Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2020 10:03 Björn Steinbekk var í einlægu viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Skjáskot „Ég hef farið inn á geðdeild og beðið um hjálp tvisvar sinnum, í seinna skiptið ætlaði ég að drepa mig og það eru bara fjögur ár síðan,“ segir Björn Steinbekk. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Í viðtalinu ræða Sölvi og Björn meðal annars um EM miðamálið, tónleikahaldið, drykkjuna og margt fleira. Björn viðurkennir að það sumar hafi hann verið mest hataðasti maður Íslands. „Skiljanlega, ég gerði bara gjörsamlega upp á bak, “ segir Björn um miðamálið umdeilda. Björn komst í fréttirnar árið 2016 þegar hann hafði selt hundruðum Íslendinga miða á EM í fótbolta í sem hann gat svo ekki afhent í Frakklandi. „Ég klúðraði málunum, bara klúðraði því. Ég held að það líði ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um hvað ég lét mörgum líða illa. Hvað ofboðslega mikið af fólki varð fyrir vonbrigðum.“ Átti hann ekki aðeins við um þá sem keyptu af honum miða heldur líka alla þá sem trúðu á hann, þekktu hann og treystu honum. „En ég bara kom mér í þessar aðstæður.“ Svikinn af besta vininum Björn segir í viðtalinu að hann hafi brugðist fólki og því hafi verið skiljanlegt að fólk hafi verið reitt og sárt. „Ég hugsa um þetta á hverjum degi, dreymi þetta. Ég sé fólkið toga í mig og konuna mína, ég meina börnin mín voru þarna. Fólk veit það ekki, þau voru á leiknum. Þau urðu vitni að þessu, sex og tíu ára. Ég meina hvaða maður kemur með börnin sín á fótboltaleik ef hann ætlar að svíkja 456 manns.“ Hann segist ekki hafa ráðið við aðstæðurnar. „En það versta við þetta var náttúrulega, að besti vinur minn sveik mig. Þetta var bara ömurlegt.“ Björn grætur þegar hann ræðir þennan tíma, en í nóvember árið 2016 kláraði hann batteríin og byrjaði að skrifa kveðjubréf. „Ég ætlaði bara að klára þetta en sem betur fer þá fór ég bara niður á geðdeild.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan en þátturinn í heild sinni er kominn á Youtube. Klippa: Podcast með Sölva Tryggva - Björn Steinbekk Podcast með Sölva Tryggva EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu“ Jóhannes Kr Kristjánsson blaðamaður og Sævar Guðmundsson leikstjóri hafa elt þríeykið svokallaða baksviðs undanfarna mánuði til þess að gera heimildarþætti um Covid faraldurinn á Íslandi. 25. júní 2020 13:30 Léttist um þrettán kíló á einum mánuði og skeit blóði Aron Már Ólafsson er einn efnilegasti leikari þjóðarinnar og hefur um langt skeið verið ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands. 24. júní 2020 12:29 „Ranka við mér frammi á gangi með einhverja fjóra, fimm lækna á bakinu að sprauta mig niður“ Leikarinn Aron Már Ólafsson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar talar hann við leikarann í tæplega tvær klukkustundir um allt milli himins og jarðar. 23. júní 2020 11:28 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Ég hef farið inn á geðdeild og beðið um hjálp tvisvar sinnum, í seinna skiptið ætlaði ég að drepa mig og það eru bara fjögur ár síðan,“ segir Björn Steinbekk. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Í viðtalinu ræða Sölvi og Björn meðal annars um EM miðamálið, tónleikahaldið, drykkjuna og margt fleira. Björn viðurkennir að það sumar hafi hann verið mest hataðasti maður Íslands. „Skiljanlega, ég gerði bara gjörsamlega upp á bak, “ segir Björn um miðamálið umdeilda. Björn komst í fréttirnar árið 2016 þegar hann hafði selt hundruðum Íslendinga miða á EM í fótbolta í sem hann gat svo ekki afhent í Frakklandi. „Ég klúðraði málunum, bara klúðraði því. Ég held að það líði ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um hvað ég lét mörgum líða illa. Hvað ofboðslega mikið af fólki varð fyrir vonbrigðum.“ Átti hann ekki aðeins við um þá sem keyptu af honum miða heldur líka alla þá sem trúðu á hann, þekktu hann og treystu honum. „En ég bara kom mér í þessar aðstæður.“ Svikinn af besta vininum Björn segir í viðtalinu að hann hafi brugðist fólki og því hafi verið skiljanlegt að fólk hafi verið reitt og sárt. „Ég hugsa um þetta á hverjum degi, dreymi þetta. Ég sé fólkið toga í mig og konuna mína, ég meina börnin mín voru þarna. Fólk veit það ekki, þau voru á leiknum. Þau urðu vitni að þessu, sex og tíu ára. Ég meina hvaða maður kemur með börnin sín á fótboltaleik ef hann ætlar að svíkja 456 manns.“ Hann segist ekki hafa ráðið við aðstæðurnar. „En það versta við þetta var náttúrulega, að besti vinur minn sveik mig. Þetta var bara ömurlegt.“ Björn grætur þegar hann ræðir þennan tíma, en í nóvember árið 2016 kláraði hann batteríin og byrjaði að skrifa kveðjubréf. „Ég ætlaði bara að klára þetta en sem betur fer þá fór ég bara niður á geðdeild.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan en þátturinn í heild sinni er kominn á Youtube. Klippa: Podcast með Sölva Tryggva - Björn Steinbekk
Podcast með Sölva Tryggva EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu“ Jóhannes Kr Kristjánsson blaðamaður og Sævar Guðmundsson leikstjóri hafa elt þríeykið svokallaða baksviðs undanfarna mánuði til þess að gera heimildarþætti um Covid faraldurinn á Íslandi. 25. júní 2020 13:30 Léttist um þrettán kíló á einum mánuði og skeit blóði Aron Már Ólafsson er einn efnilegasti leikari þjóðarinnar og hefur um langt skeið verið ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands. 24. júní 2020 12:29 „Ranka við mér frammi á gangi með einhverja fjóra, fimm lækna á bakinu að sprauta mig niður“ Leikarinn Aron Már Ólafsson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar talar hann við leikarann í tæplega tvær klukkustundir um allt milli himins og jarðar. 23. júní 2020 11:28 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu“ Jóhannes Kr Kristjánsson blaðamaður og Sævar Guðmundsson leikstjóri hafa elt þríeykið svokallaða baksviðs undanfarna mánuði til þess að gera heimildarþætti um Covid faraldurinn á Íslandi. 25. júní 2020 13:30
Léttist um þrettán kíló á einum mánuði og skeit blóði Aron Már Ólafsson er einn efnilegasti leikari þjóðarinnar og hefur um langt skeið verið ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands. 24. júní 2020 12:29
„Ranka við mér frammi á gangi með einhverja fjóra, fimm lækna á bakinu að sprauta mig niður“ Leikarinn Aron Már Ólafsson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar talar hann við leikarann í tæplega tvær klukkustundir um allt milli himins og jarðar. 23. júní 2020 11:28