Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, íhugi nú að losa sig við allt að sex leikmenn til þess að safna pening fyrir leikmannakaupum í sumar.
Ruben Neves og Adama Traore, leikmenn Wolves, eru sagðir ofarlega á óskalista Liverpool en samanlagt gætu þeir kostað um 110 milljónir punda. Því þarf Klopp að safna í baukinn svo hægt sé að fá þessa leikmenn.
Einn þeirra sem gætu verið á útleið er Naby Keita. Hann var keyptur til félagsins frá Leipzig á 52 milljónir punda en Klopp er sagður vera missa þolinmæðina á miðjumanninum.
Xherdan Shaqiri, Harry Wilson og Dejan Lovren eru einnig á meðal þeirra sem eru nefndir þegar rætt er um leikmenn sem gætu yfirgefið Liverpool í sumar. Lovren og Shaqiri hafa verið í aukahlutverki í ár og Wilson er á láni hjá Bournemouth.
Jurgen Klopp has reportedly identified six Liverpool players who could leave this summer as the Reds look to add reinforcements
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 18, 2020