Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 07:35 Lögreglumenn í Peking vakta inngang að Xinfadi markaðnum en þangað má rekja nýjustu kórónuveirusmitin sem komið hafa upp í borginni. EPA/ROMAN PILIPEY Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking, höfuðborg Kína, á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. Útbreiðsluna má rekja til Xinfadi markaðarins þar sem ýmis hrávara er seld. Markaðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í Asíu og fer um 80 prósent sölu landbúnaðarvara frá Peking, bæði innanlands og utan, fram á markaðnum. Markaðnum hefur nú verið lokað og hafa tugir þúsunda íbúa borgarinnar og næsta nágrennis verið skimaðir fyrir veirunni. Þá hefur farið af stað yfirgripsmikið verkefni til að hafa uppi á öllum þeim sem hafa farið nýlega á markaðinn eða verið í nánd við gesti hans. Þá hefur sumum skólum verið lokað á ný til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. „Hættan á að faraldurinn breiðist frekar út er mjög mikil þannig að við ættum að grípa til róttækra aðgerða,“ sagði Xu Hejiang, talsmaður borgaryfirvalda í Peking, á blaðamannafundi á mánudag. Xinfadi er á stærð við nærri 160 fótboltaleikvangi og er um 20 sinnum stærri en sjávarafurðamarkaðurinn í Wuhan þar sem kórónuveiran kom fyrst upp. Þúsundir tonna matvæla ganga kaupum og sölum á Xinfadi dag hvern. Yfirvöld í Peking staðfestu á mánudag að 36 ný tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á sunnudag, 14. júní, og 36 tilfelli greindust einnig á laugardag. Svo margir hafa ekki greinst með veiruna á dag frá því í síðari hluta marsmánaðar. Þá hafa 79 tilfelli komið upp á aðeins fjórum dögum sem er það hæsta frá því í febrúar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking, höfuðborg Kína, á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. Útbreiðsluna má rekja til Xinfadi markaðarins þar sem ýmis hrávara er seld. Markaðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í Asíu og fer um 80 prósent sölu landbúnaðarvara frá Peking, bæði innanlands og utan, fram á markaðnum. Markaðnum hefur nú verið lokað og hafa tugir þúsunda íbúa borgarinnar og næsta nágrennis verið skimaðir fyrir veirunni. Þá hefur farið af stað yfirgripsmikið verkefni til að hafa uppi á öllum þeim sem hafa farið nýlega á markaðinn eða verið í nánd við gesti hans. Þá hefur sumum skólum verið lokað á ný til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. „Hættan á að faraldurinn breiðist frekar út er mjög mikil þannig að við ættum að grípa til róttækra aðgerða,“ sagði Xu Hejiang, talsmaður borgaryfirvalda í Peking, á blaðamannafundi á mánudag. Xinfadi er á stærð við nærri 160 fótboltaleikvangi og er um 20 sinnum stærri en sjávarafurðamarkaðurinn í Wuhan þar sem kórónuveiran kom fyrst upp. Þúsundir tonna matvæla ganga kaupum og sölum á Xinfadi dag hvern. Yfirvöld í Peking staðfestu á mánudag að 36 ný tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á sunnudag, 14. júní, og 36 tilfelli greindust einnig á laugardag. Svo margir hafa ekki greinst með veiruna á dag frá því í síðari hluta marsmánaðar. Þá hafa 79 tilfelli komið upp á aðeins fjórum dögum sem er það hæsta frá því í febrúar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira