Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 22:31 Staðan eins og hún var klukkan 22:25. Stjörnumerktir jarðskjálfar eru stærri en 3,0. Veðurstofan „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi og mældust skjálfta þá að stærðinni 3 en í dag virðist svo vera að skjálftarnir hafi orðið harðari en tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð hafa mælst í dag. Miðja skjálftavirkninnar virðist vera norðvestur af Gjögurtá á Tröllaskaga, en sjálfvirkt kerfi Veðurstofunnar hefur numið yfir 900 skjálftar frá byrjun hrinunnar. Afleiðingar stærsta skjálftans, þess sem mældist 5,6 að stærð klukkan 19:26 voru þær að jörð skalf og gluggar nötruðu víða um norðurland, mikið grjóthrun varð úr fjallshlíðum, þar á meðal úr Gjögurtá. Engar tilkynningar höfðu borist til Almannavarnardeildar um tjón eða slys á fólki klukkan 21 í kvöld. Þá fannst skjálftinn víða um land en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni bárust tilkynningar frá Norðurlandi, frá Akranesi og einnig frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Þegar litið er á gögn sem birt eru á vef veðurstofunnar virðast skjálftarnir sem mælst hafa í kvöld ívið harðari en þeir sem mældust fyrr í hrinunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að erfitt sé að útskýra það. „Það er greinilega mikill óstöðugleiki þarna en þetta er eitthvað sem við vitum að gerist þegar svona hrinur fara í gang. Þá setja þær í gang fleiri skjálfta og virkja smám saman stærra og stærra svæði með keðjuverkun,“ sagði Kristín „Þetta er enn sem komið er á mjög svipuðu svæði en mér finnst ekkert ólíklegt að það eigi eftir að breytast.“ Töluvert hefur verið fjallað um skjálftavirkni á eldfjallaeyjunni Íslandi í vetur en þá einna helst vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir sem mælst hafa á því svæði hafa ekki náð sömu hæðum og þeir sem mældust nú í dag en síðast mældist jarðskjálfti af svipaðri stærð á svæðinu sem um ræðir árið 2012. Lítið lát virðist vera á virkninni í kvöld en ekki er hægt að segja til um hversu lengi skjálftahrinan mun vara. „Þetta er svona kviðukennd virkni. Í gærkvöldi mældust skjálftar allt að stærðinni 3 og svo dró úr þessu. Síðan kom smá forvirkni fyrir skjálftann sem mældist 5,2 um klukkan 15:05, svo var töluverð virkni eftir það. Síðan kom smá pása og þá kemur þessi klukkan 19:26. Þetta er kviðukennt, einmitt þegar maður heldur að þetta sé að verða búið, þá gerist eitthvað meira,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvárvöktunar í samtali við Vísi. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
„Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi og mældust skjálfta þá að stærðinni 3 en í dag virðist svo vera að skjálftarnir hafi orðið harðari en tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð hafa mælst í dag. Miðja skjálftavirkninnar virðist vera norðvestur af Gjögurtá á Tröllaskaga, en sjálfvirkt kerfi Veðurstofunnar hefur numið yfir 900 skjálftar frá byrjun hrinunnar. Afleiðingar stærsta skjálftans, þess sem mældist 5,6 að stærð klukkan 19:26 voru þær að jörð skalf og gluggar nötruðu víða um norðurland, mikið grjóthrun varð úr fjallshlíðum, þar á meðal úr Gjögurtá. Engar tilkynningar höfðu borist til Almannavarnardeildar um tjón eða slys á fólki klukkan 21 í kvöld. Þá fannst skjálftinn víða um land en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni bárust tilkynningar frá Norðurlandi, frá Akranesi og einnig frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Þegar litið er á gögn sem birt eru á vef veðurstofunnar virðast skjálftarnir sem mælst hafa í kvöld ívið harðari en þeir sem mældust fyrr í hrinunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að erfitt sé að útskýra það. „Það er greinilega mikill óstöðugleiki þarna en þetta er eitthvað sem við vitum að gerist þegar svona hrinur fara í gang. Þá setja þær í gang fleiri skjálfta og virkja smám saman stærra og stærra svæði með keðjuverkun,“ sagði Kristín „Þetta er enn sem komið er á mjög svipuðu svæði en mér finnst ekkert ólíklegt að það eigi eftir að breytast.“ Töluvert hefur verið fjallað um skjálftavirkni á eldfjallaeyjunni Íslandi í vetur en þá einna helst vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir sem mælst hafa á því svæði hafa ekki náð sömu hæðum og þeir sem mældust nú í dag en síðast mældist jarðskjálfti af svipaðri stærð á svæðinu sem um ræðir árið 2012. Lítið lát virðist vera á virkninni í kvöld en ekki er hægt að segja til um hversu lengi skjálftahrinan mun vara. „Þetta er svona kviðukennd virkni. Í gærkvöldi mældust skjálftar allt að stærðinni 3 og svo dró úr þessu. Síðan kom smá forvirkni fyrir skjálftann sem mældist 5,2 um klukkan 15:05, svo var töluverð virkni eftir það. Síðan kom smá pása og þá kemur þessi klukkan 19:26. Þetta er kviðukennt, einmitt þegar maður heldur að þetta sé að verða búið, þá gerist eitthvað meira,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvárvöktunar í samtali við Vísi.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira