Biðla til foreldra að fara eftir fyrirmælum um sóttvarnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2020 20:30 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vísir/Egill Samkomutakmarkanir sem nú miðast við fimm hundruð manns eiga ekki við um börn og þessa stundina fer fram fjölmennt íþróttamót á Akranesi. Um 1400 börn taka þátt í mótinu og með þeim eru foreldrar en talið er að um fimm þúsund manns sé á mótinu um helgina alls staðar að af landinu. „Hér er auðvitað verið að fara að fyrirmælum yfirvalda og það er mjög mikilvægt að fólk geri það. Auðvitað eru börnin ekki vandamál, þau eru eins og við þekkjum mjög vel óhult. En ég biðla bara til foreldra að fylgja þeim tilmælum að vera í fimm hundruð manna hólfunum og ég var nú að skoða hérna í dag og þar voru allir virkilega að standa sig vel,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vellirnir hafa verið hólfaðir nokkuð niður og segist Sævar trúa því að hægt verði að halda stærri hópum frá því að koma saman. Götur bæjarins voru iðandi af lífi og börn út um allt, íklædd sínum liðstreyjum. Mótið gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna „Þetta er bara yndislegt. Að geta haldið svona mót aftur er bara dásamlegt en já, við höfum þá trú að við náum að halda fólki í hópum og mér sýnist þetta bara ganga einstaklega vel eins og þetta er búið að vera í dag.“ Hann segist taka undir það að mikilvægt sé að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda til að koma í veg fyrir að smit komi upp eftir mót helgarinnar. Nokkur smit hafa komið upp hér á landi eftir að ferðatakmörkunum var létt og flug fóru að koma til landsins erlendis frá. „Ég auðvitað tek undir það, auðvitað viljum við ekki sjá aðra bylgju hérna á Íslandi og núna er verið að stíga skref í átt þess að opna landið og ég bara biðla til foreldra að fara varlega og sinna þeim tilmælum sem allir þekkja orðið vel hérna á Íslandi.“ Hann segir mótið gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélagið. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mót, fyrir íþróttahreyfinguna að fá að taka á móti öllum þessum börnum og foreldrum og bjóða upp á Akranes, Flórídaskagann í þessu dásamlega veðri. Það er bara meiriháttar.“ Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Samkomutakmarkanir sem nú miðast við fimm hundruð manns eiga ekki við um börn og þessa stundina fer fram fjölmennt íþróttamót á Akranesi. Um 1400 börn taka þátt í mótinu og með þeim eru foreldrar en talið er að um fimm þúsund manns sé á mótinu um helgina alls staðar að af landinu. „Hér er auðvitað verið að fara að fyrirmælum yfirvalda og það er mjög mikilvægt að fólk geri það. Auðvitað eru börnin ekki vandamál, þau eru eins og við þekkjum mjög vel óhult. En ég biðla bara til foreldra að fylgja þeim tilmælum að vera í fimm hundruð manna hólfunum og ég var nú að skoða hérna í dag og þar voru allir virkilega að standa sig vel,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vellirnir hafa verið hólfaðir nokkuð niður og segist Sævar trúa því að hægt verði að halda stærri hópum frá því að koma saman. Götur bæjarins voru iðandi af lífi og börn út um allt, íklædd sínum liðstreyjum. Mótið gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna „Þetta er bara yndislegt. Að geta haldið svona mót aftur er bara dásamlegt en já, við höfum þá trú að við náum að halda fólki í hópum og mér sýnist þetta bara ganga einstaklega vel eins og þetta er búið að vera í dag.“ Hann segist taka undir það að mikilvægt sé að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda til að koma í veg fyrir að smit komi upp eftir mót helgarinnar. Nokkur smit hafa komið upp hér á landi eftir að ferðatakmörkunum var létt og flug fóru að koma til landsins erlendis frá. „Ég auðvitað tek undir það, auðvitað viljum við ekki sjá aðra bylgju hérna á Íslandi og núna er verið að stíga skref í átt þess að opna landið og ég bara biðla til foreldra að fara varlega og sinna þeim tilmælum sem allir þekkja orðið vel hérna á Íslandi.“ Hann segir mótið gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélagið. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mót, fyrir íþróttahreyfinguna að fá að taka á móti öllum þessum börnum og foreldrum og bjóða upp á Akranes, Flórídaskagann í þessu dásamlega veðri. Það er bara meiriháttar.“
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent