Hættið þessu rugli! Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. júní 2020 13:15 830 manns bíða eftir liðskiptaaðgerð á Landspítala. Höfum í huga að það er líka löng bið eftir því að komast á biðlistann! Liðskiptaaðgerðir eru heldur ekki neinar smá aðgerðir. Það leggur enginn slíkt á sig nema vera sárkvalinn og hafa verið lengi. Það er pólitísk rörsýn ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem gerir að verkum að þau borga frekar fyrir fólk að fara í aðgerðir til Svíþjóðar en ganga til samninga við Klínikina þar sem starfa helstu sérfræðingar landsins á sviði liðskipta. Talandi um að borga. Fyrir eina aðgerð á einkaspítölum í Svíþjóð fást þrjár aðgerðir á einkastofu á Íslandi. Það eru engar ýkjur þegar markviss sóun ríkisstjórnarinnar á almannafé er gagnrýnd. Það breytir engu þó í siðareglum ráðherra sé sérstaklega kveðið á um að þeir sýni ráðdeild við meðferð fjármuna hins opinbera. Covid-19 faraldurinn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, auknu álagi á Landspítala og vaxandi biðlistum, hefur ekki hnikað til þessari stefnu ríkisstjórnarinnar. Á meðal þjáist fullt af fólki sem er hreinlega slegið út. Samstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja um þetta mál er næstum því aðdáunarverð. Það er verst hvað hún gengur gegn almannahagmunum og skaðar marga einstaklinga beint; bæði líkamlega og fjárhagslega. Hættið þessu rugli! Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
830 manns bíða eftir liðskiptaaðgerð á Landspítala. Höfum í huga að það er líka löng bið eftir því að komast á biðlistann! Liðskiptaaðgerðir eru heldur ekki neinar smá aðgerðir. Það leggur enginn slíkt á sig nema vera sárkvalinn og hafa verið lengi. Það er pólitísk rörsýn ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem gerir að verkum að þau borga frekar fyrir fólk að fara í aðgerðir til Svíþjóðar en ganga til samninga við Klínikina þar sem starfa helstu sérfræðingar landsins á sviði liðskipta. Talandi um að borga. Fyrir eina aðgerð á einkaspítölum í Svíþjóð fást þrjár aðgerðir á einkastofu á Íslandi. Það eru engar ýkjur þegar markviss sóun ríkisstjórnarinnar á almannafé er gagnrýnd. Það breytir engu þó í siðareglum ráðherra sé sérstaklega kveðið á um að þeir sýni ráðdeild við meðferð fjármuna hins opinbera. Covid-19 faraldurinn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, auknu álagi á Landspítala og vaxandi biðlistum, hefur ekki hnikað til þessari stefnu ríkisstjórnarinnar. Á meðal þjáist fullt af fólki sem er hreinlega slegið út. Samstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja um þetta mál er næstum því aðdáunarverð. Það er verst hvað hún gengur gegn almannahagmunum og skaðar marga einstaklinga beint; bæði líkamlega og fjárhagslega. Hættið þessu rugli! Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar