Belgískir sóknarmaðurinn Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid eftir að hafa brotið bein í fæti í febrúar á þessu ári.
Talið var að Hazard myndi missa af tímabilinu vegna þess en þar sem leiktíðinni var á endanum frestað um þrjá mánuði þá fær Belginn tækifæri til að láta ljós sitt skína. Hazard hefur aðeins byrjað níu leiki í spænsku úrvalsdeildinni fyrir Real Madrid á leiktíðinni og hefur ekki náð að heilla nýja vinnuveitendur sína en hann kom frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea síðasta sumar.
Eden Hazard returns to Real Madrid's XI for the first time since February pic.twitter.com/c4Dx5wvHYT
— B/R Football (@brfootball) June 14, 2020
Hann fær nú tækifæri á vinstri vængnum í byrjunarliði Real en liðið mætir Eibar á heimavelli klukkan 17:30 í dag.
Real þarf nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að skáka Barcelona á toppi spænsku deildarinnar en Börsungar eru sem stendur með fimm stiga forystu eftir öruggan 4-0 sigur á Mallorca í gær.