Veðurstofa varar við sjö stiga skjálfta en Ragnar býst við hámark sex stiga Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2020 21:21 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna telur jarðskjálftann sem varð út af Norðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi hafa verið af stærðinni sex. Veðurstofan varar við því að búast megi við skjálfta af stærðinni sjö. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur hins vegar ólíklegt að skjálfti í Eyjafjarðarálnum fari yfir sex stig. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Siglfirðingar hafa fundið einna harðast fyrir jarðskjálftunum síðustu sólarhringa og sá öflugasti til þessa, klukkan sjö mínútur yfir sjö í gærkvöldi, fannst rækilega í byggðum norðanlands og raunar víða um land. Veðurstofan metur hann 5,8 stig meðan Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna reiknar hann sex stig. Frá Siglufirði í gær. Upptök stóra skjálftans klukkan 19.07 í gærkvöldi voru 28 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði.Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson. Grænu stjörnurnar á skjálftakorti Veðurstofunnar eru orðnar svo þéttar að okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur man ekki annað eins á þessu svæði. „Þetta er það mesta sem maður hefur séð á þessu belti frá því maður fór að vinna við þetta,“ segir Ragnar Stefánsson. Hann bendir á að hrinan hafi verið að færast norðar, fjær landi. „Ef maður býst við stærri skjálftum þá mundi ég helst búast við þeim norðarlega á þessu belti, - svona fimmtíu kílómetra norður af landinu.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Veðurstofan hefur gefið það út að stærsti skjálfti, sem þeir sjá fyrir sér að geti orðið þarna á þessu misgengi sem er þarna fyrir norðan, geti verið af stærðinni sjö. Sem er gríðarlega stór jarðskjálfti,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Ragnar Stefánsson býst þó ekki við svo öflugum skjálfta. „Þá held ég að maður eigi ekkert að vera smeykur um að skjálftar verði stærri á þessari línu heldur en sex. Geti kannski náð sex á þessari línu.“ En rifjar þó upp Skagafjarðarskjálftann. Skagafjarðarskjálftinn 27. mars árið 1963 átti upptök um 60 kílómetra norður af Sauðárkróki.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Skagafjarðarskjálftinn 1963 var sjö að stærð. En hann var dálítið úti í hafi þannig að hann olli litlum skemmdum,“ segir Ragnar. „Gagnvart ferðamönnum á svæðinu þá hefur verið bent sérstaklega á það að forðast að vera í fjallgöngum, forðast svæði þar sem er hætta á skriðuföllum,“ segir Víðir. En þurfum við að óttast stóran Húsavíkurskjálfta? „Ekki út frá þessu, nei. Ég held ekki. En hitt er annað mál að það er alveg sjálfsagt að hafa alla möguleika í huga. Og það er svolítil óvissa um hvar þetta kemur niður næst,“ svarar Ragnar. „Við höfum verið að benda á forvarnarefni sem er á síðu Almannavarna, almannavarnir.is, þar sem má nálgast upplýsingar og hvetjum alla til að kynna sér það og vera undirbúnir og fara yfir það hvort að heimili þeirra er og vinnustaður séu öruggir,“ segir Víðir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Skagafjörður Norðurþing Almannavarnir Tengdar fréttir Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld. 22. júní 2020 10:33 Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2020 21:17 Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls. 21. júní 2020 20:49 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna telur jarðskjálftann sem varð út af Norðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi hafa verið af stærðinni sex. Veðurstofan varar við því að búast megi við skjálfta af stærðinni sjö. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur hins vegar ólíklegt að skjálfti í Eyjafjarðarálnum fari yfir sex stig. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Siglfirðingar hafa fundið einna harðast fyrir jarðskjálftunum síðustu sólarhringa og sá öflugasti til þessa, klukkan sjö mínútur yfir sjö í gærkvöldi, fannst rækilega í byggðum norðanlands og raunar víða um land. Veðurstofan metur hann 5,8 stig meðan Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna reiknar hann sex stig. Frá Siglufirði í gær. Upptök stóra skjálftans klukkan 19.07 í gærkvöldi voru 28 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði.Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson. Grænu stjörnurnar á skjálftakorti Veðurstofunnar eru orðnar svo þéttar að okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur man ekki annað eins á þessu svæði. „Þetta er það mesta sem maður hefur séð á þessu belti frá því maður fór að vinna við þetta,“ segir Ragnar Stefánsson. Hann bendir á að hrinan hafi verið að færast norðar, fjær landi. „Ef maður býst við stærri skjálftum þá mundi ég helst búast við þeim norðarlega á þessu belti, - svona fimmtíu kílómetra norður af landinu.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Veðurstofan hefur gefið það út að stærsti skjálfti, sem þeir sjá fyrir sér að geti orðið þarna á þessu misgengi sem er þarna fyrir norðan, geti verið af stærðinni sjö. Sem er gríðarlega stór jarðskjálfti,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Ragnar Stefánsson býst þó ekki við svo öflugum skjálfta. „Þá held ég að maður eigi ekkert að vera smeykur um að skjálftar verði stærri á þessari línu heldur en sex. Geti kannski náð sex á þessari línu.“ En rifjar þó upp Skagafjarðarskjálftann. Skagafjarðarskjálftinn 27. mars árið 1963 átti upptök um 60 kílómetra norður af Sauðárkróki.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Skagafjarðarskjálftinn 1963 var sjö að stærð. En hann var dálítið úti í hafi þannig að hann olli litlum skemmdum,“ segir Ragnar. „Gagnvart ferðamönnum á svæðinu þá hefur verið bent sérstaklega á það að forðast að vera í fjallgöngum, forðast svæði þar sem er hætta á skriðuföllum,“ segir Víðir. En þurfum við að óttast stóran Húsavíkurskjálfta? „Ekki út frá þessu, nei. Ég held ekki. En hitt er annað mál að það er alveg sjálfsagt að hafa alla möguleika í huga. Og það er svolítil óvissa um hvar þetta kemur niður næst,“ svarar Ragnar. „Við höfum verið að benda á forvarnarefni sem er á síðu Almannavarna, almannavarnir.is, þar sem má nálgast upplýsingar og hvetjum alla til að kynna sér það og vera undirbúnir og fara yfir það hvort að heimili þeirra er og vinnustaður séu öruggir,“ segir Víðir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Skagafjörður Norðurþing Almannavarnir Tengdar fréttir Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld. 22. júní 2020 10:33 Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2020 21:17 Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls. 21. júní 2020 20:49 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld. 22. júní 2020 10:33
Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2020 21:17
Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls. 21. júní 2020 20:49