Veðurstofa varar við sjö stiga skjálfta en Ragnar býst við hámark sex stiga Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2020 21:21 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna telur jarðskjálftann sem varð út af Norðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi hafa verið af stærðinni sex. Veðurstofan varar við því að búast megi við skjálfta af stærðinni sjö. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur hins vegar ólíklegt að skjálfti í Eyjafjarðarálnum fari yfir sex stig. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Siglfirðingar hafa fundið einna harðast fyrir jarðskjálftunum síðustu sólarhringa og sá öflugasti til þessa, klukkan sjö mínútur yfir sjö í gærkvöldi, fannst rækilega í byggðum norðanlands og raunar víða um land. Veðurstofan metur hann 5,8 stig meðan Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna reiknar hann sex stig. Frá Siglufirði í gær. Upptök stóra skjálftans klukkan 19.07 í gærkvöldi voru 28 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði.Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson. Grænu stjörnurnar á skjálftakorti Veðurstofunnar eru orðnar svo þéttar að okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur man ekki annað eins á þessu svæði. „Þetta er það mesta sem maður hefur séð á þessu belti frá því maður fór að vinna við þetta,“ segir Ragnar Stefánsson. Hann bendir á að hrinan hafi verið að færast norðar, fjær landi. „Ef maður býst við stærri skjálftum þá mundi ég helst búast við þeim norðarlega á þessu belti, - svona fimmtíu kílómetra norður af landinu.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Veðurstofan hefur gefið það út að stærsti skjálfti, sem þeir sjá fyrir sér að geti orðið þarna á þessu misgengi sem er þarna fyrir norðan, geti verið af stærðinni sjö. Sem er gríðarlega stór jarðskjálfti,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Ragnar Stefánsson býst þó ekki við svo öflugum skjálfta. „Þá held ég að maður eigi ekkert að vera smeykur um að skjálftar verði stærri á þessari línu heldur en sex. Geti kannski náð sex á þessari línu.“ En rifjar þó upp Skagafjarðarskjálftann. Skagafjarðarskjálftinn 27. mars árið 1963 átti upptök um 60 kílómetra norður af Sauðárkróki.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Skagafjarðarskjálftinn 1963 var sjö að stærð. En hann var dálítið úti í hafi þannig að hann olli litlum skemmdum,“ segir Ragnar. „Gagnvart ferðamönnum á svæðinu þá hefur verið bent sérstaklega á það að forðast að vera í fjallgöngum, forðast svæði þar sem er hætta á skriðuföllum,“ segir Víðir. En þurfum við að óttast stóran Húsavíkurskjálfta? „Ekki út frá þessu, nei. Ég held ekki. En hitt er annað mál að það er alveg sjálfsagt að hafa alla möguleika í huga. Og það er svolítil óvissa um hvar þetta kemur niður næst,“ svarar Ragnar. „Við höfum verið að benda á forvarnarefni sem er á síðu Almannavarna, almannavarnir.is, þar sem má nálgast upplýsingar og hvetjum alla til að kynna sér það og vera undirbúnir og fara yfir það hvort að heimili þeirra er og vinnustaður séu öruggir,“ segir Víðir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Skagafjörður Norðurþing Almannavarnir Tengdar fréttir Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld. 22. júní 2020 10:33 Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2020 21:17 Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls. 21. júní 2020 20:49 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna telur jarðskjálftann sem varð út af Norðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi hafa verið af stærðinni sex. Veðurstofan varar við því að búast megi við skjálfta af stærðinni sjö. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur hins vegar ólíklegt að skjálfti í Eyjafjarðarálnum fari yfir sex stig. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Siglfirðingar hafa fundið einna harðast fyrir jarðskjálftunum síðustu sólarhringa og sá öflugasti til þessa, klukkan sjö mínútur yfir sjö í gærkvöldi, fannst rækilega í byggðum norðanlands og raunar víða um land. Veðurstofan metur hann 5,8 stig meðan Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna reiknar hann sex stig. Frá Siglufirði í gær. Upptök stóra skjálftans klukkan 19.07 í gærkvöldi voru 28 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði.Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson. Grænu stjörnurnar á skjálftakorti Veðurstofunnar eru orðnar svo þéttar að okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur man ekki annað eins á þessu svæði. „Þetta er það mesta sem maður hefur séð á þessu belti frá því maður fór að vinna við þetta,“ segir Ragnar Stefánsson. Hann bendir á að hrinan hafi verið að færast norðar, fjær landi. „Ef maður býst við stærri skjálftum þá mundi ég helst búast við þeim norðarlega á þessu belti, - svona fimmtíu kílómetra norður af landinu.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Veðurstofan hefur gefið það út að stærsti skjálfti, sem þeir sjá fyrir sér að geti orðið þarna á þessu misgengi sem er þarna fyrir norðan, geti verið af stærðinni sjö. Sem er gríðarlega stór jarðskjálfti,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Ragnar Stefánsson býst þó ekki við svo öflugum skjálfta. „Þá held ég að maður eigi ekkert að vera smeykur um að skjálftar verði stærri á þessari línu heldur en sex. Geti kannski náð sex á þessari línu.“ En rifjar þó upp Skagafjarðarskjálftann. Skagafjarðarskjálftinn 27. mars árið 1963 átti upptök um 60 kílómetra norður af Sauðárkróki.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Skagafjarðarskjálftinn 1963 var sjö að stærð. En hann var dálítið úti í hafi þannig að hann olli litlum skemmdum,“ segir Ragnar. „Gagnvart ferðamönnum á svæðinu þá hefur verið bent sérstaklega á það að forðast að vera í fjallgöngum, forðast svæði þar sem er hætta á skriðuföllum,“ segir Víðir. En þurfum við að óttast stóran Húsavíkurskjálfta? „Ekki út frá þessu, nei. Ég held ekki. En hitt er annað mál að það er alveg sjálfsagt að hafa alla möguleika í huga. Og það er svolítil óvissa um hvar þetta kemur niður næst,“ svarar Ragnar. „Við höfum verið að benda á forvarnarefni sem er á síðu Almannavarna, almannavarnir.is, þar sem má nálgast upplýsingar og hvetjum alla til að kynna sér það og vera undirbúnir og fara yfir það hvort að heimili þeirra er og vinnustaður séu öruggir,“ segir Víðir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Skagafjörður Norðurþing Almannavarnir Tengdar fréttir Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld. 22. júní 2020 10:33 Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2020 21:17 Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls. 21. júní 2020 20:49 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld. 22. júní 2020 10:33
Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2020 21:17
Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls. 21. júní 2020 20:49