Fótbolti

Matthías kom Valerenga yfir en það dugði skammt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson var á skotskónum en það dugði ekki til.
Matthías Vilhjálmsson var á skotskónum en það dugði ekki til. Vísir/Vålerenga

Matthías Vilhjálmsson var á skotskónum fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið lá samt 3-1 gegn Odds BK á útivelli. Var þetta síðasti leikur dagsins en fjöldi Íslendinga var eldlínunni í kvöld og Matthías annar þeirra sem var á skotskónum.

Matthías kom gestunum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins en heimamenn jöfnuðu metin fyrir hálfleik. Þeir bættu svo við tveimur mörkum með skömmu millibili þegar rúmur klukkutími var liðinn.

Lokatölur 3-1 heimamönnum í vil en Matthías var tekinn af velli á 83. mínútu.

Var þetta fyrsta tap Vålerenga í deildinni en liðið hafði unnið einn og gert eitt jafntefli fyrir leik kvöldsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×