Græningjar unnu sigra í frönsku sveitarstjórnarkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2020 08:49 Anne Hidalgo hefur gengt embætti borgarstjóra Parísar frá árinu 2014 og mun gera það áfram. EPA Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Frakklandi í gær þar sem kjörsókn reyndist lítil en stjórnarandstöðuflokkar unnu víða sigra. Græningjaflokkum gekk sérstaklega vel, en hægri popúlistaflokkurinn Þjóðfylkingin vann einnig sigur í stóru sveitarfélagi. Sósíalistinn Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, verður áfram borgarstjóri og sagði kjósendur hafa greitt atkvæði með voninni og þeirri vegferð að gera París að borg sem „andi“ og að borg þar sem gott sé að búa í og enginn sé skilinn útundan. Hidalgo hefur stýrt borginni frá árinu 2014 og vakið athygli fyrir stefnu sína, sér í lagi í umhverfismálum. Hún hefur unnið markvisst að því að takmarka bílaumferð miðsvæðis í borginni. BBC segir frá því að græningjaflokkar hafi unnið mikla og nokkuð óvænta sigra meðal annars í stórborgunum Marseille, Lyon, Besançon, Nancy, Bordeaux og Strasbourg. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fór síðari umferð kosninganna fram heilum þremur mánuðum eftir þá fyrri og reyndist kjörsóknin nú lág, eða 40 prósent og hefur aldrei verið minni. LREM, flokkur Emmanuel Macron forseta, tókst ekki að vinna sigur í nokkurri stórborg, en vitað var að flokkurinn nýtur ekki nærri því eins mikilla vinsælda á sveitarstjórnarstigi og hann gerir á landsvísu. Þá vakti athygli að fulltrúi Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, vann sigur í stóru sveitarfélagi – Perpignan í suðurhluta landsins, með sína 120 þúsund íbúa. Er þetta í fyrsta inn í tvo áratugi sem flokkurinn vinnur sigur í sveitarfélagi með yfir 100 þúsund íbúa. Frakkland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Frakklandi í gær þar sem kjörsókn reyndist lítil en stjórnarandstöðuflokkar unnu víða sigra. Græningjaflokkum gekk sérstaklega vel, en hægri popúlistaflokkurinn Þjóðfylkingin vann einnig sigur í stóru sveitarfélagi. Sósíalistinn Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, verður áfram borgarstjóri og sagði kjósendur hafa greitt atkvæði með voninni og þeirri vegferð að gera París að borg sem „andi“ og að borg þar sem gott sé að búa í og enginn sé skilinn útundan. Hidalgo hefur stýrt borginni frá árinu 2014 og vakið athygli fyrir stefnu sína, sér í lagi í umhverfismálum. Hún hefur unnið markvisst að því að takmarka bílaumferð miðsvæðis í borginni. BBC segir frá því að græningjaflokkar hafi unnið mikla og nokkuð óvænta sigra meðal annars í stórborgunum Marseille, Lyon, Besançon, Nancy, Bordeaux og Strasbourg. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fór síðari umferð kosninganna fram heilum þremur mánuðum eftir þá fyrri og reyndist kjörsóknin nú lág, eða 40 prósent og hefur aldrei verið minni. LREM, flokkur Emmanuel Macron forseta, tókst ekki að vinna sigur í nokkurri stórborg, en vitað var að flokkurinn nýtur ekki nærri því eins mikilla vinsælda á sveitarstjórnarstigi og hann gerir á landsvísu. Þá vakti athygli að fulltrúi Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, vann sigur í stóru sveitarfélagi – Perpignan í suðurhluta landsins, með sína 120 þúsund íbúa. Er þetta í fyrsta inn í tvo áratugi sem flokkurinn vinnur sigur í sveitarfélagi með yfir 100 þúsund íbúa.
Frakkland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira