Ekki fleiri heimilisofbeldismál á borð lögreglu í einum mánuði frá 2015 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júní 2020 07:00 Lögregla hefur kallað eftir því að ákvæði um umsáturseinelti verði sett í hegningarlög. Vísir/Vilhelm Frá árinu 2015 hafa heimilisofbeldismál hér á landi aldrei verið fleiri í einum mánuði en nú í maí. Málin voru nítján prósent fleiri eftir sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Málið kom til umræðu á alþingi í gær með fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins um þróun síðustu ára. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir erfitt á þessari stundu hvort brotum hafi í í raun fjölgað eða hvort tilkynningum fari fjölgandi frá því að samkomutakmarkanir voru settar á vegna kórónuveirufaraldursins. „Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun til að meta hvort það hafi orðið raunbreytingar á fjölda brota en til þess þarf að skoða reynslu almennings að brotum samhliða gögnum lögreglu og er slíkt gert til dæmis með þolendakönnun sem lögregla framkvæmir árlega í upphafi hvers árs,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum um heimilisofbeldi á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm 207 tilkynningar um heimilsofbeldi í apríl og maí Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí og 101 í apríl. Málum fjölgaði í sjö af níu embættum lögreglunnar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og er mesta aukningin hjá þremur stærstu embættunum. Dómsmálaráðherra segir að heilmargt gott hafi áunnist í málaflokknum síðustu ár og að enn sé verið að vinna að frekari umbótum. „Kallað hefur verið frá því frá lögreglunni að ákvæði um umsáturseinelti í hegningarlögin og hugsa ég að ég komu með frumvarp í haust með þeirri breytingu og eru þessar breytingar til þess fallnar til þess að auka vernd þolanda fyrir ágangi brotamanna sem byrjar oft með heimilisofbeldi,“ sagði Áslaug. Heimilisofbeldi var rætt á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi verður ekki liðið Í maí skipuðu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra aðgerðarteymi gegn heimilisofbeldi vegna þeirra aukningar sem hefur orðið. „Ofbeldi geng börnum á tímum Covid-19 og aðgerðirnar munu miða sérstaklega að viðkvæmum hópum. Það með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðum sem reynst hefur í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi,“ sagði Áslaug. Lögreglan Alþingi Félagsmál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Frá árinu 2015 hafa heimilisofbeldismál hér á landi aldrei verið fleiri í einum mánuði en nú í maí. Málin voru nítján prósent fleiri eftir sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Málið kom til umræðu á alþingi í gær með fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins um þróun síðustu ára. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir erfitt á þessari stundu hvort brotum hafi í í raun fjölgað eða hvort tilkynningum fari fjölgandi frá því að samkomutakmarkanir voru settar á vegna kórónuveirufaraldursins. „Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun til að meta hvort það hafi orðið raunbreytingar á fjölda brota en til þess þarf að skoða reynslu almennings að brotum samhliða gögnum lögreglu og er slíkt gert til dæmis með þolendakönnun sem lögregla framkvæmir árlega í upphafi hvers árs,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum um heimilisofbeldi á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm 207 tilkynningar um heimilsofbeldi í apríl og maí Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí og 101 í apríl. Málum fjölgaði í sjö af níu embættum lögreglunnar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og er mesta aukningin hjá þremur stærstu embættunum. Dómsmálaráðherra segir að heilmargt gott hafi áunnist í málaflokknum síðustu ár og að enn sé verið að vinna að frekari umbótum. „Kallað hefur verið frá því frá lögreglunni að ákvæði um umsáturseinelti í hegningarlögin og hugsa ég að ég komu með frumvarp í haust með þeirri breytingu og eru þessar breytingar til þess fallnar til þess að auka vernd þolanda fyrir ágangi brotamanna sem byrjar oft með heimilisofbeldi,“ sagði Áslaug. Heimilisofbeldi var rætt á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi verður ekki liðið Í maí skipuðu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra aðgerðarteymi gegn heimilisofbeldi vegna þeirra aukningar sem hefur orðið. „Ofbeldi geng börnum á tímum Covid-19 og aðgerðirnar munu miða sérstaklega að viðkvæmum hópum. Það með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðum sem reynst hefur í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi,“ sagði Áslaug.
Lögreglan Alþingi Félagsmál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira