Hringja sig inn veika í mótmælaskyni eftir að lögregluþjónn var ákærður fyrir morð Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 23:38 Skjáskot úr búkmyndavél Devin Brosnan og sýnir Garret Rolfe og Rayshard Brooks áður en Rolfe skaut Brooks til bana. AP/Lögreglan í Atlanta Lögregluþjónar í bandarísku borginni Atlanta í Georgíuríki hringdu sig inn veika í dag til þess að mótmæla því að lögregluþjónninn Garrett Rolfe, sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í síðustu viku, hafi verið ákærður fyrir morð. Starfandi lögreglustjóri Atlanta, Rodney Bryant, sagði í samtali við Associated Press að veikindatilkynningarnar hafi byrjað að hrannast inn í gærkvöldi eftir að ákæran var gefin út og þær hafi haldið áfram að berast í dag. Ekki er ljóst hversu margir lögregluþjónar munu ekki mæta til starfa en Bryant sagði mannaflann nægja til að halda starfsemi óbreyttri í borginni. Rodney Bryant, starfandi lögreglustjóri í Atlanta.AP/Brynn Anderson „Sumir eru reiðir, aðrir óttaslegnir. Sumir vita einfaldlega ekki hvað á að gera og öðrum finnst eins og yfirmenn hafi yfirgefið þá,“ sagði Bryant um lögreglumennina sem hafa kosið að hringja sig inn veika. „Við viljum fullvissa þá um að við munum komast í gegnum þetta.“ Ákæruvaldið gaf út ákæru á hendur Rolfe í gær sem skaut Brooks til bana eftir að hann hafði gripið rafstuðbyssu lögreglumannsins og á flóttanum hleypt af rafbyssunni í átt að Rolfe. Paul Howard, yfirsaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem gaf út ákæruna sagði að lífi Rolfe hafi ekki verið ógnað af Brooks. Þá greindi hann einnig frá því að Rolfe hafi sparkað í Brooks þar sem hann lá særður á jörðunni og neitaði honum um læknisaðstoð í tvær mínútur. Howard sagði þá að félagi Rolfe, Devin Brosnan hafi stigið á öxl Brooks þar sem hann lá særður. Brosnan hefur verið ákærður fyrir líkamsárás vegna málsins. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira
Lögregluþjónar í bandarísku borginni Atlanta í Georgíuríki hringdu sig inn veika í dag til þess að mótmæla því að lögregluþjónninn Garrett Rolfe, sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í síðustu viku, hafi verið ákærður fyrir morð. Starfandi lögreglustjóri Atlanta, Rodney Bryant, sagði í samtali við Associated Press að veikindatilkynningarnar hafi byrjað að hrannast inn í gærkvöldi eftir að ákæran var gefin út og þær hafi haldið áfram að berast í dag. Ekki er ljóst hversu margir lögregluþjónar munu ekki mæta til starfa en Bryant sagði mannaflann nægja til að halda starfsemi óbreyttri í borginni. Rodney Bryant, starfandi lögreglustjóri í Atlanta.AP/Brynn Anderson „Sumir eru reiðir, aðrir óttaslegnir. Sumir vita einfaldlega ekki hvað á að gera og öðrum finnst eins og yfirmenn hafi yfirgefið þá,“ sagði Bryant um lögreglumennina sem hafa kosið að hringja sig inn veika. „Við viljum fullvissa þá um að við munum komast í gegnum þetta.“ Ákæruvaldið gaf út ákæru á hendur Rolfe í gær sem skaut Brooks til bana eftir að hann hafði gripið rafstuðbyssu lögreglumannsins og á flóttanum hleypt af rafbyssunni í átt að Rolfe. Paul Howard, yfirsaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem gaf út ákæruna sagði að lífi Rolfe hafi ekki verið ógnað af Brooks. Þá greindi hann einnig frá því að Rolfe hafi sparkað í Brooks þar sem hann lá særður á jörðunni og neitaði honum um læknisaðstoð í tvær mínútur. Howard sagði þá að félagi Rolfe, Devin Brosnan hafi stigið á öxl Brooks þar sem hann lá særður. Brosnan hefur verið ákærður fyrir líkamsárás vegna málsins. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira