Ráðherra segir stöðuna þunga eftir lokun PCC Sylvía Hall og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. júní 2020 23:44 Fjármálaráðherra vonar að öll sú uppbygging sem fram hefur farið á Bakka verði til þess að kísislmálmverksmiðjan þar eigi framtíðina fyrir sér. Það er þungt yfir á Húsavík eftir að tilkynnt um tímabundna lokun kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Um 80 af 110 starfsmönnum missa vinnnuna. Forstjóri PCC baðst undan viðtali í dag og segist ekki vita hvenær markaðir glæðist á ný svo hægt verði að opna aftur. Fjármálaráðherra segir stöðuna þunga í sveitarfélaginu eftir ágætan uppgang. „Þess vegna má segja að þetta nærsamfélag þarna sé að verða fyrir tvöföldu áfalli, með því að ferðaþjónustan er að skreppa svona mikið saman á sama tíma og þetta er að gerast,“ segir Bjarni Benediktsson. Áhyggjur ráðherra kristallast í tölum um skipakomur í Húsavíkurhöfn. Árið 2013 komu þrjú flutningaskip í höfnina. Árið 2018 þegar starfsemi PCC hófst voru þau 64, á síðasta ári 65. Þeim mun líklega fara fækkandi eftir lokun PCC. Þá er aðeins reiknað með sex farþegaskipum þetta árið og búast má við fækkun á komu flutningaskipa eftir lokun PCC. Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar á hafnarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Til að mynda greiddi ríkið 3,5 milljarða fyrir jarðgöng sem tengja Bakka við hafnarsvæðið. Ráðherra vonar þó til þess að þessi uppbygging skili sínu. „Þetta aðgengi að orkunni sem þarna er, ágætis hafnaraðstaða og öll uppbyggingin sem þegar er komin, það gefur manni tilefni til að vera bjartsýnn á að þetta fyrirtæki eigi framtíð og atvinnusvæðið allt á Bakka.“ Norðurþing Tengdar fréttir Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Fjármálaráðherra vonar að öll sú uppbygging sem fram hefur farið á Bakka verði til þess að kísislmálmverksmiðjan þar eigi framtíðina fyrir sér. Það er þungt yfir á Húsavík eftir að tilkynnt um tímabundna lokun kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Um 80 af 110 starfsmönnum missa vinnnuna. Forstjóri PCC baðst undan viðtali í dag og segist ekki vita hvenær markaðir glæðist á ný svo hægt verði að opna aftur. Fjármálaráðherra segir stöðuna þunga í sveitarfélaginu eftir ágætan uppgang. „Þess vegna má segja að þetta nærsamfélag þarna sé að verða fyrir tvöföldu áfalli, með því að ferðaþjónustan er að skreppa svona mikið saman á sama tíma og þetta er að gerast,“ segir Bjarni Benediktsson. Áhyggjur ráðherra kristallast í tölum um skipakomur í Húsavíkurhöfn. Árið 2013 komu þrjú flutningaskip í höfnina. Árið 2018 þegar starfsemi PCC hófst voru þau 64, á síðasta ári 65. Þeim mun líklega fara fækkandi eftir lokun PCC. Þá er aðeins reiknað með sex farþegaskipum þetta árið og búast má við fækkun á komu flutningaskipa eftir lokun PCC. Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar á hafnarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Til að mynda greiddi ríkið 3,5 milljarða fyrir jarðgöng sem tengja Bakka við hafnarsvæðið. Ráðherra vonar þó til þess að þessi uppbygging skili sínu. „Þetta aðgengi að orkunni sem þarna er, ágætis hafnaraðstaða og öll uppbyggingin sem þegar er komin, það gefur manni tilefni til að vera bjartsýnn á að þetta fyrirtæki eigi framtíð og atvinnusvæðið allt á Bakka.“
Norðurþing Tengdar fréttir Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39