Góð veiði í Apavatni Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2020 09:00 Mynd úr safni Vatnaveiðin hefur víðast hvar verið góð það sem af er sumri þó svo að veður hafi suma daga gert veiðimönnum erfitt fyrir. Það er samt þannig að ef þú ætlar bara að veiða á blíðviðrisdögum á Íslandi gætu veiðidagarnir orðið fáir sum árin en málið er líka það að bestu veiðina gerir maður oftar en ekki á dögum sem dregur ekki marga út. Rok og rigning er nefnilega bara stundum málið. Veiðimenn sem hafa verið að kíkja í Apavatn síðustu daga hafa verið að gera mjög góða veiði víðast hvar í vatninu og 10-20 fiskar yfir daginn ekkert einsdæmi og flestir sem er þokkalega vanir vatnaveiði eru að veiða vel. Mest er að veiðast af tveggja til þrigga punda fiski en inn á milli er ekkert óalgengt að sjá fjögurra til fimm punda urriða. Það er reglulega fallegur fiskur í vatninu, bæði urriði og bleikja sem hefur orð á sér fyrir að vera mjög bragðgóður. Urriðinn er þó í meirihluta og er yfirleitt að taka best á morgnana og seint á kvöldin, nema þegar það er dumbungur, rigning og smá vindur, þá virðist hann taka meira og minna allann daginn. Fyrir þá sem eru með unga veiðimenn sem liggur á að fái sína fyrstu fiska er varla hægt að klikka á Apavatni ef þú lætur lítinn spún undir. Það þarf ekkert rosalega langa ástundun til að fá tökur og vonandi setja í fyrsta fiskinn. Stangveiði Bláskógabyggð Mest lesið Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði
Vatnaveiðin hefur víðast hvar verið góð það sem af er sumri þó svo að veður hafi suma daga gert veiðimönnum erfitt fyrir. Það er samt þannig að ef þú ætlar bara að veiða á blíðviðrisdögum á Íslandi gætu veiðidagarnir orðið fáir sum árin en málið er líka það að bestu veiðina gerir maður oftar en ekki á dögum sem dregur ekki marga út. Rok og rigning er nefnilega bara stundum málið. Veiðimenn sem hafa verið að kíkja í Apavatn síðustu daga hafa verið að gera mjög góða veiði víðast hvar í vatninu og 10-20 fiskar yfir daginn ekkert einsdæmi og flestir sem er þokkalega vanir vatnaveiði eru að veiða vel. Mest er að veiðast af tveggja til þrigga punda fiski en inn á milli er ekkert óalgengt að sjá fjögurra til fimm punda urriða. Það er reglulega fallegur fiskur í vatninu, bæði urriði og bleikja sem hefur orð á sér fyrir að vera mjög bragðgóður. Urriðinn er þó í meirihluta og er yfirleitt að taka best á morgnana og seint á kvöldin, nema þegar það er dumbungur, rigning og smá vindur, þá virðist hann taka meira og minna allann daginn. Fyrir þá sem eru með unga veiðimenn sem liggur á að fái sína fyrstu fiska er varla hægt að klikka á Apavatni ef þú lætur lítinn spún undir. Það þarf ekkert rosalega langa ástundun til að fá tökur og vonandi setja í fyrsta fiskinn.
Stangveiði Bláskógabyggð Mest lesið Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði