Kínverjar segjast ekki ætla að hafa afskipti af kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2020 20:00 Stjórnvöld í Kína sögðust í dag ekki ætla sér að hafa nokkur afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir í nýrri bók að forsetinn hafi beðið Kínverja um að hjálpa sér að ná endurkjöri. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þann 3. nóvember næstkomandi og miðað við skoðanakannanir er nokkuð óhætt að segja að Trump sé í afar erfiðri stöðu. Hann mælist að jafnaði með um 42 prósenta fylgi samanborið við fimmtíu prósent Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata. Þá mælist Biden betur í svo gott sem öllum lykilríkjum. Í bók Johns Bolton sem kemur út á þriðjudag, segir að Trump hafi beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að kaupa meira af bandarískum vörum til þess að auka líkurnar á því að Trump næði endurkjöri. Kínverjar sögðu í dag að það kæmi ekki til greina. „Kína heldur fast í það prinsipp að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Við ætlum okkur ekki og munum ekki skipta okkur af bandarísku forsetakosningunum,“ sagði Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi. Bolton sakar Trump um ýmislegt annað í bókinni. Meðal annars á forsetinn að hafa lofað Tyrklandsforseta að skýla tyrkneskum banka frá rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hafa sagt að það væri töff að ráðast inn í Venesúela og spurt hvort Finnland væri ekki hluti af Rússlandi. Trump sagði í símaviðtali við Fox News í nótt að með skrifum sínum væri Bolton að brjóta lög. „Hann braut lögin. Þetta er afar einfalt. Ég meina, það er varla hægt að brjóta þau meira. Þetta eru háleynilegar upplýsingar. Áhæsta stigi. Og hann hafði ekki samþykki,“ sagði forsetinn. Forsetaembættið og dómsmálaráðuneytið reyna nú að stöðva útgáfu bókarinnar á þeim grundvelli að hún ógni þjóðaröryggi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Kína Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Stjórnvöld í Kína sögðust í dag ekki ætla sér að hafa nokkur afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir í nýrri bók að forsetinn hafi beðið Kínverja um að hjálpa sér að ná endurkjöri. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þann 3. nóvember næstkomandi og miðað við skoðanakannanir er nokkuð óhætt að segja að Trump sé í afar erfiðri stöðu. Hann mælist að jafnaði með um 42 prósenta fylgi samanborið við fimmtíu prósent Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata. Þá mælist Biden betur í svo gott sem öllum lykilríkjum. Í bók Johns Bolton sem kemur út á þriðjudag, segir að Trump hafi beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að kaupa meira af bandarískum vörum til þess að auka líkurnar á því að Trump næði endurkjöri. Kínverjar sögðu í dag að það kæmi ekki til greina. „Kína heldur fast í það prinsipp að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Við ætlum okkur ekki og munum ekki skipta okkur af bandarísku forsetakosningunum,“ sagði Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi. Bolton sakar Trump um ýmislegt annað í bókinni. Meðal annars á forsetinn að hafa lofað Tyrklandsforseta að skýla tyrkneskum banka frá rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hafa sagt að það væri töff að ráðast inn í Venesúela og spurt hvort Finnland væri ekki hluti af Rússlandi. Trump sagði í símaviðtali við Fox News í nótt að með skrifum sínum væri Bolton að brjóta lög. „Hann braut lögin. Þetta er afar einfalt. Ég meina, það er varla hægt að brjóta þau meira. Þetta eru háleynilegar upplýsingar. Áhæsta stigi. Og hann hafði ekki samþykki,“ sagði forsetinn. Forsetaembættið og dómsmálaráðuneytið reyna nú að stöðva útgáfu bókarinnar á þeim grundvelli að hún ógni þjóðaröryggi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Kína Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira