Enski boltinn fer að rúlla í kvöld eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar og í kvöld er það stórleikur Manchester City og Arsenal sem er á dagskránni.
Mikel Arteta tók við liði Arsenal í desember en hann yfirgaf þá Manchester City þar sem hann hafði verið aðstoðarþjálfari undanfarin ár.
„Ég er svo spenntur að hitta hann. Hann er ein besta manneskja sem ég hef kynnst. Það var unun fyrir mig að vinna með honum og fyrir okkur alla að vinna með honum,“ sagði Guardiola.
"He knows absolutely everything about us..."
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 16, 2020
Will Mikel Arteta's inside knowledge give Arsenal an edge at the Etihad?
Watch Manchester City vs Arsenal United live on Sky Sports PL from 8pm on Wednesday pic.twitter.com/vnR5nkwyUV
„Tilfinningin mín er að hann er ánægður þarna og er að vinna magnað starf. Ég hlakka til að sjá hann aftur. Hann veit allt um okkur, því hann var mikilvægur hlekkur í okkar árangri og hjálpaði okkur þangað sem við erum.“
„Við erum himinlifandi að hann sé að koma aftur, sérstaklega ef hann er ánægður þarna. Við sendum honum skilaboð fyrir einum og hálfum tíma síðan um vínið sem við drekkum á morgun ef fjarlægðartakmarkanir leyfa.“