Lögreglan hefur áhyggjur af ofbeldismenningu meðal íslenskra ungmenna Sylvía Hall skrifar 10. júní 2020 17:50 Lögreglan biðlar til foreldra að vera vakandi fyrir ferðum ungmenna sinna og hvað þau séu að gera yfir sumartímann. Áhættuhegðun unglinga eigi það til að aukast yfir sumarið. Vísir/Vilhelm Lögreglan hvetur foreldra og forráðamenn til þess að vera vakandi fyrir áhættuhegðun á meðal unglinga, þá sérstaklega yfir sumartímann. Það hafi sannað sig að sumarið sé áhættutími fyrir ungmenni þar sem margir unglingar prófi að neyta áfengis og vímuefna. Þetta kemur fram í orðsendingu til foreldra barna á unglingastigi þar sem þau eru beðin um að fylgjast með ferðum barnanna og halda vel utan um þau. Lögreglan hafi talsverðar áhyggjur af ofbeldismenningu sem sé útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. „Slagsmál ungmenna er áhættuhegðun sem við hjá lögreglunni höfum töluverðar áhyggjur af enda hafa rannsóknir sýnt að ofbeldismenning er útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. Síðustu misseri hafa sprottið upp síður á samfélagsmiðlum sem sýna ungmenni jafnvel í grófum slagsmálum á meðan aðrir standa aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Þátttakendur í þessu eru bæði strákar og stelpur, oftast unglingar á grunnskólaaldri,“ segir í orðsendingunni. Gæti bjargað mannslífi að láta lögreglu vita Slagsmálin séu stórhættuleg þar sem mikið sé um endurtekin högg og spörk í höfuð og búk andstæðingsins sem skapi augljóslega mikla hættu. Dæmi séu um að slíkar árásir hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir þolendur og gerendur. „Ræðið við unglinginn ykkar um þessi mál. Ræðið við þau um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona atburðum og hættuna sem því fylgir. Ræðið þá ábyrgð að hafa jafnvel bara verið á staðnum sem áhorfandi ef eitthvað alvarlegt myndi gerast. Hvetjið þau til að taka alls ekki þátt í slagsmálum, fylgja ekki ofbeldissíðum, horfa ekki á slagsmálamyndbönd á samfélagsmiðlum og alls ekki taka þau upp eða dreifa þeim.“ Þá bendir lögreglan fólki á að hafa samband við lögreglu í síma 112 ef þau frétta af slíkum slagsmálum. Sé það viðstatt sé best að ganga í burtu og setja sig í samband við lögreglu, þar sem slíkt gæti jafnvel bjargað mannslífi. Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Lögreglan hvetur foreldra og forráðamenn til þess að vera vakandi fyrir áhættuhegðun á meðal unglinga, þá sérstaklega yfir sumartímann. Það hafi sannað sig að sumarið sé áhættutími fyrir ungmenni þar sem margir unglingar prófi að neyta áfengis og vímuefna. Þetta kemur fram í orðsendingu til foreldra barna á unglingastigi þar sem þau eru beðin um að fylgjast með ferðum barnanna og halda vel utan um þau. Lögreglan hafi talsverðar áhyggjur af ofbeldismenningu sem sé útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. „Slagsmál ungmenna er áhættuhegðun sem við hjá lögreglunni höfum töluverðar áhyggjur af enda hafa rannsóknir sýnt að ofbeldismenning er útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. Síðustu misseri hafa sprottið upp síður á samfélagsmiðlum sem sýna ungmenni jafnvel í grófum slagsmálum á meðan aðrir standa aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Þátttakendur í þessu eru bæði strákar og stelpur, oftast unglingar á grunnskólaaldri,“ segir í orðsendingunni. Gæti bjargað mannslífi að láta lögreglu vita Slagsmálin séu stórhættuleg þar sem mikið sé um endurtekin högg og spörk í höfuð og búk andstæðingsins sem skapi augljóslega mikla hættu. Dæmi séu um að slíkar árásir hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir þolendur og gerendur. „Ræðið við unglinginn ykkar um þessi mál. Ræðið við þau um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona atburðum og hættuna sem því fylgir. Ræðið þá ábyrgð að hafa jafnvel bara verið á staðnum sem áhorfandi ef eitthvað alvarlegt myndi gerast. Hvetjið þau til að taka alls ekki þátt í slagsmálum, fylgja ekki ofbeldissíðum, horfa ekki á slagsmálamyndbönd á samfélagsmiðlum og alls ekki taka þau upp eða dreifa þeim.“ Þá bendir lögreglan fólki á að hafa samband við lögreglu í síma 112 ef þau frétta af slíkum slagsmálum. Sé það viðstatt sé best að ganga í burtu og setja sig í samband við lögreglu, þar sem slíkt gæti jafnvel bjargað mannslífi.
Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira