David de Gea, markvörður Man. United, er enn besti markvörður í heimi að mati stjóra liðsins, Ole Gunnar Solskjær, þrátt fyrir mistökin í leik helgarinnar.
De Gea var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína um helgina í 1-1 jafntefli gegn Tottenham og Roy Keane blöskraði meðal annars frammistaða Spánverjans sem hefur gert sig sekan um mörg mistök að undanförnu.
Roy Keane's incredible outburst..
— Sporting Life Football (@SportingLifeFC) June 21, 2020
"Maguire and De Gea - I wouldn t even let them on the bus after the match, let them get a taxi back to Manchester."
Watch it all again... #TOTMUN #MUFChttps://t.co/Oli2jVqUs5
Norðmaðurinn hefur þó enn ekki misst trúna á markverðinum og stendur fast við bakið á honum.
„David er besti markvörður í heimi. Hann hefur fengið á sig tvö mörk í síðustu leikjum sem hann hefur spilað hjá okkur,“ sagði De Gea í samtali við Sky Sports.
„Það eru tveir leikir gegn City, Chelsea, auðvitað gegn Tottenham og Everton. Tvo mörk í sjö leikjum svo við erum ekki að fá fullt af mörkum á okkur.“
„Markið gegn Everton var undarlegt og þetta mark getur hann ekki varið. Hann ver vel og vinnur leiki fyrr okkur og mér finnst enn að hann sé besti markvörður í heimi.“
„Hann leggur hart að sér. Hann gerir ekki mistök aftur og aftur. Hann hefur verið að leggja hart að sér á æfingum og ég er ánægður með hans vinnusemi,“ sagði Solskjær.
"David is the best goalkeeper in the world"
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 23, 2020
Ole Gunnar Solskjaer has backed his goalkeeper after a tricky return to PL action v Spurs