Einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður í hverju liði Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 10:05 Troy Deeney hefur skorað sex mörk fyrir Watford á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni sem ljúka á í sumar. VÍSIR/GETTY Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að sennilega sé að minnsta kosti einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður leikmaður í hverju fótboltaliði og að nú sé betra en nokkru sinni fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. Samkynhneigð virðist alltaf hafa verið mikið leyndarmál í fótbolta karla og sáralítið er um að leikmenn á hæsta stigi komi út úr skápnum, öfugt við fótbolta kvenna þar sem að sumar af stærstu stjörnum íþróttarinnar eru samkynhneigðar og óhræddar við að aðrir viti af því. Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, talaði til að mynda ekki um það fyrr en árið 2014, eftir að skórnir voru komnir á hilluna, að hann væri samkynhneigður. Deeney segir ljóst að menn séu hræddir við að taka af skarið og verða fyrstu opinberu hommarnir í fótboltanum. Hundrað manns myndu fylgja í kjölfarið í fyrstu viku „Ég held að þeir sem séu samkynhneigðir eða úr því samfélagi séu mjög hikandi við að þurfa að axla þá ábyrgð að vera fyrstir til að koma út úr skápnum. Ég tel að þegar sá fyrsti kemur út þá muni fjöldi manna fylgja í kjölfarið,“ sagði Deeney í hlaðvarpsþætti hjá BBC. „Ég er viss um að ef einhver tæki af skarið þá myndu fyrstu vikuna á eftir að minnsta kosti 100 manns segja „ég líka“. Bara vegna þess að þeir vilja ekki vera í forsvari fyrir þetta,“ sagði Deeney, sem lék æfingaleik með Watford á laugardag og verður líklega með liðinu þegar það mætir Leicester á laugardag í fyrsta leiknum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Deeney telur að nú sé auðveldara en áður fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. „Ég held að umhverfið fyrir samkynhneigt íþróttafólk úr öllum greinum sé betra en nokkru sinni fyrr. Ég velti því líka fyrir mér af hverju fólk klárar ferilinn sinn í fótbolta, ruðningi eða annarri íþrótt og segist svo vera samkynhneigt. Mér finnst eins og að það hljóti að vera rosaleg byrði að bera, að leyna því í gegnum allan íþróttaferilinn,“ sagði Deeney. Enski boltinn Fótbolti Hinsegin Tengdar fréttir „Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að sennilega sé að minnsta kosti einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður leikmaður í hverju fótboltaliði og að nú sé betra en nokkru sinni fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. Samkynhneigð virðist alltaf hafa verið mikið leyndarmál í fótbolta karla og sáralítið er um að leikmenn á hæsta stigi komi út úr skápnum, öfugt við fótbolta kvenna þar sem að sumar af stærstu stjörnum íþróttarinnar eru samkynhneigðar og óhræddar við að aðrir viti af því. Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, talaði til að mynda ekki um það fyrr en árið 2014, eftir að skórnir voru komnir á hilluna, að hann væri samkynhneigður. Deeney segir ljóst að menn séu hræddir við að taka af skarið og verða fyrstu opinberu hommarnir í fótboltanum. Hundrað manns myndu fylgja í kjölfarið í fyrstu viku „Ég held að þeir sem séu samkynhneigðir eða úr því samfélagi séu mjög hikandi við að þurfa að axla þá ábyrgð að vera fyrstir til að koma út úr skápnum. Ég tel að þegar sá fyrsti kemur út þá muni fjöldi manna fylgja í kjölfarið,“ sagði Deeney í hlaðvarpsþætti hjá BBC. „Ég er viss um að ef einhver tæki af skarið þá myndu fyrstu vikuna á eftir að minnsta kosti 100 manns segja „ég líka“. Bara vegna þess að þeir vilja ekki vera í forsvari fyrir þetta,“ sagði Deeney, sem lék æfingaleik með Watford á laugardag og verður líklega með liðinu þegar það mætir Leicester á laugardag í fyrsta leiknum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Deeney telur að nú sé auðveldara en áður fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. „Ég held að umhverfið fyrir samkynhneigt íþróttafólk úr öllum greinum sé betra en nokkru sinni fyrr. Ég velti því líka fyrir mér af hverju fólk klárar ferilinn sinn í fótbolta, ruðningi eða annarri íþrótt og segist svo vera samkynhneigt. Mér finnst eins og að það hljóti að vera rosaleg byrði að bera, að leyna því í gegnum allan íþróttaferilinn,“ sagði Deeney.
Enski boltinn Fótbolti Hinsegin Tengdar fréttir „Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00
Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30