Hrun á Wall Steet eftir svartar kórónuveirutölur Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2020 22:45 Kórónuveiran heldur áfram að hafa mikil áhrif á efnahag heimsins. Svartsýnari tölur um þróun faraldursins í Bandaríkjunum virðast hafa skekið fjárfesta á Wall Street. AP/Mark Lennihan Verð á hlutabréfum á Wall Street hrundi meira en það hefur gert frá upphafsdögum kórónuveirufaraldursins um miðjan mars eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik vestanhafs í dag. Seðlabanki Bandaríkjanna varaði við því í gær að efnahagsbati eftir dýpstu niðursveiflu í áratugi yrði hægur. Dow Jones-vísitalan lækkaði um meira en 1.800 stig í dag og S&P500-vísitalan um 5,9%. Slíkt verðhrun hefur ekki átt sér stað frá um miðjan mars þegar viðskipti voru ítrekað stöðvuð í kauphöllinni. Þrátt fyrir tugi þúsunda dauðsfalla og mestu efnahagsþrengingar í áratugi höfðu hlutabréfamarkaðir náð sér nær algerlega undanfarnar vikur. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar hafi talið að viðsnúningurinn frá því í mars hafi verið ýktur og endurspeglaði ekki alvarlegt efnahagsástandið. Nýjum kórónuveirusmitum fjölgar nú í tæpum helmingi ríkja Bandaríkjanna. Sú þróun er að hluta til rakin til þess að ríki eru byrjuð að slaka á takmörkunum sem var komið á vegna faraldursins. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í dag að Bandaríkin gætu ekki látið faraldurinn stöðva hjól efnahagslífsins aftur. Hann sé tilbúinn að biðja þingið um meiri fjármuni til að örva efnahagslífið en frekari fjárútlátum yrði beint að þeim geirum sem væru í mestu kröggunum, þar á meðal til veitingastaða, hótela, ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækja, að sögn Reuters. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Verð á hlutabréfum á Wall Street hrundi meira en það hefur gert frá upphafsdögum kórónuveirufaraldursins um miðjan mars eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik vestanhafs í dag. Seðlabanki Bandaríkjanna varaði við því í gær að efnahagsbati eftir dýpstu niðursveiflu í áratugi yrði hægur. Dow Jones-vísitalan lækkaði um meira en 1.800 stig í dag og S&P500-vísitalan um 5,9%. Slíkt verðhrun hefur ekki átt sér stað frá um miðjan mars þegar viðskipti voru ítrekað stöðvuð í kauphöllinni. Þrátt fyrir tugi þúsunda dauðsfalla og mestu efnahagsþrengingar í áratugi höfðu hlutabréfamarkaðir náð sér nær algerlega undanfarnar vikur. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar hafi talið að viðsnúningurinn frá því í mars hafi verið ýktur og endurspeglaði ekki alvarlegt efnahagsástandið. Nýjum kórónuveirusmitum fjölgar nú í tæpum helmingi ríkja Bandaríkjanna. Sú þróun er að hluta til rakin til þess að ríki eru byrjuð að slaka á takmörkunum sem var komið á vegna faraldursins. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í dag að Bandaríkin gætu ekki látið faraldurinn stöðva hjól efnahagslífsins aftur. Hann sé tilbúinn að biðja þingið um meiri fjármuni til að örva efnahagslífið en frekari fjárútlátum yrði beint að þeim geirum sem væru í mestu kröggunum, þar á meðal til veitingastaða, hótela, ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækja, að sögn Reuters.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33