Heiðra minningu George Floyd á fyrsta PGA-mótinu eftir hléið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2020 13:30 Charles Schwab Challenge hefur verið haldið síðan 1946. getty/Tom Pennington Einnar mínútu þögn verður á hverjum keppnisdegi á Charles Schwab Challenge mótinu í Texas sem hefst á morgun. Þetta er fyrsta mótið á PGA-mótaröðinni eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er gert til að heiðra minningu George Floyd sem lést þegar Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, myrti hann í Minneapolis 25. maí. Mikil mótmæli brutust út í Bandaríkjunum og víðar í kjölfar morðsins á Floyd. Hlé verður gert á öllum fjórum keppnisdögunum á Charles Schwab Challenge í eina mínútu til minningar um Floyd. Hléið verður alltaf gert á sama tíma, klukkan 08:46 því Chauvin var með hné sitt á hálsi Floyds í átta mínútur og 46 sekúndur. PGA vill með þessu sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynþáttafordómum og hvers kyns óréttlæti. pic.twitter.com/WNUrcE7x4m— PGA TOUR (@PGATOUR) June 9, 2020 Flestir af bestu kylfingum heims verða með á Fort Worth í Texas, þ.á.m. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans sem tekur þátt á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Justin Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn. Golf Dauði George Floyd Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Einnar mínútu þögn verður á hverjum keppnisdegi á Charles Schwab Challenge mótinu í Texas sem hefst á morgun. Þetta er fyrsta mótið á PGA-mótaröðinni eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er gert til að heiðra minningu George Floyd sem lést þegar Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, myrti hann í Minneapolis 25. maí. Mikil mótmæli brutust út í Bandaríkjunum og víðar í kjölfar morðsins á Floyd. Hlé verður gert á öllum fjórum keppnisdögunum á Charles Schwab Challenge í eina mínútu til minningar um Floyd. Hléið verður alltaf gert á sama tíma, klukkan 08:46 því Chauvin var með hné sitt á hálsi Floyds í átta mínútur og 46 sekúndur. PGA vill með þessu sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynþáttafordómum og hvers kyns óréttlæti. pic.twitter.com/WNUrcE7x4m— PGA TOUR (@PGATOUR) June 9, 2020 Flestir af bestu kylfingum heims verða með á Fort Worth í Texas, þ.á.m. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans sem tekur þátt á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Justin Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn.
Golf Dauði George Floyd Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti