Sturla liðsinnir framboði Guðmundar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 17:48 Guðmundur Franklín nýtur liðsinnis Sturlu, sem bauð sig fram til forseta árið 2016. Vísir/Vilhelm Sturla Jónsson, vörubílstjóri og stjórnmálamaður, er á meðal umboðsmanna forsetaframboðs Guðmundar Franklíns Jónssonar, sem býður sig fram gegn Guðna Th. Jóhannessyni, sitjandi forseta. Guðmundur Franklín birti mynd á Facebook-síðu sinni, þar sem Sturlu er meðal annarra að sjá. „Hér eru umboðsmenn mínir á fundum í dag í Ráðhúsinu með kjörstjórn Reykjavíkur. Við auglýsum hér með eftir fólki sem vill og getur hjálpað okkur á kjördag,“ skrifar Guðmundur með myndinni. Á myndinni má einnig sjá Gunnlaug Ingvarsson, formann Frelsisflokksins, Önnu Maríu Sigurðardóttur og Árna Franklín Guðmundsson, son Guðmundar. Sturla Jónsson hefur alls fjórum sinnum farið í framboð hér á landi. Þrisvar til Alþingis og einu sinni til embættis forseta lýðveldisins. Árið 2009 bauð Sturla sig fram sem oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Fékk flokkurinn 700 atkvæði í kjördæminu og náði ekki manni á þing. Sturla gerði aðra atlögu að sæti á Alþingi árið 2013, þá undir merkjum síns eigin flokks, sem bar einfaldlega heitið framboð Sturlu Jónssonar. Aftur bauð hann fram í Reykjavíkurkjördæmi suður, en framboðið hlaut 222 atkvæði í kjördæminu og náði ekki inn á þing. Árið 2016 var Sturla einn níu frambjóðenda sem var á kjörseðlinum í forsetakosningunum, 25. júní 2016. Fór svo að Sturla hlaut 6.446 atkvæði, eða 3,5% og var sá fimmti atkvæðamesti í forsetakjörinu. Guðni Th. Jóhannesson sigraði kosningarnar með 39,1% atkvæða. Sturla var síðast í framboði síðar sama ár, þá til Alþingis. Hann bauð sig fram sem oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Flokkurinn hlaut 611 atkvæði í kjördæminu, og náði ekki manni á þing. Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sturla Jónsson, vörubílstjóri og stjórnmálamaður, er á meðal umboðsmanna forsetaframboðs Guðmundar Franklíns Jónssonar, sem býður sig fram gegn Guðna Th. Jóhannessyni, sitjandi forseta. Guðmundur Franklín birti mynd á Facebook-síðu sinni, þar sem Sturlu er meðal annarra að sjá. „Hér eru umboðsmenn mínir á fundum í dag í Ráðhúsinu með kjörstjórn Reykjavíkur. Við auglýsum hér með eftir fólki sem vill og getur hjálpað okkur á kjördag,“ skrifar Guðmundur með myndinni. Á myndinni má einnig sjá Gunnlaug Ingvarsson, formann Frelsisflokksins, Önnu Maríu Sigurðardóttur og Árna Franklín Guðmundsson, son Guðmundar. Sturla Jónsson hefur alls fjórum sinnum farið í framboð hér á landi. Þrisvar til Alþingis og einu sinni til embættis forseta lýðveldisins. Árið 2009 bauð Sturla sig fram sem oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Fékk flokkurinn 700 atkvæði í kjördæminu og náði ekki manni á þing. Sturla gerði aðra atlögu að sæti á Alþingi árið 2013, þá undir merkjum síns eigin flokks, sem bar einfaldlega heitið framboð Sturlu Jónssonar. Aftur bauð hann fram í Reykjavíkurkjördæmi suður, en framboðið hlaut 222 atkvæði í kjördæminu og náði ekki inn á þing. Árið 2016 var Sturla einn níu frambjóðenda sem var á kjörseðlinum í forsetakosningunum, 25. júní 2016. Fór svo að Sturla hlaut 6.446 atkvæði, eða 3,5% og var sá fimmti atkvæðamesti í forsetakjörinu. Guðni Th. Jóhannesson sigraði kosningarnar með 39,1% atkvæða. Sturla var síðast í framboði síðar sama ár, þá til Alþingis. Hann bauð sig fram sem oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Flokkurinn hlaut 611 atkvæði í kjördæminu, og náði ekki manni á þing.
Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira