vilhelm „Það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur,“ segir Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í fótbolta og elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar, sem fjórfótbrotnaði í sigrinum á Gróttu í gær. Helgi Valur verður 39 ára í næsta mánuði en hefur verið lykilmaður í Fylkisliðinu og átti mjög gott tímabil í fyrra. Hann tók sér þrjú ár í hlé frá fótbolta eftir langan atvinnumannsferil og sneri svo aftur í boltann með Fylki 2018. Helgi hefur því áður synt á móti straumnum og komist í land, en viðurkennir að í dag sé erfitt að sjá að hann spili aftur fótbolta í efstu deild. Hann verði þó áfram viðloðandi Fylkisliðið, að minnsta kosti á þessu tímabili. „Ég sagði við Óla [Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara] að ég gæti verið aðstoðarmaður aðstoðarmanns,“ segir Helgi Valur léttur, en bætir við: „Vonandi get ég verið áfram í kringum þetta. Þó svo að maður spili ekki aftur þá vill maður líka koma sér í stand og ég geri það í gegnum Fylki.“ Helgi Valur segir ekki hægt að kenna of stuttu undirbúningstímabili eða öðru en óheppni um meiðslin. Hér að neðan má sjá þegar hann meiddist. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Helgi Valur fótbrotnaði gegn Gróttu „Ég held að boltinn hafi verið akkúrat á milli. Við fórum bara báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig. Þetta var bara tækling sem ég hef ekki áður farið í eða lent í. Þetta var bara óheppni. Maður gleymdi sér í mómentinu og ætlaði að vinna boltann. Maður getur ekki kennt æfingum eða undirlagi vallarins eða öðru um þetta,“ segir Helgi Valur. „Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður eftir aðgerðina, hversu lengi það tekur að jafna sig. Ég er lítið að pæla í því akkúrat núna. Vonandi eru þetta 3-4 mánuðir en það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur.“ Vona innilega að Helgi Valur sé ekki illa meiddur. Mikilvægur fyrir Fylki og miklvægur fyrir íslenska knattspyrnu. Gæi sem gefur af sér til ungra leikmanna og þeir missa af mikilvægum skóla ef þeir missa hann. Mest af öllu er hann toppmaður og á allt gott skilið— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) June 29, 2020 Helgi Valur, sem á að baki 33 A-landsleiki, skoraði fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra og sýndi að eftir langt hlé frá fótboltanum átti hann enn nóg inni. Hann kveðst þakklátur fyrir síðasta ár sem nú lítur út fyrir að hafi verið hans síðasta heila tímabil. „Það var fínt að ég hélst heill í fyrra og spilaði megnið af leikjunum. Þó að gengi liðsins væri erfitt þá naut ég þess að spila, og það var gaman að skora nokkur mörk og svona. Það er mest svekkjandi núna að hafa lagt svona mikið á sig í vetur og vera kominn á fullu inn í þetta. Þegar ég kom fyrst aftur 2018 sleit ég einhverja festingu í lærinu og píndi mig í raun bara áfram það tímabil, en svo náði ég alla vega einu fínu tímabili í fyrra sem ég er þakklátur fyrir.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
„Það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur,“ segir Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í fótbolta og elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar, sem fjórfótbrotnaði í sigrinum á Gróttu í gær. Helgi Valur verður 39 ára í næsta mánuði en hefur verið lykilmaður í Fylkisliðinu og átti mjög gott tímabil í fyrra. Hann tók sér þrjú ár í hlé frá fótbolta eftir langan atvinnumannsferil og sneri svo aftur í boltann með Fylki 2018. Helgi hefur því áður synt á móti straumnum og komist í land, en viðurkennir að í dag sé erfitt að sjá að hann spili aftur fótbolta í efstu deild. Hann verði þó áfram viðloðandi Fylkisliðið, að minnsta kosti á þessu tímabili. „Ég sagði við Óla [Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara] að ég gæti verið aðstoðarmaður aðstoðarmanns,“ segir Helgi Valur léttur, en bætir við: „Vonandi get ég verið áfram í kringum þetta. Þó svo að maður spili ekki aftur þá vill maður líka koma sér í stand og ég geri það í gegnum Fylki.“ Helgi Valur segir ekki hægt að kenna of stuttu undirbúningstímabili eða öðru en óheppni um meiðslin. Hér að neðan má sjá þegar hann meiddist. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Helgi Valur fótbrotnaði gegn Gróttu „Ég held að boltinn hafi verið akkúrat á milli. Við fórum bara báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig. Þetta var bara tækling sem ég hef ekki áður farið í eða lent í. Þetta var bara óheppni. Maður gleymdi sér í mómentinu og ætlaði að vinna boltann. Maður getur ekki kennt æfingum eða undirlagi vallarins eða öðru um þetta,“ segir Helgi Valur. „Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður eftir aðgerðina, hversu lengi það tekur að jafna sig. Ég er lítið að pæla í því akkúrat núna. Vonandi eru þetta 3-4 mánuðir en það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur.“ Vona innilega að Helgi Valur sé ekki illa meiddur. Mikilvægur fyrir Fylki og miklvægur fyrir íslenska knattspyrnu. Gæi sem gefur af sér til ungra leikmanna og þeir missa af mikilvægum skóla ef þeir missa hann. Mest af öllu er hann toppmaður og á allt gott skilið— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) June 29, 2020 Helgi Valur, sem á að baki 33 A-landsleiki, skoraði fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra og sýndi að eftir langt hlé frá fótboltanum átti hann enn nóg inni. Hann kveðst þakklátur fyrir síðasta ár sem nú lítur út fyrir að hafi verið hans síðasta heila tímabil. „Það var fínt að ég hélst heill í fyrra og spilaði megnið af leikjunum. Þó að gengi liðsins væri erfitt þá naut ég þess að spila, og það var gaman að skora nokkur mörk og svona. Það er mest svekkjandi núna að hafa lagt svona mikið á sig í vetur og vera kominn á fullu inn í þetta. Þegar ég kom fyrst aftur 2018 sleit ég einhverja festingu í lærinu og píndi mig í raun bara áfram það tímabil, en svo náði ég alla vega einu fínu tímabili í fyrra sem ég er þakklátur fyrir.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki