Íþróttir og forsetaembættið Dr. Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 26. júní 2020 15:51 Mikill meirihluti íslenskra barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Viðamiklar íslenskar rannsóknir á vegum Rannsókna og greiningar hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi þessa starfs fyrir börnin og unglingana okkar. Þau börn sem eru í skipulögðu íþróttastarfi eru ólíklegri til að drekka áfengi, þau reykja síður, nota síður nikótínvörur og þau eru ólíklegri til að neyta ólöglegra vímuefna en þeir sem ekki stunda skipulagt íþróttastarf. Íþróttaungmennin okkar eru líka með jákvæðari líkamsímynd, þeir meta andlega og líkamlega heilsu sína betri og líta framtíðina bjartari augum en þeir sem ekki taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Það sem meira er, langflestum börnunum finnst skemmtilegt að stunda íþróttir og þau eru ánægð með þjálfarana sína. Íslenskt íþróttastarf hefur ekki bara þessu ofboðslegu jákvæðu áhrif á ungmennin okkar heldur er fátt sem sameinar okkur Íslendinga betur er afreksíþróttafólkið okkar. Þegar strákarnir og stelpurnar okkar keppa fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu þá gleymum við hinu daglega þrasi flykkjumst öll sem eitt á bak við okkar fólk og styðjum það af öllum okkar mætti. Við hyllum það líka þegar vel gengur, hyllum það ekki endilega fyrir að hafa sigrað, fengið gull, við hyllum það fyrir að hafa lagt sig alla fram, hafa aldrei gefist upp, sýnt vinnusemi og djörfung og dug. Okkar afreksfólk eru þannig góðar fyrirmyndir fyrir ungviðið, auka áhuga þeirra á að stunda íþróttir sem aftur eykur lífsgæði ungmennanna og lýðheilsu. Á laugardaginn fáum við tækifæri til að nýta þann dýrmæta rétt sem kosningarétturinn er. Þegar við kjósum forseta lýðveldisins erum við líka að kjósa verndara Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) en ÍSÍ og UMFÍ mynda íþróttahreyfingu landsins. Þar sem skipulagt íþróttastarf er svo afskaplega mikilvægt fyrir ungmennin okkar og okkur öll skiptir máli að forseti Íslands, verndari ÍSÍ og UMFÍ, sé einstaklingur sem hlúir að og sýnir íþróttahreyfingunni alla þá athygli og stuðning sem hún á skilið. Það hefur Guðni Th. Jóhannesson svo sannarlega gert síðustu fjögur ár og í raun alla tíð. Hann mætir á íþróttaviðburði hjá börnum sem og fullorðnum, afreksmönnum sem áhugamönnum. Hann hefur verið boðinn og búinn að styðja við íþróttastarf á allan þann hátt sem forseti getur. Vegna þessa og reyndar vegna margra annarra kosta Guðna Th. mun ég kjósa hann næstkomandi Laugardag og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti íslenskra barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Viðamiklar íslenskar rannsóknir á vegum Rannsókna og greiningar hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi þessa starfs fyrir börnin og unglingana okkar. Þau börn sem eru í skipulögðu íþróttastarfi eru ólíklegri til að drekka áfengi, þau reykja síður, nota síður nikótínvörur og þau eru ólíklegri til að neyta ólöglegra vímuefna en þeir sem ekki stunda skipulagt íþróttastarf. Íþróttaungmennin okkar eru líka með jákvæðari líkamsímynd, þeir meta andlega og líkamlega heilsu sína betri og líta framtíðina bjartari augum en þeir sem ekki taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Það sem meira er, langflestum börnunum finnst skemmtilegt að stunda íþróttir og þau eru ánægð með þjálfarana sína. Íslenskt íþróttastarf hefur ekki bara þessu ofboðslegu jákvæðu áhrif á ungmennin okkar heldur er fátt sem sameinar okkur Íslendinga betur er afreksíþróttafólkið okkar. Þegar strákarnir og stelpurnar okkar keppa fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu þá gleymum við hinu daglega þrasi flykkjumst öll sem eitt á bak við okkar fólk og styðjum það af öllum okkar mætti. Við hyllum það líka þegar vel gengur, hyllum það ekki endilega fyrir að hafa sigrað, fengið gull, við hyllum það fyrir að hafa lagt sig alla fram, hafa aldrei gefist upp, sýnt vinnusemi og djörfung og dug. Okkar afreksfólk eru þannig góðar fyrirmyndir fyrir ungviðið, auka áhuga þeirra á að stunda íþróttir sem aftur eykur lífsgæði ungmennanna og lýðheilsu. Á laugardaginn fáum við tækifæri til að nýta þann dýrmæta rétt sem kosningarétturinn er. Þegar við kjósum forseta lýðveldisins erum við líka að kjósa verndara Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) en ÍSÍ og UMFÍ mynda íþróttahreyfingu landsins. Þar sem skipulagt íþróttastarf er svo afskaplega mikilvægt fyrir ungmennin okkar og okkur öll skiptir máli að forseti Íslands, verndari ÍSÍ og UMFÍ, sé einstaklingur sem hlúir að og sýnir íþróttahreyfingunni alla þá athygli og stuðning sem hún á skilið. Það hefur Guðni Th. Jóhannesson svo sannarlega gert síðustu fjögur ár og í raun alla tíð. Hann mætir á íþróttaviðburði hjá börnum sem og fullorðnum, afreksmönnum sem áhugamönnum. Hann hefur verið boðinn og búinn að styðja við íþróttastarf á allan þann hátt sem forseti getur. Vegna þessa og reyndar vegna margra annarra kosta Guðna Th. mun ég kjósa hann næstkomandi Laugardag og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun