Klopp ber ómælda virðingu fyrir Rashford Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 09:14 Jürgen Klopp á æfingu Liverpool. Liðið snýr aftur til keppni í dag. VÍSIR/GETTY Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, hafa sýnt að fótboltamenn geti nýtt sína stöðu til að knýja fram afar mikilvægar breytingar. Rashford barðist fyrir því, og hafði loks í gegn í nýliðinni viku, að bresk stjórnvöld myndu draga til baka ákvörðun sína um að hætta með fríar skólamáltíðir. Barátta Rashford gagnast 1,3 milljón skólakrakka. „Marcus Rashford, ég verð að segja að ég ber ómælda virðingu fyrir því sem þú gerðir. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp við Sky Sports í aðdraganda grannaslagsins við Everton í dag. „Það er svolítil synd að þú skulir hafa þurft að gera þetta en samt ótrúlegt að þú skyldir gera það. Þetta sýnir svo vel hvað ein manneskja, með nafni sínu og eljusemi, getur breytt mikilvægum hlutum. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og tökum öll þátt í því,“ sagði Klopp. Ekki hægt að bera saman leiki með og án stuðningsmanna Klopp var einnig spurður út í það að snúa nú aftur til keppni en án stuðningsmanna á vellinum. Hann kvaðst vonast til að fótboltasamfélagið hefði lært ýmislegt af síðustu mánuðum, í kórónuveirufaraldrinum, og það mikilvægasta væri að „við viljum aldrei aftur þurfa að spila fyrir luktum dyrum.“ Hann vonast til að leikmenn láti það sem minnst á sig fá á Goodison Park í dag. „Það ætti enginn að bera saman frammistöðu manna með eða án stuðningsmanna, því ekkert af þessum frægu Meistaradeildarkvöldum á Anfield hefði orðið til án stuðningsmannanna,“ sagði Klopp. „Menn geta ekki snúið leik við, eða jú þeir geta það, en það er ekki eins líklegt þegar það eru ekki stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að þetta hefur oft tekist á Anfield eru lætin í stuðningsmönnum. Það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, hafa sýnt að fótboltamenn geti nýtt sína stöðu til að knýja fram afar mikilvægar breytingar. Rashford barðist fyrir því, og hafði loks í gegn í nýliðinni viku, að bresk stjórnvöld myndu draga til baka ákvörðun sína um að hætta með fríar skólamáltíðir. Barátta Rashford gagnast 1,3 milljón skólakrakka. „Marcus Rashford, ég verð að segja að ég ber ómælda virðingu fyrir því sem þú gerðir. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp við Sky Sports í aðdraganda grannaslagsins við Everton í dag. „Það er svolítil synd að þú skulir hafa þurft að gera þetta en samt ótrúlegt að þú skyldir gera það. Þetta sýnir svo vel hvað ein manneskja, með nafni sínu og eljusemi, getur breytt mikilvægum hlutum. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og tökum öll þátt í því,“ sagði Klopp. Ekki hægt að bera saman leiki með og án stuðningsmanna Klopp var einnig spurður út í það að snúa nú aftur til keppni en án stuðningsmanna á vellinum. Hann kvaðst vonast til að fótboltasamfélagið hefði lært ýmislegt af síðustu mánuðum, í kórónuveirufaraldrinum, og það mikilvægasta væri að „við viljum aldrei aftur þurfa að spila fyrir luktum dyrum.“ Hann vonast til að leikmenn láti það sem minnst á sig fá á Goodison Park í dag. „Það ætti enginn að bera saman frammistöðu manna með eða án stuðningsmanna, því ekkert af þessum frægu Meistaradeildarkvöldum á Anfield hefði orðið til án stuðningsmannanna,“ sagði Klopp. „Menn geta ekki snúið leik við, eða jú þeir geta það, en það er ekki eins líklegt þegar það eru ekki stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að þetta hefur oft tekist á Anfield eru lætin í stuðningsmönnum. Það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti