Andrés Ingi segir verktaka maka krókinn grímulaust á kostnað almennings Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2020 15:40 Andrés Ingi segir að viðurkennt sé að framkvæmdir sem í er ráðist með þessum hætti kosti 20 til 30 prósentum meira en öðrum kosti og það fé renni þá í vasa einkaaðila. visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka segir að með lagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Hér er vísað til frumvarps til laga sem gengur út á að heimila ríkinu að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, Hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, Tvöföldun Hvalfjarðarganga, Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Málið gekk til umhverfis- og samgöngunefndar í maí og er framsögumaður hennar Ari Trausti Guðmundsson. Frumvarp Sigurðar Inga hefur verið umdeilt og hefur ráðherra verið sakaður um að koma því í gegnum þingið í skugga kórónuveirufárs. Nokkuð sem hann vísar á bug. Tilfærsla fjármuna til einkaaðila Andrés Ingi segir að einkaaðilum sé með þessu gert kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði, það komi meira að segja fram í greinargerð með frumvarpinu: „Reynslan í Evrópu hefur verið sú að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafa samvinnuverkefni kostað 20–30% meira en verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hefðbundinni aðferð.“ Andrés Ingi tjáir þessa skoðun sína á Facebook-svæði Sósíalistaflokks Íslands. Málshefjandi er Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sem bendir á frumvarpið og segir þar um að ræða gerning frá ríkisstjórninni sérhannaðan til að hleypa einkaaðilum að skattfé svo þeir geti smurt ofan á opinberar framkvæmdir um 1/4 eða 1/3 af kostnaði og stungið í vasann. „Það er fyrir löngu búið að afhjúpa svona stefnu; hún leiðir til lakari þjónustu fyrir almenning fyrir meiri pening; enginn græðir nema auðfólkið sem nær að smeygja sér á milli almennings og ríkissjóðs og taka kött. En það virðist enginn gera athugasemdir við þetta; ekki verkalýðshreyfingin og enginn fulltrúi almennings nema FÍB,“ segir Gunnar Smári og furðar sig á því að málið sé ekki á döfinni. Nefndin meðvituð um þetta Andrés Ingi bætir því við jafnframt að meirihluti þingnefndarinnar sé sér algjörlega meðvitaður um þetta, þá með vísan til skýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um leiðir til fjármögnunar vegaframkvæmda, sem kom út í apríl 2019, en þá „var á það bent að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafi reynslan verið sú í Evrópu að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði. Því til viðbótar komi kostnaður vegna innheimtu veggjalda.“ Andrés Ingi segir þetta sakleysislega „kostnaður vegna innheimtu veggjalda“ sé til samanburðar um milljarður þann tíma sem var rukkað í gegnum Hvalfjarðargöngin. Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka segir að með lagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Hér er vísað til frumvarps til laga sem gengur út á að heimila ríkinu að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, Hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, Tvöföldun Hvalfjarðarganga, Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Málið gekk til umhverfis- og samgöngunefndar í maí og er framsögumaður hennar Ari Trausti Guðmundsson. Frumvarp Sigurðar Inga hefur verið umdeilt og hefur ráðherra verið sakaður um að koma því í gegnum þingið í skugga kórónuveirufárs. Nokkuð sem hann vísar á bug. Tilfærsla fjármuna til einkaaðila Andrés Ingi segir að einkaaðilum sé með þessu gert kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði, það komi meira að segja fram í greinargerð með frumvarpinu: „Reynslan í Evrópu hefur verið sú að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafa samvinnuverkefni kostað 20–30% meira en verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hefðbundinni aðferð.“ Andrés Ingi tjáir þessa skoðun sína á Facebook-svæði Sósíalistaflokks Íslands. Málshefjandi er Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sem bendir á frumvarpið og segir þar um að ræða gerning frá ríkisstjórninni sérhannaðan til að hleypa einkaaðilum að skattfé svo þeir geti smurt ofan á opinberar framkvæmdir um 1/4 eða 1/3 af kostnaði og stungið í vasann. „Það er fyrir löngu búið að afhjúpa svona stefnu; hún leiðir til lakari þjónustu fyrir almenning fyrir meiri pening; enginn græðir nema auðfólkið sem nær að smeygja sér á milli almennings og ríkissjóðs og taka kött. En það virðist enginn gera athugasemdir við þetta; ekki verkalýðshreyfingin og enginn fulltrúi almennings nema FÍB,“ segir Gunnar Smári og furðar sig á því að málið sé ekki á döfinni. Nefndin meðvituð um þetta Andrés Ingi bætir því við jafnframt að meirihluti þingnefndarinnar sé sér algjörlega meðvitaður um þetta, þá með vísan til skýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um leiðir til fjármögnunar vegaframkvæmda, sem kom út í apríl 2019, en þá „var á það bent að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafi reynslan verið sú í Evrópu að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði. Því til viðbótar komi kostnaður vegna innheimtu veggjalda.“ Andrés Ingi segir þetta sakleysislega „kostnaður vegna innheimtu veggjalda“ sé til samanburðar um milljarður þann tíma sem var rukkað í gegnum Hvalfjarðargöngin.
Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum