Lögreglan hefur áhyggjur af ofbeldismenningu meðal íslenskra ungmenna Sylvía Hall skrifar 10. júní 2020 17:50 Lögreglan biðlar til foreldra að vera vakandi fyrir ferðum ungmenna sinna og hvað þau séu að gera yfir sumartímann. Áhættuhegðun unglinga eigi það til að aukast yfir sumarið. Vísir/Vilhelm Lögreglan hvetur foreldra og forráðamenn til þess að vera vakandi fyrir áhættuhegðun á meðal unglinga, þá sérstaklega yfir sumartímann. Það hafi sannað sig að sumarið sé áhættutími fyrir ungmenni þar sem margir unglingar prófi að neyta áfengis og vímuefna. Þetta kemur fram í orðsendingu til foreldra barna á unglingastigi þar sem þau eru beðin um að fylgjast með ferðum barnanna og halda vel utan um þau. Lögreglan hafi talsverðar áhyggjur af ofbeldismenningu sem sé útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. „Slagsmál ungmenna er áhættuhegðun sem við hjá lögreglunni höfum töluverðar áhyggjur af enda hafa rannsóknir sýnt að ofbeldismenning er útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. Síðustu misseri hafa sprottið upp síður á samfélagsmiðlum sem sýna ungmenni jafnvel í grófum slagsmálum á meðan aðrir standa aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Þátttakendur í þessu eru bæði strákar og stelpur, oftast unglingar á grunnskólaaldri,“ segir í orðsendingunni. Gæti bjargað mannslífi að láta lögreglu vita Slagsmálin séu stórhættuleg þar sem mikið sé um endurtekin högg og spörk í höfuð og búk andstæðingsins sem skapi augljóslega mikla hættu. Dæmi séu um að slíkar árásir hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir þolendur og gerendur. „Ræðið við unglinginn ykkar um þessi mál. Ræðið við þau um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona atburðum og hættuna sem því fylgir. Ræðið þá ábyrgð að hafa jafnvel bara verið á staðnum sem áhorfandi ef eitthvað alvarlegt myndi gerast. Hvetjið þau til að taka alls ekki þátt í slagsmálum, fylgja ekki ofbeldissíðum, horfa ekki á slagsmálamyndbönd á samfélagsmiðlum og alls ekki taka þau upp eða dreifa þeim.“ Þá bendir lögreglan fólki á að hafa samband við lögreglu í síma 112 ef þau frétta af slíkum slagsmálum. Sé það viðstatt sé best að ganga í burtu og setja sig í samband við lögreglu, þar sem slíkt gæti jafnvel bjargað mannslífi. Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Lögreglan hvetur foreldra og forráðamenn til þess að vera vakandi fyrir áhættuhegðun á meðal unglinga, þá sérstaklega yfir sumartímann. Það hafi sannað sig að sumarið sé áhættutími fyrir ungmenni þar sem margir unglingar prófi að neyta áfengis og vímuefna. Þetta kemur fram í orðsendingu til foreldra barna á unglingastigi þar sem þau eru beðin um að fylgjast með ferðum barnanna og halda vel utan um þau. Lögreglan hafi talsverðar áhyggjur af ofbeldismenningu sem sé útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. „Slagsmál ungmenna er áhættuhegðun sem við hjá lögreglunni höfum töluverðar áhyggjur af enda hafa rannsóknir sýnt að ofbeldismenning er útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. Síðustu misseri hafa sprottið upp síður á samfélagsmiðlum sem sýna ungmenni jafnvel í grófum slagsmálum á meðan aðrir standa aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Þátttakendur í þessu eru bæði strákar og stelpur, oftast unglingar á grunnskólaaldri,“ segir í orðsendingunni. Gæti bjargað mannslífi að láta lögreglu vita Slagsmálin séu stórhættuleg þar sem mikið sé um endurtekin högg og spörk í höfuð og búk andstæðingsins sem skapi augljóslega mikla hættu. Dæmi séu um að slíkar árásir hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir þolendur og gerendur. „Ræðið við unglinginn ykkar um þessi mál. Ræðið við þau um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona atburðum og hættuna sem því fylgir. Ræðið þá ábyrgð að hafa jafnvel bara verið á staðnum sem áhorfandi ef eitthvað alvarlegt myndi gerast. Hvetjið þau til að taka alls ekki þátt í slagsmálum, fylgja ekki ofbeldissíðum, horfa ekki á slagsmálamyndbönd á samfélagsmiðlum og alls ekki taka þau upp eða dreifa þeim.“ Þá bendir lögreglan fólki á að hafa samband við lögreglu í síma 112 ef þau frétta af slíkum slagsmálum. Sé það viðstatt sé best að ganga í burtu og setja sig í samband við lögreglu, þar sem slíkt gæti jafnvel bjargað mannslífi.
Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira