Vildi ekki fara til Manchester City og er nú atvinnulaus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2020 22:15 Celades virtist frekar týndur í leiknum gegn Villareal í gær. Jose Miguel Fernandez/Getty Images Valencia, sem leikur í spænsku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að losa Albert Celades, þjálfara félagsins, undan samningi en gengið liðsins hefur ekki verið sem skyldi á þessari leiktíð. Ákvörðunin er tekin í kjölfar slæmra úrslita fyrir og eftir pásuna sem var gerð vegna kórónufaraldursins. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og þá hefur það ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir. COMUNICADO OFICIAL https://t.co/dVfbp5uM0n pic.twitter.com/hgfh0VUCR5— Valencia CF #AMUNTWorld (@valenciacf) June 29, 2020 Valencia er sem stendur í 8. sæti spænsku deildarinnar, þremur stigum á eftir Getafe sem er í 6. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Getafe og Real Sociedad - sem er í 7. sæti - eiga bæði leik til góða á Valencia. Hinn 44 ára gamli Celades – sem lék yfir 120 leiki fyrir Real Madrid og Barcelona á ferlinum ásamt því að – tók við sem aðalþjálfari Valencia fyrir tímabilið sem nú er í gangi. Þar áður hafði hann þjálfað yngri landslið Spánar áður en hann varð aðstoðarmaður Vincent Del Bosque hjá A-landsliðinu. Þaðan lá leiðin yfir í þjálfarateymi Real Madrid og sumarið 2019 fékk hann sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari. Talið er að Pep Guardiola hafi viljað fá Celades sér við hlið eftir að Mikel Arteta tók við Arsenal en Celades var ekki tilbúinn að fara úr því að vera aðalþjálfari í að vera aðstoðarþjálfari aftur. Juanma Lillo var á endanum ráðinn í starfið. Frá því að Unai Emery yfirgaf Valencia árið 2012 hafa alls 13 menn þjálfað aðallið félagsins. Voro González tekur við Valencia út þessa leiktíð en þetta er í þriðja sinn sem hann gerist bráðabirgðastjóri liðsins. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Valencia, sem leikur í spænsku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að losa Albert Celades, þjálfara félagsins, undan samningi en gengið liðsins hefur ekki verið sem skyldi á þessari leiktíð. Ákvörðunin er tekin í kjölfar slæmra úrslita fyrir og eftir pásuna sem var gerð vegna kórónufaraldursins. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og þá hefur það ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir. COMUNICADO OFICIAL https://t.co/dVfbp5uM0n pic.twitter.com/hgfh0VUCR5— Valencia CF #AMUNTWorld (@valenciacf) June 29, 2020 Valencia er sem stendur í 8. sæti spænsku deildarinnar, þremur stigum á eftir Getafe sem er í 6. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Getafe og Real Sociedad - sem er í 7. sæti - eiga bæði leik til góða á Valencia. Hinn 44 ára gamli Celades – sem lék yfir 120 leiki fyrir Real Madrid og Barcelona á ferlinum ásamt því að – tók við sem aðalþjálfari Valencia fyrir tímabilið sem nú er í gangi. Þar áður hafði hann þjálfað yngri landslið Spánar áður en hann varð aðstoðarmaður Vincent Del Bosque hjá A-landsliðinu. Þaðan lá leiðin yfir í þjálfarateymi Real Madrid og sumarið 2019 fékk hann sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari. Talið er að Pep Guardiola hafi viljað fá Celades sér við hlið eftir að Mikel Arteta tók við Arsenal en Celades var ekki tilbúinn að fara úr því að vera aðalþjálfari í að vera aðstoðarþjálfari aftur. Juanma Lillo var á endanum ráðinn í starfið. Frá því að Unai Emery yfirgaf Valencia árið 2012 hafa alls 13 menn þjálfað aðallið félagsins. Voro González tekur við Valencia út þessa leiktíð en þetta er í þriðja sinn sem hann gerist bráðabirgðastjóri liðsins.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira