Andrés Ingi segir verktaka maka krókinn grímulaust á kostnað almennings Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2020 15:40 Andrés Ingi segir að viðurkennt sé að framkvæmdir sem í er ráðist með þessum hætti kosti 20 til 30 prósentum meira en öðrum kosti og það fé renni þá í vasa einkaaðila. visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka segir að með lagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Hér er vísað til frumvarps til laga sem gengur út á að heimila ríkinu að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, Hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, Tvöföldun Hvalfjarðarganga, Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Málið gekk til umhverfis- og samgöngunefndar í maí og er framsögumaður hennar Ari Trausti Guðmundsson. Frumvarp Sigurðar Inga hefur verið umdeilt og hefur ráðherra verið sakaður um að koma því í gegnum þingið í skugga kórónuveirufárs. Nokkuð sem hann vísar á bug. Tilfærsla fjármuna til einkaaðila Andrés Ingi segir að einkaaðilum sé með þessu gert kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði, það komi meira að segja fram í greinargerð með frumvarpinu: „Reynslan í Evrópu hefur verið sú að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafa samvinnuverkefni kostað 20–30% meira en verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hefðbundinni aðferð.“ Andrés Ingi tjáir þessa skoðun sína á Facebook-svæði Sósíalistaflokks Íslands. Málshefjandi er Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sem bendir á frumvarpið og segir þar um að ræða gerning frá ríkisstjórninni sérhannaðan til að hleypa einkaaðilum að skattfé svo þeir geti smurt ofan á opinberar framkvæmdir um 1/4 eða 1/3 af kostnaði og stungið í vasann. „Það er fyrir löngu búið að afhjúpa svona stefnu; hún leiðir til lakari þjónustu fyrir almenning fyrir meiri pening; enginn græðir nema auðfólkið sem nær að smeygja sér á milli almennings og ríkissjóðs og taka kött. En það virðist enginn gera athugasemdir við þetta; ekki verkalýðshreyfingin og enginn fulltrúi almennings nema FÍB,“ segir Gunnar Smári og furðar sig á því að málið sé ekki á döfinni. Nefndin meðvituð um þetta Andrés Ingi bætir því við jafnframt að meirihluti þingnefndarinnar sé sér algjörlega meðvitaður um þetta, þá með vísan til skýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um leiðir til fjármögnunar vegaframkvæmda, sem kom út í apríl 2019, en þá „var á það bent að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafi reynslan verið sú í Evrópu að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði. Því til viðbótar komi kostnaður vegna innheimtu veggjalda.“ Andrés Ingi segir þetta sakleysislega „kostnaður vegna innheimtu veggjalda“ sé til samanburðar um milljarður þann tíma sem var rukkað í gegnum Hvalfjarðargöngin. Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka segir að með lagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Hér er vísað til frumvarps til laga sem gengur út á að heimila ríkinu að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, Hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, Tvöföldun Hvalfjarðarganga, Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Málið gekk til umhverfis- og samgöngunefndar í maí og er framsögumaður hennar Ari Trausti Guðmundsson. Frumvarp Sigurðar Inga hefur verið umdeilt og hefur ráðherra verið sakaður um að koma því í gegnum þingið í skugga kórónuveirufárs. Nokkuð sem hann vísar á bug. Tilfærsla fjármuna til einkaaðila Andrés Ingi segir að einkaaðilum sé með þessu gert kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði, það komi meira að segja fram í greinargerð með frumvarpinu: „Reynslan í Evrópu hefur verið sú að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafa samvinnuverkefni kostað 20–30% meira en verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hefðbundinni aðferð.“ Andrés Ingi tjáir þessa skoðun sína á Facebook-svæði Sósíalistaflokks Íslands. Málshefjandi er Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sem bendir á frumvarpið og segir þar um að ræða gerning frá ríkisstjórninni sérhannaðan til að hleypa einkaaðilum að skattfé svo þeir geti smurt ofan á opinberar framkvæmdir um 1/4 eða 1/3 af kostnaði og stungið í vasann. „Það er fyrir löngu búið að afhjúpa svona stefnu; hún leiðir til lakari þjónustu fyrir almenning fyrir meiri pening; enginn græðir nema auðfólkið sem nær að smeygja sér á milli almennings og ríkissjóðs og taka kött. En það virðist enginn gera athugasemdir við þetta; ekki verkalýðshreyfingin og enginn fulltrúi almennings nema FÍB,“ segir Gunnar Smári og furðar sig á því að málið sé ekki á döfinni. Nefndin meðvituð um þetta Andrés Ingi bætir því við jafnframt að meirihluti þingnefndarinnar sé sér algjörlega meðvitaður um þetta, þá með vísan til skýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um leiðir til fjármögnunar vegaframkvæmda, sem kom út í apríl 2019, en þá „var á það bent að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafi reynslan verið sú í Evrópu að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði. Því til viðbótar komi kostnaður vegna innheimtu veggjalda.“ Andrés Ingi segir þetta sakleysislega „kostnaður vegna innheimtu veggjalda“ sé til samanburðar um milljarður þann tíma sem var rukkað í gegnum Hvalfjarðargöngin.
Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira