Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland þegar liðið heimsótti FCK í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Sory Kaba kom Midtjylland yfir eftir rúmlega hálftíma leik og leiddu gestirnir í leikhléi.
Mikael var skipt af velli á 75.mínútu en Lasse Vibe tvöfaldaði forystuna fyrir Midtjylland á 86.mínútu. Paulinho varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á lokamínútu venjulegs leiktíma og lokatölur því 1-2 fyrir Midtjylland.
Ragnar Sigurðsson var ónotaður varamaður hjá FCK.