„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 21:58 Guðni Th. og Guðmundur Franklín tókust á í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld Vísir/Sigurjón „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. „Nei,“ kallaði Guðni fram. „Ég er stoltur Íslendingur og þykir í raun leitt að þessi umræða sé á þessu plani en gott og vel. Ég hef verið stoltur af því að gegna þessu embætti. Hvern einasta dag finn ég hversu einstakur heiður það er að gegna embætti forseta Íslands og njóta til þess trausts yfirgnæfandi meirihluta landsmanna, dag hvern.“ „Við verðum að geta nýtt tungumálið þannig að við getum talað í myndlíkingum sjáðu til Guðmundur Franklín Jónsson.“ „Rasismi er enskt orð sjáðu til,“ greip Guðmundur fram í. „Ég er að tala hér og nú verður þú að hlusta,“ svaraði Guðni. „Hvað með rasismann? Þú kallar Íslendinga rasista!“ „Nú hef ég aldrei kallað Íslendinga rasista,“ svaraði Guðni. Á þessum tímapunkti þurftu spyrlar þáttarins að grípa fram í og minna Guðmund á að virða svarrétt mótframbjóðanda síns. Klippa: Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld? Þá var komið að því að Guðni spyrði Guðmund Franklín sinnar síðari spurningar og varð hún þessi. „Hvers skal spyrja. Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ spurði forsetinn. „Já, ég er það.“ Brotið úr umræðuþættinum má sjá ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Forsetakosningar 2020 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. „Nei,“ kallaði Guðni fram. „Ég er stoltur Íslendingur og þykir í raun leitt að þessi umræða sé á þessu plani en gott og vel. Ég hef verið stoltur af því að gegna þessu embætti. Hvern einasta dag finn ég hversu einstakur heiður það er að gegna embætti forseta Íslands og njóta til þess trausts yfirgnæfandi meirihluta landsmanna, dag hvern.“ „Við verðum að geta nýtt tungumálið þannig að við getum talað í myndlíkingum sjáðu til Guðmundur Franklín Jónsson.“ „Rasismi er enskt orð sjáðu til,“ greip Guðmundur fram í. „Ég er að tala hér og nú verður þú að hlusta,“ svaraði Guðni. „Hvað með rasismann? Þú kallar Íslendinga rasista!“ „Nú hef ég aldrei kallað Íslendinga rasista,“ svaraði Guðni. Á þessum tímapunkti þurftu spyrlar þáttarins að grípa fram í og minna Guðmund á að virða svarrétt mótframbjóðanda síns. Klippa: Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld? Þá var komið að því að Guðni spyrði Guðmund Franklín sinnar síðari spurningar og varð hún þessi. „Hvers skal spyrja. Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ spurði forsetinn. „Já, ég er það.“ Brotið úr umræðuþættinum má sjá ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Forsetakosningar 2020 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira