Hringja sig inn veika í mótmælaskyni eftir að lögregluþjónn var ákærður fyrir morð Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 23:38 Skjáskot úr búkmyndavél Devin Brosnan og sýnir Garret Rolfe og Rayshard Brooks áður en Rolfe skaut Brooks til bana. AP/Lögreglan í Atlanta Lögregluþjónar í bandarísku borginni Atlanta í Georgíuríki hringdu sig inn veika í dag til þess að mótmæla því að lögregluþjónninn Garrett Rolfe, sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í síðustu viku, hafi verið ákærður fyrir morð. Starfandi lögreglustjóri Atlanta, Rodney Bryant, sagði í samtali við Associated Press að veikindatilkynningarnar hafi byrjað að hrannast inn í gærkvöldi eftir að ákæran var gefin út og þær hafi haldið áfram að berast í dag. Ekki er ljóst hversu margir lögregluþjónar munu ekki mæta til starfa en Bryant sagði mannaflann nægja til að halda starfsemi óbreyttri í borginni. Rodney Bryant, starfandi lögreglustjóri í Atlanta.AP/Brynn Anderson „Sumir eru reiðir, aðrir óttaslegnir. Sumir vita einfaldlega ekki hvað á að gera og öðrum finnst eins og yfirmenn hafi yfirgefið þá,“ sagði Bryant um lögreglumennina sem hafa kosið að hringja sig inn veika. „Við viljum fullvissa þá um að við munum komast í gegnum þetta.“ Ákæruvaldið gaf út ákæru á hendur Rolfe í gær sem skaut Brooks til bana eftir að hann hafði gripið rafstuðbyssu lögreglumannsins og á flóttanum hleypt af rafbyssunni í átt að Rolfe. Paul Howard, yfirsaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem gaf út ákæruna sagði að lífi Rolfe hafi ekki verið ógnað af Brooks. Þá greindi hann einnig frá því að Rolfe hafi sparkað í Brooks þar sem hann lá særður á jörðunni og neitaði honum um læknisaðstoð í tvær mínútur. Howard sagði þá að félagi Rolfe, Devin Brosnan hafi stigið á öxl Brooks þar sem hann lá særður. Brosnan hefur verið ákærður fyrir líkamsárás vegna málsins. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Lögregluþjónar í bandarísku borginni Atlanta í Georgíuríki hringdu sig inn veika í dag til þess að mótmæla því að lögregluþjónninn Garrett Rolfe, sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í síðustu viku, hafi verið ákærður fyrir morð. Starfandi lögreglustjóri Atlanta, Rodney Bryant, sagði í samtali við Associated Press að veikindatilkynningarnar hafi byrjað að hrannast inn í gærkvöldi eftir að ákæran var gefin út og þær hafi haldið áfram að berast í dag. Ekki er ljóst hversu margir lögregluþjónar munu ekki mæta til starfa en Bryant sagði mannaflann nægja til að halda starfsemi óbreyttri í borginni. Rodney Bryant, starfandi lögreglustjóri í Atlanta.AP/Brynn Anderson „Sumir eru reiðir, aðrir óttaslegnir. Sumir vita einfaldlega ekki hvað á að gera og öðrum finnst eins og yfirmenn hafi yfirgefið þá,“ sagði Bryant um lögreglumennina sem hafa kosið að hringja sig inn veika. „Við viljum fullvissa þá um að við munum komast í gegnum þetta.“ Ákæruvaldið gaf út ákæru á hendur Rolfe í gær sem skaut Brooks til bana eftir að hann hafði gripið rafstuðbyssu lögreglumannsins og á flóttanum hleypt af rafbyssunni í átt að Rolfe. Paul Howard, yfirsaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem gaf út ákæruna sagði að lífi Rolfe hafi ekki verið ógnað af Brooks. Þá greindi hann einnig frá því að Rolfe hafi sparkað í Brooks þar sem hann lá særður á jörðunni og neitaði honum um læknisaðstoð í tvær mínútur. Howard sagði þá að félagi Rolfe, Devin Brosnan hafi stigið á öxl Brooks þar sem hann lá særður. Brosnan hefur verið ákærður fyrir líkamsárás vegna málsins. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira