Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 12:03 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist fara vongóður inn í daginn. Vísir/Vilhelm Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. Samningafundur í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga eftir tæpa tvo sólarhringa. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir að setið verði við samningaborðið eins lengi í dag og árangursríkt er. „Við áttum þungan og erfiðan fund í gær en góðan að því leyti að umræður eru enn í gangi og samninganefndirnar leggja sig allar fram og við sjáum til hvernig gengur í dag en við erum mætt og sitjum við eins lengi og árangursríkt er,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Erla Björg Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðina er að renna út og er udirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samninganefndirnar funduði frá klukkan tíu til fimm í gær án niðurstöðu en nefndirnar fengu verkefni með sér heim að fundi loknum. „Já þau fengu hluti til þess að velta fyrir sér sem ég geri ráð fyrir að við fáum viðbrögð við í dag,“ saagði Aðalsteinn. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samningar náist í dag segir Aðalsteinn ómögulegt að segja til um slíkt. „Ég get ekki sagt til um það en ég get sagt að samninganefndirnar finna þétt fyrir þeirri ábyrgð sem þær hafa. Vonandi getum vð nýtt þá pressu sem allir finna fyrir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til þess að leita lausna,“ sagði Aðalsteinn. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. 19. júní 2020 18:21 Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. Samningafundur í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga eftir tæpa tvo sólarhringa. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir að setið verði við samningaborðið eins lengi í dag og árangursríkt er. „Við áttum þungan og erfiðan fund í gær en góðan að því leyti að umræður eru enn í gangi og samninganefndirnar leggja sig allar fram og við sjáum til hvernig gengur í dag en við erum mætt og sitjum við eins lengi og árangursríkt er,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Erla Björg Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðina er að renna út og er udirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samninganefndirnar funduði frá klukkan tíu til fimm í gær án niðurstöðu en nefndirnar fengu verkefni með sér heim að fundi loknum. „Já þau fengu hluti til þess að velta fyrir sér sem ég geri ráð fyrir að við fáum viðbrögð við í dag,“ saagði Aðalsteinn. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samningar náist í dag segir Aðalsteinn ómögulegt að segja til um slíkt. „Ég get ekki sagt til um það en ég get sagt að samninganefndirnar finna þétt fyrir þeirri ábyrgð sem þær hafa. Vonandi getum vð nýtt þá pressu sem allir finna fyrir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til þess að leita lausna,“ sagði Aðalsteinn.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. 19. júní 2020 18:21 Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. 19. júní 2020 18:21
Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17