Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2020 07:39 Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. Vísir/Vilhelm Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd í Minnesota í Bandaríkjunum, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um hvernig embættið líti á handtökuaðferðir bandaríska lögreglumannsins sem hélt Floyd niðri í tæpar níu mínútur með því að beita hnénu að hálsi, og hvað íslenskum lögreglunemum sé kennt um hvaða aðferðum skuli beitt við handtökur. „Þvert á móti er brýnt fyrir íslenskum lögreglumönnum að gæta sérstaklega að viðkvæmum svæðum ef grípa þarf til valdbeitingarúrræða. Eitt af því sem kennt er í þjálfun lögreglumanna er að setja aldrei þrýsting á háls eða öndunarveg fólks,“ segir í svari embættisins. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð eða aðild að morði. Skjáskot úr myndbandi af umræddri handtöku á George Floyd í Minneapolis í síðasta mánuði. Floyd lést vegna köfnunar. Gæti vel að því hvar þeir setja þungann á viðkomandi Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. „Lögreglumönnum er kennt að styðja sig með hægri eða vinstri hönd, setja svo hné yfir herðablað og mitt bak. Snúa á hnjám 45 gráður út frá höfði, þannig að hné komi aldrei nálægt hálsi þess handtekna. Alls ekki skal setja hné á háls, hnakka eða höfuð á liggjandi manneskju og passa að setja ekki allan þunga á bak viðkomandi heldur standa í tábergið svo hægt sé að stýra þunganum betur. Þessi aðferð hefur verið kennd öllum lögreglunemum sem farið hafa í gegnum námið hér á landi síðustu áratugi. Það hefur ávallt verið sérstök áhersla lögð á að þjálfa fólk í réttri notkun þessara líkamlegu valdbeitingaraðferða og ennfremur að þeim skuli beitt sparlega,“ segir í svarinu. Útför George Floyd var gerð frá Houston í Bandaríkjunum í gær.Getty Festa hinn handtekna í læsta hliðarlegu Áfram segir að þegar einstaklingurinn sé kominn í handjárn, liggjandi á maganum, þá skuli snúa honum á hliðina til þess að auðvelda öndun, festa hann í læsta hliðarlegu og undirbúa til flutnings í lögreglubíl eða á öruggan stað. „Lögreglunemum og lögreglumönnum er einnig kennt að fylgjast með andardrætti og líðan þess sem verið er að handtaka og gæta þess að handtakan valdi sem minnstum óþægindum.“ Áréttað er að valdbeiting lögreglu er ávallt neyðarúrræði. „Valdbeitingu við handtökur er einungis beitt þegar tryggja þarf öryggi lögreglufólks eða almennra borgara. Þá skal stig valdbeitingar vera í samræmi við aðstæður hverju sinni, líkt og fram kemur í lögum.“ Ennfremur er tekið fram í svarinu að aldrei skuli umbera ofbeldi eða kynþáttahatur, hverjar sem birtingarmyndir þess eru. Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd í Minnesota í Bandaríkjunum, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um hvernig embættið líti á handtökuaðferðir bandaríska lögreglumannsins sem hélt Floyd niðri í tæpar níu mínútur með því að beita hnénu að hálsi, og hvað íslenskum lögreglunemum sé kennt um hvaða aðferðum skuli beitt við handtökur. „Þvert á móti er brýnt fyrir íslenskum lögreglumönnum að gæta sérstaklega að viðkvæmum svæðum ef grípa þarf til valdbeitingarúrræða. Eitt af því sem kennt er í þjálfun lögreglumanna er að setja aldrei þrýsting á háls eða öndunarveg fólks,“ segir í svari embættisins. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð eða aðild að morði. Skjáskot úr myndbandi af umræddri handtöku á George Floyd í Minneapolis í síðasta mánuði. Floyd lést vegna köfnunar. Gæti vel að því hvar þeir setja þungann á viðkomandi Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. „Lögreglumönnum er kennt að styðja sig með hægri eða vinstri hönd, setja svo hné yfir herðablað og mitt bak. Snúa á hnjám 45 gráður út frá höfði, þannig að hné komi aldrei nálægt hálsi þess handtekna. Alls ekki skal setja hné á háls, hnakka eða höfuð á liggjandi manneskju og passa að setja ekki allan þunga á bak viðkomandi heldur standa í tábergið svo hægt sé að stýra þunganum betur. Þessi aðferð hefur verið kennd öllum lögreglunemum sem farið hafa í gegnum námið hér á landi síðustu áratugi. Það hefur ávallt verið sérstök áhersla lögð á að þjálfa fólk í réttri notkun þessara líkamlegu valdbeitingaraðferða og ennfremur að þeim skuli beitt sparlega,“ segir í svarinu. Útför George Floyd var gerð frá Houston í Bandaríkjunum í gær.Getty Festa hinn handtekna í læsta hliðarlegu Áfram segir að þegar einstaklingurinn sé kominn í handjárn, liggjandi á maganum, þá skuli snúa honum á hliðina til þess að auðvelda öndun, festa hann í læsta hliðarlegu og undirbúa til flutnings í lögreglubíl eða á öruggan stað. „Lögreglunemum og lögreglumönnum er einnig kennt að fylgjast með andardrætti og líðan þess sem verið er að handtaka og gæta þess að handtakan valdi sem minnstum óþægindum.“ Áréttað er að valdbeiting lögreglu er ávallt neyðarúrræði. „Valdbeitingu við handtökur er einungis beitt þegar tryggja þarf öryggi lögreglufólks eða almennra borgara. Þá skal stig valdbeitingar vera í samræmi við aðstæður hverju sinni, líkt og fram kemur í lögum.“ Ennfremur er tekið fram í svarinu að aldrei skuli umbera ofbeldi eða kynþáttahatur, hverjar sem birtingarmyndir þess eru.
Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira