Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 22:31 Staðan eins og hún var klukkan 22:25. Stjörnumerktir jarðskjálfar eru stærri en 3,0. Veðurstofan „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi og mældust skjálfta þá að stærðinni 3 en í dag virðist svo vera að skjálftarnir hafi orðið harðari en tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð hafa mælst í dag. Miðja skjálftavirkninnar virðist vera norðvestur af Gjögurtá á Tröllaskaga, en sjálfvirkt kerfi Veðurstofunnar hefur numið yfir 900 skjálftar frá byrjun hrinunnar. Afleiðingar stærsta skjálftans, þess sem mældist 5,6 að stærð klukkan 19:26 voru þær að jörð skalf og gluggar nötruðu víða um norðurland, mikið grjóthrun varð úr fjallshlíðum, þar á meðal úr Gjögurtá. Engar tilkynningar höfðu borist til Almannavarnardeildar um tjón eða slys á fólki klukkan 21 í kvöld. Þá fannst skjálftinn víða um land en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni bárust tilkynningar frá Norðurlandi, frá Akranesi og einnig frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Þegar litið er á gögn sem birt eru á vef veðurstofunnar virðast skjálftarnir sem mælst hafa í kvöld ívið harðari en þeir sem mældust fyrr í hrinunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að erfitt sé að útskýra það. „Það er greinilega mikill óstöðugleiki þarna en þetta er eitthvað sem við vitum að gerist þegar svona hrinur fara í gang. Þá setja þær í gang fleiri skjálfta og virkja smám saman stærra og stærra svæði með keðjuverkun,“ sagði Kristín „Þetta er enn sem komið er á mjög svipuðu svæði en mér finnst ekkert ólíklegt að það eigi eftir að breytast.“ Töluvert hefur verið fjallað um skjálftavirkni á eldfjallaeyjunni Íslandi í vetur en þá einna helst vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir sem mælst hafa á því svæði hafa ekki náð sömu hæðum og þeir sem mældust nú í dag en síðast mældist jarðskjálfti af svipaðri stærð á svæðinu sem um ræðir árið 2012. Lítið lát virðist vera á virkninni í kvöld en ekki er hægt að segja til um hversu lengi skjálftahrinan mun vara. „Þetta er svona kviðukennd virkni. Í gærkvöldi mældust skjálftar allt að stærðinni 3 og svo dró úr þessu. Síðan kom smá forvirkni fyrir skjálftann sem mældist 5,2 um klukkan 15:05, svo var töluverð virkni eftir það. Síðan kom smá pása og þá kemur þessi klukkan 19:26. Þetta er kviðukennt, einmitt þegar maður heldur að þetta sé að verða búið, þá gerist eitthvað meira,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvárvöktunar í samtali við Vísi. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
„Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi og mældust skjálfta þá að stærðinni 3 en í dag virðist svo vera að skjálftarnir hafi orðið harðari en tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð hafa mælst í dag. Miðja skjálftavirkninnar virðist vera norðvestur af Gjögurtá á Tröllaskaga, en sjálfvirkt kerfi Veðurstofunnar hefur numið yfir 900 skjálftar frá byrjun hrinunnar. Afleiðingar stærsta skjálftans, þess sem mældist 5,6 að stærð klukkan 19:26 voru þær að jörð skalf og gluggar nötruðu víða um norðurland, mikið grjóthrun varð úr fjallshlíðum, þar á meðal úr Gjögurtá. Engar tilkynningar höfðu borist til Almannavarnardeildar um tjón eða slys á fólki klukkan 21 í kvöld. Þá fannst skjálftinn víða um land en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni bárust tilkynningar frá Norðurlandi, frá Akranesi og einnig frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Þegar litið er á gögn sem birt eru á vef veðurstofunnar virðast skjálftarnir sem mælst hafa í kvöld ívið harðari en þeir sem mældust fyrr í hrinunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að erfitt sé að útskýra það. „Það er greinilega mikill óstöðugleiki þarna en þetta er eitthvað sem við vitum að gerist þegar svona hrinur fara í gang. Þá setja þær í gang fleiri skjálfta og virkja smám saman stærra og stærra svæði með keðjuverkun,“ sagði Kristín „Þetta er enn sem komið er á mjög svipuðu svæði en mér finnst ekkert ólíklegt að það eigi eftir að breytast.“ Töluvert hefur verið fjallað um skjálftavirkni á eldfjallaeyjunni Íslandi í vetur en þá einna helst vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir sem mælst hafa á því svæði hafa ekki náð sömu hæðum og þeir sem mældust nú í dag en síðast mældist jarðskjálfti af svipaðri stærð á svæðinu sem um ræðir árið 2012. Lítið lát virðist vera á virkninni í kvöld en ekki er hægt að segja til um hversu lengi skjálftahrinan mun vara. „Þetta er svona kviðukennd virkni. Í gærkvöldi mældust skjálftar allt að stærðinni 3 og svo dró úr þessu. Síðan kom smá forvirkni fyrir skjálftann sem mældist 5,2 um klukkan 15:05, svo var töluverð virkni eftir það. Síðan kom smá pása og þá kemur þessi klukkan 19:26. Þetta er kviðukennt, einmitt þegar maður heldur að þetta sé að verða búið, þá gerist eitthvað meira,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvárvöktunar í samtali við Vísi.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira