Innlent

Sprengi­sandur: Ríkis­lög­reglu­stjóri, breytingar á stjórnar­skrá og kyn­þátta­mál á Ís­landi

Sylvía Hall skrifar
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrsta konan til þess að gegna embætti Ríkislögreglustjóra, verður í viðtali í dag.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrsta konan til þess að gegna embætti Ríkislögreglustjóra, verður í viðtali í dag. Vísir/Vilhelm

Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10. Halldór er gagnrýninn á margt í rekstri sjóðsins, meðal annars náið samband við Arion banka, rekstrarkostnað og eitt og annað í fjárfestingarstefnunni. Hann býður sig fram til stjórnar á ný og vill gera breytingar.

Forseti Íslands verður kjörinn laugardaginn 27. júní. Valdmörk embættisins eru jafn óljós og áður. Katrín Oddsdóttir formaður stjórnarskrárfélagsins og Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins ræða stöðu forsetans og breytingar á henni. Þau ræða líka mál Þorvaldar Gylfasonar og meint pólitísk afskipti af fyrirhugaðri ráðningu hans sem ritstjóra norræns tímarits um efnahagsmál.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir er fyrsta kona til að gegna embætti Ríkislögreglustjóra. Hverjar eru hennar áherslur, í hvaða átt stefnir lögreglan, hver er skýringin á miklu átökum innandyra síðustu árin, hvernig ávinnur lögreglan sér traust og virðingu, er það með vopnaburði og hörku eða mýkt og þjónustulund?

Sema Erla Serdar og Nichole Leigh Mosty ræða kynþáttamál á Íslandi með vísan í atburði liðinna vikna í Bandaríkjunum, er rasismi undirliggjandi á Íslandi, hvernig birtist hann og hvernig er hægt að berjast gegn honum?

Hægt er að hlusta á þáttinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×